Vikan


Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 5
oiuiimimiimiiiiiiiimmimmiiinimimir. VIKAN,. nr. 50, 1947 5 Ný framhaldssaga: AST LEIkkOIMUINÍNAR iiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimin^ Eftir FAITH BALDWIN ar Nettie, sem voru ennþá sljóvari en hún sjálf, vissu að Nettie fékk harnabarn gömlu húsmóður sinnar einu sinni á ári í heimsókn, en meira vissu þeir ekki. Dymar voru líka lokaðar og enginn á tröppunum, þegar Cherry kom. Henni var borið volgt te og samræðurnar voru eins og alltaf áður. ,,Ó, þér hefðuð ekki átt að færa mér svona mikið, ungfrú Sara,“ var við- kvæðið hjá gömlu konunni og svo fór hún að segja frá atburði, sem var löngu liðinn, en Sara hlustaði þolinmóð og skaut öðru hverju inn orði fyrir kurteisissakir. „Munið þér, ungfrú Sara, þegar þér skáruð niður flauelisgluggatjöld ömmu yðar, bjugguð yður til kórónu úr pappaöskju og neydduð mig til að sauma flauelið við hana? „Ég er drottning, Nettie,“ sögðuð þér, „og þetta á að vera krýn- ingarbúningur minn.“ Nettie hló, barnslega glöð og ánægð. Það var dálítið innibyrgt loft í stofunni, en allt tandurhreint. Héngu gamlar ljósmyndir á veggjunum, og flest húsgögn höfðu upphaf- lega staðið í húsi Steedenættarinnar. Cherry þaut niður stigann eins og hún væri elt af illum öndum. Að verða gömul og einmana, draga fram lifið á góðgerðum annara og vera samt glöð og ánægð — þetta fannst Cherry hræðilegt hlutskipti og tárin blikuðu i augum hennar og hún fékk kökk í hálsinn. Hún óskaði þess að hún gæti gleymt Nettie, rauðum augum hennar, hæsi og köldum höndum. „Einhvern tima verð ég sjálf gömul, og þá —“ hugsaði hún um leið og hún steig inn í vagninn. Hún huggaði sig við þá hugsun að ríkar gamlar konur væru aldrei einmana. En fjármunir eyddust og margt gat breytzt. Og Cherry komst að þeirri niðurstöðu, að óþolandi væri að hugsa um ellina. Cherry hafði skipað ökumanninum að aka í gegnum verzlunarhverfið og sat hún nú og horfði á umferðina og verzlanirnar. Um leið og þau óku fram hjá einni stórverzluninni kom hún auga á mikið uppþot og virtust aðallega konur standa að því. Lögregluþjónar voru þarna einnig. Cherry hallaði sér aftur í sætinu en þá nam vagninn stað- ar með rykk, sökum umferðarmerkjanna. Ungur maður ruddist í gegnum þröngina. Konurnar æptu og teygðu fram hendurnar eins og til að stöðva hann. Hann var berhöfðaður og æstur á svip. Jafnvel á þessari stundu gat Cherry ekki annað en veitt athygli óvenjulegu útliti hans. Á óskiljanlegan hátt tókst honum að ryðjast út úr þvögunni. Cherry, sem sló öskunni af vindl- ingnum út um gluggann varð undrandi að sjá hann standa á gangstéttinni rétt hjá sér. Hélt hann vasaklút fyrir öðru auganu, en horfði á hana með hinu. „Ó, fyrirgefið þér," stamaði Cerry. En í raun- inni var henni alveg sama, þótt askan færi í augu ókunnugs manns. Hvað þurfti hann að álp- ast beint fyrir hana! Nokkrar konur tróðu sér í áttina til þeirra, þær hrópuðu og höfðu bækur i höndunum. Þær voru ákveðnar á svipinn. „Drottinn minn,“ tautaði ungi maðurinn, setti vasaklútinn í vasann og steig inn í vagn gömlu frú Steeden. Umferðarmerkin breyttust og vagn- inn mjakaðist af stað. Cherry þóttist vita að ökumanninum hefði ekki orðið um sel að sjá TTnrsifl p-ti • Cherry Chester er ung, skap- ® * mikil og falleg kvikmynda- leikkona. Boycie-Medford er fyrrverandi kennslukona hennar og núverandi förunaut- ur. Þær eru að búa sig til að heimsækja ömmu Cherry í New York. Ungfrú Manning blaðamaður á viðtal við Cherry. Hún veit allt um móður Cherry, sem hafði heitið Sylvía Van Steeden og var þrígift. Cherry fer til New York. Með lestinni er Anthony Amber- ton, frægur ferðalangur og rithöfundur, en þau Cherry hittast ekki. Leikkonunni er tek- ið með mikilli viðhöfn, en enginn er kominn vegna Ambertons nema útgefandi hans. Lucy van Steeden, amma Cherry, hefir alltaf verið mótfallin að dótturdóttir hennar gerðist leik- kona, en vill að hún gifitst Horace van Steed- en frænda sinum, sem er ríkur, en leiðinleg- ur. Á Cherry ekkert að erfa eftir gömlu kon- una nema hún giftist með hennar samþykki. Horace dvelur hjá þeim á Riverview yfir jól- in, og flytur bónorð sitt við Cherry öðru hverju, hvattur af Lucy, en Cherry neitar honum og hendir gaman að öllu saman. Nokkrum dögum áður en Cherry á að leggja upp í Evrópuferðina, sendir amma hennar hana í heimsókn til Nettie, sem fyrrum var saumakona fjölskyldunnar. Fer hún í hest- vagni og er nú að príla upp stigann á mat- söluhúsinu. ókunnan mann fara inn í vagninn, stakk hún því höfðinu út um gluggann og kallaði: „Haltu bara áfram, Pétur." Pétur kinkaði kolli og sló í hestana. Cherry brosti til unga mansins. Þetta var fallegur maður, hár og dökkur yfirlitum með reglulega andlitsdrætti. Hún beið þess að hann áttaði sig 'á, hver hún væri og léti í ljós undrun sína. En hann sagði ekkert, heldur þerraði á sér ennið með öðrum hreinum vasaklút og muldraði eitthvað við sjálf- an sig. „Jæja,“ hugsaði Cherry, „ég er alveg ótilhöfð svo að það er ekki von að hann þekki mig.