Vikan


Vikan - 15.04.1948, Qupperneq 11

Vikan - 15.04.1948, Qupperneq 11
VTKAN, nr. 16, 1948 11 12 Framhaldssaga: Grunsamlegár persónur Sakamálasaga eftir Dorothy L. Sayers ■■■■■■■■■■■■■■■■■ Raunar man ég, að það voru nýir hjólbarðar á þvi. Það ætti að hjálpa." „Og svo er það hjól Farrens.“ „Já, líka það. Annars er svo mikið af hjólum hér í Kirkcudbright og Gatehouse, að morðingj- anum hefði ekki átt að vera skotaskuld að ná sér í hjól og skila því aftur, án þess að nokkur hefði tekið eftir því.“ „Það er rétt,“ sagði lögregluforinginn. „En ég ætla samt að senda út þessa lýsingu." 10. Dalziel yfirlögregluþjónn. Dalziel var úrillur og þreyttur þegar hann vaknaði á fimmtudagsmorguninn. Hann hafði reiknað með unga manninum í Stranraer. Að fá tilkynningu um morð á hádegi á þriðjudag og vera búinn að ná morðingjanum klukkan hálfsjö morg- uninn eftir, það hefði verið vel af sér vikið. En nú varð hann að byrja á byrjuninni aftur. Hinar simdurleitu og mótsagnakenndu fréttir frá Kirk- cudbright komu honum í vandræði. Hann hafði líka orðið fyrir vonbrigðum út af hjólreiðamann- inum í Girvan. Það hlaut að vera hægt að finna hann og hjólið hans. Þessar fyrirspumir gegnum síma voru aldrei fullnægjandi. Það var ekki um annað að gera, bjóst hann við, en fara sjálfur. Hann tautaði gremjulega fyrir munni sér um leið og hann fór upp í gamla bílinn sinn. Hann tók Ross með sér til aðstoðar og ók af stað til að afla sér lýsingar á hjólinu. Hann byrjaði í Anwothhótelinu. Þar gat hann náð tali af eigandanum sjálfum. Upplýsingam- ar, sem hann fékk, voru nægar að vöxtum. Hann þurfti að gera leit að sex ára gömlu Raleigh- hjóli, með tveim nýjum Dunlop-hjólbörðum. Grind- in var máluð svört; annað handfangið var lítið eitt brotið; bjölluna vantaði og bremsumar voru lélegar. Verkfærataska með verkfæmm var á þvi; pumpa á þverslánni og bögglaberi aftan á því. Dalziel skrifaði allt þetta hjá sér, lofaði öllu góðu og fór síðan. Honum gekk ekki eins vel heima hjá Waters. Frú McDeod hafði horft á hjólið vikum saman í anddyrinu hjá sér, en hafði samt mjög óljósa hugmynd um, hvemig það leit út. Það var „gam- all skrjóður", á litinn eins og „venjulegt hjól“; hún mundi ekkert hvað á því var; þó hélt hún, að lugt hefði verið á þvi, og hún hafði enga hug- mynd um, hverrar tegundar það var. En litli strákurinn hennar var betur að sér. Hann sagði, að það hefði verið gamalt Humber- hjól, kolryðgað, og hvorki bjalla né lugt né pumpa á því. „En það var nafn herra Waters á litlu spjaldi á töskunni," bætti hann við, hreyk- inn yfir að geta gefið þessar upplýstngar. „Já, en ég býst nú ekki við, að það sé þar ennþá," sagði Dalziel. Hann fór næst til frú Farren. Þar fékk hann í fyrstu engar upplýsingar. Frú Farren „hafði ekki hugmynd um“, hverrar tegundar hjól manns- ins hennar var. Hún baðst afsökunar á, að hún skyldi vera svona fáfróð í þessum sökum, og gaf Dalziel í skyn, að slíkir smámunir væm fyrir neðan sjónarsvið listamannsins. „Ég er viss um, að ég get ekki einu sinni nagt ykkur, hverrar tegundar hjóliö mitt er,“ sagðl hún. „Hm,“ sagði Dalziel og datt nokkuð í hug. „Viljið þér lofa mér að sjá hjólið yðar, frú?“ „Sjálfsagt." Hún fylgdi þeim út í skúr og benti þeim á hreinlegt, velhirt Subeam-reiðhjól, ekki nýtt, en vel smurt og. í góðu lagi. „Þér hugsið vei um hjólið yðar,“ sagði Dal- ziel í viðurkenningartón. „Ég kann bezt við, að allt sé hreint og vel- hirt,“ sagði frú Farren. „Var hjólið mannsins yðar keypt um sama leyti og þetta?“ spurði Dalziel? „Nei, það er nýrra.“ „Jæja,“ sagði Dalziel og varð fyrir vonbrigð- um. „Ætli herra Farren fari ekki að koma heim bráðum? Þér hafið vænti ég ekki heyrt neitt frá honum?“ „Nei. En það er ekkert imdarlegt við það. Hann er stundum að heiman dögum saman. Þér vitið, hvemig karlmenn em, einkum listamenn og veiði- menn." ,,0-já,“ sagði Dalziel samsinnandi. „Jæja, ef við rekumst einhvers staðar á hann, þá skulum við segja honum, að hans sé vænzt heima. Má ég segja eitt orð við vinnustúlkuna ? Það getur verið, að hún viti, hverrar tegundar hjólið er.