Vikan


Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 50, 1947 3 Viðtal um tízku. Vikan komst á snoðir um, að ung, íslenzk stúlka var nýkomin frá námi vestan hafs og hafði m. a. lagt stund á tízkuteikn- ingu og fýsti blaðið því að leita frétta hjá henni. Varð hún vel við þessu og lét okkur í té eftirfarandi fróðleik og myndir. Rut Guömundsdóttir, sem lagt hef- ir m. a. stund á tízkuteikningu vest- an hafs og er nýkomin heim til að taka hér til starfa. Stúlka þessi heitir Rut, er fædd í Hafnarfirði, dóttir Guð- rúnar Sveinsdóttur og Guð- mundar Hannessonar. Hún gekk 1 Flensborgarskólann í Hafnar- firði. 1 ágústmánuði 1943 fór hún utan og til Bandaríkjanna og hóf nám í „High School," sem er nokkurskonar gagn- fræðaskóli, í Rochester í Minne- sota og að námi loknu þar inn- ritaðist hún í háskóla í Minne- sota. Síðan lá leið hennar til New York og stimdaði hún tízkunám fyrst í Frappagen og svo í Powers School. Eftir það vann hún við fyrirtækið Pow- ers, var tízkusýningardama þar, en það mun eitt hið frægasta tízkusýningarhús í heimi. Þar var hún frá byr jun október 1946 og fram í febrúar 1947. Hún kom hingað heim í október. Tekur hún við forstöðu á verzl- uninni Ragnar Þórðarson & Co. í Aðalstræti og sér um val kjóla og teiknar snið. Það sem Rut sagði blaðinu er í höfuðdráttum á þessa leið: Perlufestar. Perlufestar eru mikið notað- ar; hvítar, bronslitar og gráar og eymalokkar í stíl við þær. Festarnar eru margfaldar, bæði stuttar og síðar (niður að mitti), en síðu festarnar geta þær einar borið, sem eru háar og grannar. Hattar. Hattar eru yfirleitt þröngir niður og litlir og eftir þeim fer hárgreiðslán. Hún er einföld og hárið stutt. Annars nota stúlkur uppgreiðslur, þeim sem það fer vel, og gengur sú hárgreiðsla á öllum tímum dags og við öll tækifæri, en þá fara hattamir eftir henni. Við djúpu hattana er hárið mikið vafið í lokka við eyrun. íburður er ekki mikill á höttum, nema slör og fjaðrir eru notaðar á þeim. Parísar- hattarnir eru mikið rykktir. Þegar hattur er valinn á stúlk- an að sjá sig alla í spegli, til að hattlagið sé í réttum hlut- föllum við líkamsvöxtinn. Það Kjóll á unga stúlku, 13—16 ára,. notaður á kvöldin og á dansleikjum. Slíkir kjólar eru yfirleitt mjög ein- faldir og gerðir til að undirstrika æsku þess, sem ber þá. 1 Bandaríkj- unum nota stúlkur mjög flegið við þau tækifæri, sem það á við, t. d. á dansleikjum. Satín-kjólar eru afar mikið í tizku, bæði stuttir og síðir. Síddin á þessum er talin vera hæfileg af stuttum kjól að vera. Takið eftir hvað hárgreiðsl- an er einföld. er ekki nóg að hann fari vel við andlit og axlir. Kjólar. Satínkjólar eru mjög notaðir, einkum á veturna og haustin, og þá bæði stuttir og síðir. Öklasíðir kjólar úr þunnu efni og tafti eru mjög í tízku í sam- kvæmum og á kvöldin og þær sem geta, hafa þá flegna. Ann- ars má einnig hafa þá háa í hálsinn. Alveg síðir kjólar eru helzt notaðir á dansleikjum, enda þótt öklasíddin sé að ryðja sér til rúms. Á þessum ökla- síðu kjólum er yfirleitt ekki notað mikið skraut, heldur far- ið eftir línum líkamans og mik- ið lagt upp úr litum, sem klæða bezt. Þegar litur er valinn á kjól er fyrst tekið tillit til hör- undsins, síðan hársins og svo augnanna. Síddin. Hver og ein á að gæta þess að hafa síddina eins og henni Framhald á bls. 13. öklasíður kvöldkjóll. Á kjóla sem þessa er yfirleitt ekki notað mikið skraut. Hattur með fjaðraskrauti. Takið eftir hálsfestinni, hún er margföld og stutt og eyrnalokkar í stíl við hana. Djúpur, þröngur hattur með dúllu í öðrum vanganum og stóru slöri. Annað skraut er ekki á honum. Hár- greiðslan verður að vera einföld við hattlag eins og þetta. Hárið stutt og í lokkum við eyrun.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.