Vikan


Vikan - 15.04.1948, Blaðsíða 7

Vikan - 15.04.1948, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 16, 1948 7 Eftir tuttugu ár — Framhald af bls. 4. inn og sagði að Smith. oskaði eftir sam- tali. „Nei, það er ekki sá sami og í dag,“ flýtti hún sér að segja, þegar hún sá undr- unarsvipinn á Jeanne. „Hann . . . hann er . . . ég á við að yður muni lítast vel á hann . . .“ „Hvað vill hann mér?“ „Hann spurði hvort það gæti verið eitt- hvert starf hér laust fyrir sig.“ „Hefir hann meðmæli?" spurði Jeanne stuttlega. „Nei, en . . .“ „Hefir hann einhverja þekkingu á verzl- unargrein okkar?“ sem við vorum. Þú getur sagt þeim, að ég hafi .allt í einu fengið sólstungu. Það getur verið satt, sem þú segir, að þú hatir mig.“ „Við höldum til Hollywood,“ sagði Cherry. „Ég get ekki eytt hveitibrauðsdögum mínum í þess- um tötrum, Múlli!“ Hún lá i faðmi hans og ýmist hló eða grét. Hann kyssti hana, en hún losaði sig. „Flýtum okkur,“ sagði hún og þau óku áfram. „Hjónaband okkar verður vafalaust ófriðsamt,“ sagði hann. „Þú ert algjör andstæða þeirrar . konu, sem ég hafði hugsað mér að gæti orðið konan mm--------og ég hefi viðbjóð á kvikmynd- unum þínum —.“ „Og hvað mig snertir, þá fer ég aldrei með þér í þessi ævintýraferðalög þín. Hvað segir þú við þvi?“ „Ég veit ekki,“ sagð' Anthony og var hugsi. „Kannske hætti ég þeim og sný mér að atvinnu- grein þinni. Ég gæti átt mér íramavon í þeirri grein." Hann gaut til hennar homauga. „Keppi- nauturinn gæti kannske haft taumhald á þér, frú Araberton ?“ „Kannske," viðurkenndi hún. En þá flaug henni í hug Boycie og amma hennar. „En Boycie mun .skilja mig og hún mun segja Lucy van Steeden fréttina — og Lucy van Steeden mun —.“ „Amma mun sennilega svifta mig arfi,“ sagði hún. „Það er ekki hollt fyrir þig að hafa meira fé undir höndum en það, sem ég get látið þig fá,“ sagði Anthony. „Þegar hún kemst að því, finnst henni tilgangslaust að gera þig arflausa!" „Sennilega hleyp ég frá þér minnst tuttugu sinnum á ári og þú jafnoft frá mér — og-------,“ stamaði Cherry. „Við leitum alltaf aftur hvort til annars,“ sagði Anthony blíðlega og þrýsti henni fast að sér um leið og hann tók stýrið með annarri hendi. „Við erum bæði hálfvitlaus, við eigum sammerkt með það; það vitum við. En við eigum engu siður saman fyrir það og við elskum hvort annað.“ Anthony herti ferðina. „Ég vona, að þér sé ekki kalt?“ sagði hann. „Við eigum langan akstur fyrir höndum. Ég ek þér heim og bið meðan þú setur niður fötin þín. Ég læt þig fá hálftíma til þess. Síðan tek ég sjálfur dótið mitt á hótelinu —.“ „En hvert er svo förinni heitið?“ spurði Cherry, „til himnaríkis eða helvítis?" „Ég veit ekki,“ svaraði hann. „En skiptir það nokkru máli?“ yNei,“ svaraði Cherry. „Ekki ef ég fæ bara að vera hjá þér.“ — ENDIR — „Nei, en . . .“ „Góða ungfrú Grant . . . verið ekki svona teprulega viðkvæmar. Segið Smith að fara.“ Lorna fór aftur fram í fremri skrifstof- una, þar sem ungi maðurinn beið. „Jæja?“ spurði hann eftirvæntingar- fullur. „Heppnaðist það?“ „Því miður gat ég ekkert gert. Mér þyk- ir það svo leitt . . .“ „Góða mín . . . það er ekki yðar sök,“ svaraði hann glaðlega og fór. En tveimur mínútum síðar kom hann aftur. „Mig langar svo til að fá að hitta yður aftur,“ sagði hann alvarlega. „Gætuð þér ekki lofað mér að sjá yður seinni part- inn í dag — eftir skrifstofutímann . . .“ „Til hvers?“ spurði Lorna. „Það er einmitt það sem mig langar til að segja yður þá.