Vikan


Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 1

Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 1
Ferðafélag ísiands tuttugu ára Þetta afarþarfa félag var stofnað 27. nóv. 1927. Forsetar þess hafa verið Jón borgarstjóri Þorláksson, Björn stórkaupm. Ólafs- son, Gunnlaugur læknir Einarsson, Jón veðurfræðingur Eyþórsson og síðustu árin Geir vegamálastjóri Zoega. Stofnendur voru 63, en nú er félagatalan á sjöunda þúsundinu. Félagið á mörg sæluhús í óbyggðum og er peningaverðmæti þeirra talið a. m. k. 150 þús., og á þeim hvíla engar skuldir. Eru húsin mikið notuð og hin þörfustu.. Árbækur hefir félagið gefið út síðan 1928 og þykja þær hinir mestu kostagripir.' Bókin í fyrra var um Skagafjörð, rituð af Hallgrími kennara Jónssyni, hin prýðilegasta að efni og frágangi og gáfu hinar fögru myndir henni mikið gildi. Næsta árbók verður um Dalina, skrifuð af Þorsteini sýslumanni Þor- steinssyni. Ferða- og ljósmyndasýningar félagsins hafa vakið mikla athygli, ekki sízt sú, sem haldin var í tilefni þessa afmælis; voru sýndar 400 ljósmyndir af 25 sýnendum. Deildir félagsins eru á Akureyri, Húsavík og í Vestmannaeyjum, auk Fjallamanna. Úr Ferðafélagsför á Snæfellsjökul. (Þorsteinn Jósepsson tók myndina).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.