Vikan


Vikan - 15.04.1948, Side 9

Vikan - 15.04.1948, Side 9
VIKAN, nr. 16, 1948 9 I' t*4. . Þessi gömlu hjón eru að leggja upp í fyrstu flugferð sína, frá Los Angeles á vesturströnd Bandarikjanna til Stokkhólms. Þau eru sænsk, en hafa átt heima í Ameríku i tuttugu og fjögur ár, og ætla nú að hverfa heim. Hann heitir Olaf Anderson, er 83 ára og blindur. Konan heitir Augusta, er 84 ára og heymarlaus. Fréttamyndir Þetta eru nýjar orustuflugvélar, knúnar þrýstilofti, sem 'ameriski flugherinn mun taka í notkun nú í vor, til æfingarflugs fyrir vara- flugmenn. Þær eru kallaðar „Shooting Stars“ (Stjömuhröp). Sex vélbyssur em í stefninu, og skjóta þær 1200 skotum á mínútu. Þetta er mynd af brezku konungshjónunum og yngri dóttur þeirra, Margaret Rose, prinsessu. Þau em að koma úr hinni árlegu heim- sókn sinni til Skotlands. Hörð barátta hefir undanfarið staðið milli félagssamtaka hljóðfæraleik- ara í Bandaríkjunum og grammófónfélaganna, um launakjör og fleira í sambandi við tónlist á plötum eða ,,niðursoðna tónlist" eins og Ameríku- menn kalla hana. Mynd þessi er af forustumanni hljóðfæraleikaranna, J. C. Petrillo, sem þykir harður i hom að taka, og hefri verið kallað- ur „keisari hljóðfæraleikaranna“. 7. Thomas Edmund Dewey, fylkisstjóri í New York, og sonur hans. Er Dewey þama í heimsókn hjá tengdaforeldrum sínum og eru þeir feðgam- ir góðir kunningjar ungu kynslóðarinnar í Sapula, þar sem foreldrar frú Dewey búa.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.