Vikan


Vikan - 15.04.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 15.04.1948, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 16, 1948 # MiiMiimtimaMiimmiamiiiiiiimiiiiiuiiiMiimiitMiuiiaHtuiMMmiiiM Framhaldssaga: MIMUIHiaUMINHIIHHMMIIIIIIIIMIIIIIIMMMIIIIMIIIIIIIIIIIimiltlMllf, AST LEIKKOIMUNIMAR 23 Eftir FAITH BALDWIN tökuvélarnar fylgdu þeim eftir. Nú var hún kom- in til sjálfrar sin, lamdi hann, og óp hennar bergmáluðu í skóginum. Hún klóraði hann. Hann greikkaði sporið. Auðvitað var það eðli- legt, að hann hefði hraðann á. En jafnvel þótt Bums æpti: „Ágætt, nemið staðar —," hélt Ant- hony áfram. „Hver skollinn!" varð Bums að orði. „Slepptu mér,“ æpti Cherry. „Slepptu mér, segi ég!“ „Nei, það geri ég ekki,“ sagði Anthony. Hann hljóp nú. Hann rataði aftur að bíln- um, en hann stóð við litla hliðarstiginn. Hann var mjög ratvís, enda var hann sjálfur Anthony Amberton. „Slepptu mér!“ æpti Cherry og lamdi hann með krepptum hnefanum. „Þegiðu," sagði Anthony, „annars kefla ég þig.“ Bums fór að hlaupa og eftirlitsmennimir sömu- leiðis, á eftir Anthony. Boycie stóð aftur á móti kyrr og kallaði á eftir þeim: „Komið aftur." Og þeir hlýddu því, þótt þeir sæju á eftir Anthony og heyrðu hrópin í Cherry. „Hann er orðinn brjálaður," stundi Bums ná- fölur. „Hann hefir rænt henni------Þetta er ekki Amberton, heldur einhver glæframaður — sam- særi.------Hvers vegna stöndum við öll héma og glápum — emð þið einnig orðin brjáluð." Þegar hér var komið, sneri hann máli sínu að Boycie. „Nei! Að minnsta'kosti ekki ég," svaraði Boy- cie. „Maðurinn er Anthony Amberton. Það er ég viss um. Þetta er allt í lagi — myndatökunni var hvort sem var lokið. Cherry og Anthony Amberton — em gamlir kunningjar," sagði Boy- cie. Hún brosti til Bums og deplaði vinstra aug- anu. „Þetta er ekki konurán — þau em bara að strjúka burtu saman — —.“ „Drottinn minn!" stundi Bums, bugaður af þessu öllu. „Eltið þau ekki strax," sagði Boycie. „Lofið þeim að komast á undan. Hlustið bara!“ Allir lögðu við hlustimar. Bíll heyrðist settur af stað og Boyeie fór að hlæja. Og brátt hlógu allir, en enginn vissi að hverju var hlegið í rauninni. Anthony kom Cherry ómjúklega fyrir í bíl- sætinu. Áður en hún gæti fengið áttað sig, hafði hann stungið hendinni ofan í hólfið á hurðinni, dregið þar upp snærisspotta og bundið hendur hennar og fætur. Síðan batt hann fyrir munn- inn á henni og settist sjálfur upp í bilinn og setti hann af stað. Þau þutu eftir skógargöt- unni, komu brátt út á þjóðveginn og héldu styttstu leið til Hollywood. Cherry hóstaði og sparkaði með samanbundn- um fótunum. Anthony teygði sig eftir saman- brotnum frakka, sem lá í aftursætinu og breiddi hann yfir hana. „Það er bezt að þú heyrir það strax, að nú flytur þú inn í íbúð mína eða ég inn í hús þitt,“ sagði hann og horfði fram á veginn. „Það er sama hvort heldur er. Síðan setjum við fréttina í blöðin og förum vikutíma í brúðkaupsferð í bílnum mínum. Lengri getur ferðin ekki orðið að þessu sinni. Ég verð að koma hingað aftur og ljúka við kvikmyndarskrattann. En nú er farið að blæða aftur úr enninu á mér.“ Hann þerraði það með vasaklútnum. Cherry barðist um á hæl og hnakka. „Eg skal taka klútinn frá munninum á þér, en í þetta skipti sleppur þú ekki frá mér.“ Hann leysti klútinn. „Ég vil ekki búa með þér, þó — þó,“ hvæsti Cherry og hnerraði um leið. „Jú, það viltu," sagði Anthony. „Og þú munt kunna vel við það.“ Hann lagði handlegginn ut- an um hana og hægði ferðina. „Þau koma á eftir okkur eftir skamma stund. Þetta er til einskis fyrir þig, Cherry." „Ef þú nemur staðar um stund og l'eysir hend- ur mínar-------,“ sagði hún litli| síðar. Hann leit á hana. „Þú kemst ekki langt, ef þú ætlar að ganga í svona klæðnaði." „Ég kæri mig ekki um að ganga," sagði hún. „Ágætt!" Hann ók út á vegarbrúnina og stöðv- aði bílinn. Þar skar hann af henni böndin. „Skollinn eigi þetta allt," sagði hann þá. „Ég hélt að ég hefði dug í mér til að gera þetta. En ég get það ekki. Ég skal aka þér aftur þangað Sögulok á bls. 7. Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbixm: Já, ég ætla að fá þennan sparibauk. Ég vil, að sonur minn verði sparsamur. Ekkert er eins áríðandi og að kenna bömunum að spara, meðan þau eru ung. Búðarmaðurinn: Laukrétt. Ég fékk einn svona fyrir strákinn minn. Hann gleypti alltaf peningana, sem ég gaf honum. , Lilli: Do-do! Pabbinn: Sjáðu nú, Lilli. Ég þrýsti á, þar sem stendur ein króna og þá opnast skúffan, og ég læt krónuria I hana. Mamman: Lilli á ábyggilega eftir að verða bankastjóri. Pabbinn: Hvað er nú að þessu? Það er ekki hægt Bam .... að opna skúffuna. Ég verð að opna hana. Ef ég get ekki opnað hana, verð ég að vita, hvað er því til fyrirstöðu. Mamman: Ég ætla að ná í hamar. Pabblnn: Drottinn minn! Sleginn í rot fyrir eina krónu. Lilli: Da-da-do-go!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.