Vikan


Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 11.12.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 50, 1947 11 Framhaldssaga:-------------------- Hver var afbrotamaðurinn ? Sakamálasaga eftir Agatha Christie „Þá er enginn annar kvenmaður hér, auk hennar, en ungfrú Johnson," sagði ég og virti hann fyrir mér. „Það væri hlægilegt að láta sér detta slíkt í hug!“ svaraði hann. Brosið, sem lék um varir hans .var nóg til þess að sannfæra mig. Það var vist, að honum hafði aldrei komið til hugar, að setja ungfrú Johnson í samband við þessi nafn- lausu bréf! Ég hikaði aðeins — en ákvað síðan að segja ekkert. Ég hafði séð, hvernig ungfrú Johnson hafði iðrast þarna um kvöldið. Hvi skyldi ég vera að vekja grun hans á henni, úr því að hann var svona grunlaus? Það var ákveðið, að ég skyldi fara alfarin frá Tell Yarimjah daginn eftir. Ég hafði komið því þannig fyrir með tilstilli dr. Reillys, að ég fengi að dvelja hjá forstöðukonu sjúkrahússins í nokkra daga á meðan ég byggi mig undir ferðina heim til Englands, annað hvort um Bagdad, eða beint um Nissibin með bifreið og járnbrautarlest. Dr. Leidner var svo hugsunarsamur að bjóða mér að velja mér einhvern hlut úr eign frú Leidn- ers sem minjagrip. „Ó, nei, nei, dr. Leidner,“ mótmælti ég. „Það vil ég ekki.“ En hann sat fast við sinn keip: „Jú, þér skuluð þiggja það. Ég er viss um, að Lovísa mundi hafa óskað þess.“ Og hann stakk meira að segja upp á þvi, að ég tæki burstasettið hennar úr skjald- bökuskelinni! „Nei, dr. Leidner, það get ég ekki. Þetta er mjög verðmætt burstasett — ég get ómögu- lega------“ „Hún átti engar systur, eins og þér vitið, eng- an nákominn ættingja, sem hún hefði viljað gefa þetta. Þér skuluð hugsa yðar um. Já, vel á minnst — hér er lykillinn að skrautgripaskrín- inu hennar Lovísu. Ef til vill sjáið þér einhverja aðra hluti þar, sem yður langar til að eiga. Mig langar líka að biðja yður að taka saman fötin hennar og búa um þau. Ég býst við, að dr. Reilly geti bent mér á einhverja fátæka fjölskyldu í Hassanieh, sem þau gætu komið að notum." Ég vildi fegin gera þetta fyrir hann, svo ég tók við lyklinum og lagði strax af stað út í her- bergi frú Leidners. Prú Leidner hafði aðeins haft nauðsynlegustu föt með sér, og það tók mig því ekki langan tima að raða þeim niður og búa um þau í tveim- ur pappaöskjum. 1 skrautgripaskríninu voru að- eins fáir gripir — perluhringar, demantsnæla, tvær nælur úr gulli og festi úr rafkúlum. Mér datt auðvitað ekki í hug að taka perlu- festina eða demantsnæluna, en ég var að velta því fyrir mér, hvort ég ætti að þiggja festina með rafkúlunum — eða kannske burstasettið, sem hann hafið boðið mér strax. Ég efaðist ekki um, að dr. Leidner hafði boðið mér þetta af góð- um hug — og því skyldi ég þá ekki taka við því ? 