“ „Þetta er afar vingjarnlegt af yður, en viljið þér hleypa mér út einhvers staðar á næstu götum.“ Ég ætti raunar að afhenda yður lögreglunni," sagði Cherry hvasst, því að hún hafði komizt að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafði aðhafst eitthvað, sem ólöglegt var, enda þótt hann væri ekki þesslegur í útliti. Uppþotið fannst henni benda til þess. „Hverju hafið þér stolið?" „Stolið — ég stolið," maðurinn starði á hana undrandi, en veitti henni nú fyrst verulega at- hygli og fór svo að hlæja dátt. „Nú skil ég," sagði hann svo, „nei, ég hefi ekki stolið neinu." Þetta var ekki mjög sannfærandi, og þó — hann líktist ekki auðvirðilegum þjóf. En þetta voru hættulegir tímar og föt mannsins voru hálf sóða- leg. Hann var frakkalaus og enda þótt fötin væru vel saumuð virtust þau hafa verið notuð lengi. Það vantaði tölur á jakkann, hálsbindið var skakkt og flibbinn velktur. Cherry dró peningaseðil upp úr tösku sinni. Það var tuttugu dollara-seðill. „Gjörið svo vel — ég veit ekki hvað þér hafið brotið af yður, það skiptir lílta engu máli — en þetta getur hjálpað yður um tíma." En hvað þetta hefði verið góð auglýsing fyrir hana! Það var leitt að enginn skyldi fá að vita það. 1 blöðunum hefði þá kannske staðið þessi klausa: Cherry Chester er afar brjóstgóð og veglynd við þá sem bágt eiga og gerir aldrei góðverk sín til að auglýsa sjálfa sig------- Ungi maðurinn starði á peningaseðilinn og spurði vantrúaður: „Þér haldið þó ekki — þetta er fallegt af yður — en vitið þér í rauninni ekki, hver ég er?“ „Nei, það er mér óhætt að fullyrða," svaraði Cherry kuldalega. „Og þér hafið enga löngun til að vita það?“ hélt hann áfram og starði forvitnislega á hana. ,,Nei,“ viðurkenndi Cherry, „ekki hina minnstu löngun. Þér getið ekki verið merkilegur maður, því að þá hefði ég þekkt yður,“ sagði hún háðs- lega. Ungi maðurinn hallaði sér aftur í hægindin. Nú fyrst áttaði hann sig — hann ók í einka- vagni með grannri, rauðhærði stúlku, sem gat ekki talist mjög falleg, en sem hafði sérkenni- lega, hljómmikla rödd. Hún talaði með skemmtilegum, útlendings- legum hreim. Hann hristi höfuðið og hrukkaði ennið. Hann hafði ekki tekið eftir þessu í fyrstu, þegar hún talaði við hann. En hann hafði auð- vitað verið svo niðursokkinn í hugsanir sínar. Það fór hrollur um hann og hann bölvaði bæði sér, útgefanda slnum og kaupendunum. Það hafði fljótt borizt út að Anthony Amberton ætl- aði að skrifa sjálfur nafn sitt á bækur eftir sig í. einni stórverzluninni. Það er svo sem engin furða eftir allt þetta auglýsingarugl í blöðun- um. Anthony hafði auðvitað búizt við að ein- hverja myndi fýsa að eiga rithönd hans á bók- unum fyrir tvo og hálfan dollara. En að þúsundir kvenvarga myndi gera atlögu að honum — rifa tölurnar úr jakkanum hans og hálfslíta hann í sundur á milli sín — hafði honum aldrei flogið í hug. Hann var alveg yfirbugaður, ekki sízt af þessari kæfandi lykt andlitsfarða, ilm- vatns og varalits, sem hann hafði nú orðið að þola i þrönginni. „Þér eruð ekki fæddar hér í Ameríku?" spurði hann Cherry. „Jú, en ég er alin upp í Evrópu." Hún talaði nú með greinilega útlendum framburði og kvað hart að errunum. „New York er hræðileg borg," sagði hann. „Ég vil komazt héðan — þangað sem enginn þekkir mig. Þar sem ég get verið einn." Þetta1 var nákvæmlega það sama, sem Cherry hafði hugsað sjálf. „Ég — einnig," sagði hún hægt og starði á hann. ;,,Þér!“ Anthony veitti henni betur athygli. Stór munnur hennar var hálfopinn og augun þunglyndisleg. „Já, mér finnst ég vera svo einmana," sagði Cherry með röddu, sem hrærði hjarta hans óðara til meðaumkunar. „Og þér sem eruð yndislegar — og gætuð ver- ið miklu yndislegri! Eigið þér þennan vagn?" spurði hann. „Fjölskylda min á hann," sagði Cherry og var- ir hennar skulfu lítið eitt, um leið og hún bætti við: „Fólkið skilur mig ekki." Hún var nú í essinu sínu og lék af lífi og sál það hlutverk, sem hún hafði sett sjálfri sér. „Það á að neyða mig til að giftast manni, sem ég elska ekki — heldur hata," sagði hún hægt. „Nei, ekki á þessum tímum •— góða barn! Þér eruð frjálsar — strjúkið burt og vinnið fyrir yður —“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.