“ Þau stóðu þögul í nokkrar mínútur og horfðust í augu. Síðan brosti Lorna. „Ég fer götuna meðfram skurðinum heim i kvöld,“ sagði hún. Þegar Smith skömmu eftir fór út úr húsinu, horfði dyravörðurinn á eftir hon- um og hugsaði með sér að pilturinn hlyti að hafa fengið stöðuna, sem hann hefði sótt um. Annars væri hann ekki svona glaður á svipinn. Jeanne fór snemma heim frá skrifstof- unni þennan dag. Hún reikaði hægt eftir breiðum, skuggasælum veginum, sem lá með fram skurðinum. Hún settist á bekk og horfði út yfir Ijósgráan vatnsflötinn, þar sem trén sþegluðust með ljósgræn, ný- útsprungin blöð sín. Hún og Kristófer höfðu einmitt setið saman á þessum sama bekk fyrir tuttugu og tveim árum, þá ung og hamingjusöm. Allt í einu þreif hún dauðahaldi í hlið- ararm bekkjarins. Kristófer kom gang- andi til hennar, ungur og spengilegur eins og í gamla daga. Jafnvel í þessari f jarlægð þekkti hún höfuðburð hans, sem einkenndi hann svo mjög og öruggt göngulagið. Þetta var Kristófer — og þó var þetta ekki hann. Þegar ungi maðurinn var kominn að bekknum tók hann kurteislega ofan. „Má ég setjast?“ spurði hann. „Gjörið þér svo vel,“ svaraði Jeanne'og reyndi að tala rólega. „Ég er nefnilega að bíða hér eftir stúlku,“ sagði hann. „Ég skil,“ muldraði Jeanne. Hún horfði á hendur hans, þegar hann dró fram vindl- ing og kveikti í honum. Þetta voru hend- ur Kristófers, langar, grannar en þó vöðva- stæltar hendur með skakkri löngutöng. „Læknishendur!“ hugsaði Jeanne. „Já, þetta hlaut að vera Dermod, sonur Kristó- fers.“ Hún horfði í augu hans. Þau ljómuðu af gleði og kæti. Og bros lá í hrukkunum við augnakrókana. „Hann er hamingjusamur,“ hugsaði Je- anne. „Jafnvel þótt hann fái ekki að verða læknir!“ I sama bili sá Jeanne hvar ung stúlka kom gangandi eftir veginum. Dermod spratt á fætur og flýtti sér á móti henni. Þegar hann náði henni, sneru þau við og gengu hægt sömu leið og hún hafði komið. „Þetta var þá Loma!“ tautaði Jeanne í hálfum hljóðum. Hún sat lengi og starði fram fyrir sig. En hvað hann hafði verið hamingjusamur á svipinn, þegar hann skundaði til móts við hana. Góðmennskan hafði ljómað úr svip hans — svona voru menn þegar þeir voru ástfangnir. Jeanne hrökk upp úr hugsunum sínum. Síðan stóð hún upp og hraðaði sér heim. Iiún þurfti að ráðstafa einu sem fyrst. Tveim dögum síðar var stjórnarfundur hjá fyrirtækinu. Jeanne sat fyrir borðs- endanum með skjöl og reikninga fyrir framan sig. „Hvað viðvíkur útibúinu í Birming- ham,“ sagði hún, „þá vil ég stinga upp á að Herberth Carruther taki við stjórn þess. Hann er tuttugu og sjö ára og hefir starfað við fyrirtækið í sextán ár og hefir ljómandi góð meðmæli. En það er annað, sem ég vil tala um við ykkur. Það var einu sinni minnzt á það að koma á fót úti- búi í VesturEnglandi, en ekki varð þó af því, þar sem óttast var að það gæti orðið rekstrarhalli á því. En nú vil ég að þessari hugmynd verði hrundið í framkvæmd. Ég hefi hugsað mér að leggja sjálf fram fé til þess. Ef halli verður á því, verð ég ein fyrir tapinu. En ef hins vegar kemur í ljós eftir tvö ár að þetta útibú ber sig vel, rennur það inn í aðalfyrirtækið eins og hinar deildirnar, og ég vil aðeins fá 3% í vexti.“ „Þetta er glæsilegt tilboð,“ sagði einn deildarstjórinn. „Hafið þér hugsað yður hver ætti að taka við stjórn þess, ungfrú Chalmers?“ „Já, ég held að ég hafi fundið þann rétta,“ svaraði hún fastmælt. Það var orðið áliðið sumars. Það hafði verið kveikt upp í arninum á skrifstofu Jeanne Chalmers sökum þess hve kalt var í veðri. Það logaði glatt og eldurinn varp- aði ljóma á eitthvað gyllt á hendi Lornu Grant. „Trúlof unarhringur! ‘ ‘ sagði Jeanne SKRÍTLUR 1. kona: Og allt í einu heyrði ég eitthvert þrusk, þaut framúr og sá þá fót standa fram- undan rúminu. 2. kona: Og’ þar hafði þá innbrotsþjófurinn falið sig? 1. kona: Nei, það var maðurinn minn. Hann hafði heyrt þruskið á undan mér. Kennarinn: Hvað hefurðu mörg rifbein? Nemandinn: Ég veit það ekki, mig kitlar svo, að það hefir aldrei verið hægt að telja þau. Jónas: Mikið kenni ég I brjóst um þig, kæri vinur. Gunnar: Nú, hvað kemur til? Jónas: Konan mín fékk sér nýjan hatt í gær og ætlar að heimsækja konuna þína í kvöld!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.