1 rauninni hafði mér líka þótt vænt frú Leid- ner. Það var tómlegt um að litast í herberginu, þegar ég hafði gengið frá fötum og dóti frú Leid- ners. Ég hafði nú enga ástæðu til að dvelja þar lengur, en samt sem áður var eins og ég fengi mig ekki til að fara. Mér virtist sem ég ætti eftir að gera eitthvað, — eitthvað, sem ég hlyti að sjá, eða eitthvað, sem ég hlyti að vita. Ég er ekki hjátrúarfull, en þó datt mér í hug, að andi frú Leidners væri þarna í herberginu og væri að reyna að komast í samband við mig. Ég reikaði um í herberginu og vissi ekki, hvað ég helzt ætti að gera. Að lokum tók ég nokkuð einkennilegt til bragðs. Ég lagðist upp í rúmið og lokaði augunum. Ég reyndi að gleyma hver og hvað ég var. Ég reyndi að hugsa mér, að nú væri hinn eftirminnilegi síðari hluti dags, þegar morðið var framið, og ég væri frú Leidner, sem lægi þama i rúminu. Það er einkennilegt, hvað hægt er að telja sjálfum sér trú um. Ég er fullkomlega heilbrigð og venjuleg manneskja og alls ekkert hjátrúar- full, en þegar ég hafði legið þarna stutta stund, fór ég að verða eitthvað einkennileg. Ég reyndi ekki að hamla neitt á móti þessari tilfinningu, heldur kappkostaði að auka á hana viljandi. Ég sagði við sjálfa mig: Ég er frú Leidner, ég er frú Leidner. Ég ligg hér og móki. Bráð- um opnast dyrnar — rétt bráðum lýkur einhver þeim upp------- Ég hélt áfram að hafa þetta yfir — eins og ég væri að dáleiða sjálfa mig. Ég horfði á dym- ar og brátt mundu þær opnast og ég mundi sjá manninn, sem inn kæmi. — — Ég veit ekki, hvað ég hafði lengi muldrað þetta, þegar ég sá, að dymar byrjuðu að opnast mjög hægt. Hræðilega tilfinning greip mig. Ég hef aldrei fundið til jafn hræðilegrar tilfinningar, hvorki fyrr né síðar. Ég var orðin dáieidd, ég gat alls ekki hreyft mig, hvað sem það hefði kostað. Og dymar opnuðust hægt og hægt .... svo hljóðlaust .... Brátt mundi ég sjá .... Hægt — hægt — opnuðust dyrnar, meir og meir. Bill Goleman kom hljóðlega inn. Og hvað honum brá! Ég þaut upp úr rúminu og hrópaði upp yfir mig. Bill Coleman stóð grafkyrr. Hann stokkroðnaði og neðri kjálki hans hékk niður af undrun. „Halló- alló-alló,“ sagði hann. „Hvað er að, ungfrú?“ Ég áttaði mig skyndilega. „Guð minn góður, hvað þér létuð mig hrökkva við, Coleman!“ sagði ég. „Fyrirgefið," sagði hann og reyndi að brosa. Nú tók ég eftir því, að hann var með lítmn vönd af gleym-mér-ei-um í hendinni. Þessi blóm uxu villt í kringum húsið, og frú Leidner hafði haft miklar mætur á þeim. Hann roðnaði enn meira og sagði afskandi: „Það var ekki hægt að fá nein blóm eða annað þess háttar keypt í Hassanieh. Mér fannst ansi leiðinlegt, að geta ekki sett nein blóm á gröf- ina. Þess vegna datt mér I hug að skreppa hing- að inn og setja þennan vönd í litlu krukkuna, sem frú Leidner hafði alltaf blóm í, þarna á borð- inu. Svona eins og til að sýna, að hún væri ekki gleymd okkur — ha? Þér skiljið, þetta er kann- ske barnalegt — ég meina .... “ Mér fannst þetta fallega hugsað af honum. Hann var svo vandræðalegur, auminginn, eins og Englendingar eru alltaf, þegar þeir gera eitthvað, sem lýsir viðkvæmni. „Já, þetta er einmitt ágæt- is hugmynd, Coleman," sagði ég. Ég tók upp litlu krukkuna og setti hana á borðið, tók við blómunum hjá Coleman, setti þau i krukkuna og hellti síðan í hana dálitlu vatni. Álit mitt á Coleman óx mikið við þetta. Það sýndi, að hann hafði viðkvæmt hjarta og var gæddur fínum tilfinningum. Hann spurði mig ekki aftur, hvers vegna ég hafði rekið upp þetta óp og ég var honum mjög þakklát fyrir það. Mig hefði ekki langað til að.skýra það fyrir honum. Haltu þér við heilbrigða skynsemi i framtiðinni, kona góð, sagði ég við sjálfa mig um leið og ég fór út og inn í herbergið mitt, til að láta niður dótið mitt. Séra Lavigny lét í Ijós að sér fyndist leitt, að ég væri að fara. Hann sagði, að glaðværð min og heilbrigð skynsemi hefði verið þeim öllum til svo mikils léttis. Heilbrigð skynsemi! Ég var fegin, að hann vissi ekkert um uppátæki mitt i herbergi frú Leidners. „Herra Poirot hefir ekkert sýnt sig hér i dag,“ sagði hann. „Ég skýrði honum frá því, að Poirot hefði sagt mér, að hann mundi dvelja allan daginn í Hassa- nieh við að senda símskeyti. Séra Lavigny lyfti brúnujn- „Símskeyti? Til Ameríku ?“ „Já, ég býst við því. Hann sagði reyndar „út um allan heim,“ en ég held að hann hafi aðeins tekið þannig til orða, af því hann er útlendingur." Þegar ég hafði sleppt þessum orðum, mundi ég skyndilega eftir því, að séra Lavigny var sjálfur útlendingur — og ég fann að ég stokk- roðnaði. Hann virtist samt ekkert verða móðgað- ur, hló aðeins við og spurði mig, hvort nokkuð hefði frétzt um manninn rangeygða, sem var að flækjast hér í kring um daginn. Ég sagðist ekkert vita um það. Enginn hefííi minnst neitt á hann nýlega. Séra Lavigny spurði mig aftur, hvenær við frú Leidner hefðum séð manninn vera að gægjasl, uppí gluggana. „Það virðist auðséð, að þessi mað- ur hefur talið sig eiga eitthvað erindi heim að húsinu," sagði hann. „Ég hef verið að hugsa, hvort verið gæti að þetta hafi verið Evrópu-mað- ur, sem hefði dulbúið sig sem Irakbúa. Gæti það ekki verið?" Þetta hafði mér ekki dottið í hug. Ég hafði tekið það sem víst, að maðurinn væri innfæddur þar, en auðvitað sá ég strax, þegar ég fór að hugsa málið, að þetta var alls ekki útilokað. Séra Lavigny sagðist ætla að fara út fyrir húsið, á þann stað, sem maðurinn hefði verið, þegar við frú Leidner sáum hann. „Hver veit, nema hann hafi misst einhvern hlut, sem kom- ið gæti upp um hann ? Þannig er það að minnsta kosti alltaf í sakamálasögunum." Seinna um kvöldið, þegar ég hafði lokið við að taka saman dót mitt og koma því fyrir í töskum mínum, lagði ég leið mína upp á þak. Ungfrú Jhonson var þar fyrir, en hún tók ekki eftir mér, þó ég kæmi upp. Ég gekk alveg að henni áður en hún varð mín vör. Strax og ég hafði fyrst komið auga á hana, hafði ég séð að eitthvað alvarlegt var á seiði. Hún stóð á miðju þakinu, starði beint fram fyrir sig og svipur hennar var svo alvarlegur — já, hræðilegur — að mér hnykkti við. Ég hafði séð hana i æstu skapi þarna um kvöldið, þegar hún brendi bréfið, en þetta var allt annars eðlis. „Hvað hefur komið fyrir, góða mín?“ spurði ég. Hún leit við og horfði á mig eins og í leiðslu. „Hvað er að?“ spurði ég aftur. Það komu viprur á andlit hennar og hún svar-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.