“ „Jeanie? Já, sjálfsagt, — en ég efast um, að hún hafi hugmynd um það. Eg er alltaf að segja henni að taka betur eftir — þó að ég sé henni því miður lítil fyrirmynd í því efni. En segið mér, hvers vegna —?“ Hún þagnaði og greip með hendinni fyrir kverk- ar sér, eins og hún ætti erfitt með að tala, eða eins og hún væri hrædd við svarið. „Hvers vegna? Hvað ætluðuð þér að segja?“ „Hvers vegna eru þér að spyrja svona mikið um hjólið mannsins mins?“ „Dalziel horfði hvasst á hana eitt andartak, svo leit hann undan og sagði glaðlega: „Það er ekkert alvarlegt. Nokkurra reiðhjóla hefir verið saknað að undanfömu, og við höfum fundið tvö eða þrjú hjól hjá reiðhjólasala, sem hann getur ekki gert grein fyrir. Við erum því að leita fyrir okkur í héraðinu til þess að vita, hvort við getum ekki fundið eigenduma að þeim. En þér emð viss um, að herra Farren hafði hjól- ið með sér?“ „Að því er ég bezt veit. Að minnsta kosti fór hann á því. En —• ég veit auðvitað ekki — hann getur hafa skilið það eftir einhvers staðar, — um það get ég ekkert sagt. Það getur verið, að því hafi verið stolið frá honum síðan á mánu- dag. Ég, — hafið þið fundið það nokkurs stað- ar?“ Hún stamaði og varð vandræðaleg undan hvössu augnaráði Dalziels. „Ég er viss um,“ sagði Dalziél við sjálfan sig, „að hún veit vel, að það er eitthvað sérstakt í sambandi við hjólið, og að hún veit ekki, hvort hún á að segja mér, að maðurinn hafi farið með það eða ekki.“ Jeanie; reyndist jafnfáfróð um hjólið og vænta mátti, og gaf ekki aðrar nýjar upplýsingar en þær, að herra Farren hefði verið vanur að hreinsa hjólin sjálfur og hefði hugsað vel um þau. I reiðhjólaverzlun einni í bænum fékk hann greiðari svör. Hjólið var Raleígh-hjól, ekki nýtt, en í góðu ástandi, svart, með gljáfægðum hand- föngum. Verzlunin hafði látið nýjan Dunlop-hjól- barða á afturhjólið fyrir fáum vikum; fremri hjólbarðinn var sömu tegundar og um sex mán- aða gamall. Bjalla, bremsur og ljósker var allt i góðu lagi. Að fengnum þessum upplýsingum fór Dalziel til Girvanstöðvarinnar. Þar fann hann burðarkarl, miðaldra mann að nafni McSkimming, sem end- urtók fyrir hann skýrsluna, sem hann hafði þeg- ar gefið stöðvarstjóranum. Von var á lestinni frá Stranraer klukkan 13.06 og á þriðjudaginn hafði hún komið stundvislega. Hún var rétt komin á stöðina, þegar maður hafði komið brunandi á hjóli. Hann hafði kallað til McSkimming, sem tók eftir, að hann talaði með suðurlenzkum hreim. Hann hafði beðið McSkim- ming að skrá hjólið til Ayr, og burðarkarlinn hafði leitt það yfir að kassanum, þar sem merki- spjöldin voru geymd. Meðan hann var að merkja það, losaði maðurinn litla leðurtösku, sem var á bögglaberanum, og sagðist ætla að taka hana með sér í vagninum. Með því að tíminn var naum- ur, hafði hann tekið veski upp úr vasa sínum og beðið McSkimming að kaupa fyrir sig þriðja farrýmis miða og reiðhjólamiða til Ayr. Þegar McSkimming kom aftur með miðana, stóð mað- urinn við dymar á þriðja farrýmis reykingavagni. Hann rétti honum miðana, fékk þjórfé sitt og lét svo hjólið í vöruvagninn. Rrétt á eftir fór lestin af stað. Nei, hann hafði ekki veitt andliti mannsins sér- staka athygli. Hann var í gráum flónelsfötum og með köflótta derhúfu, og hafði hvað eftir ann- að strokið sér í framan með vasaklútnum, eins og hann væri sveittur eftir að hafa hjólað í sól- skininu. Um leið og hann afhenti þjórféð, hafði hann haft orð á því, að hann væri feginn, að hann skyldi hafa náð lestinni, og að það hefði verið erfið ferð frá Ballantrae. Hann var með lítið eitt reyklituð gleraugu — eins og þau, sem notuð eru til að hlífa augunum gegn sólinni. Hvort hann var nauðrakaður eða með lítið yfir- skegg, vissi McSkimming ekki. Hann hafði ekki haft tíma til að taka eftir smáatriðum, auk þess hafði hann verið lasinn, haft slæman magaverk, og það hafði hann raunar enn í dag. Dalziel lét í ljósi samúð sína og spurði, hvort hann héldi, að hann mundi geta þekkt manninn eða hjólið, ef hann sæi það aftur. Það vissi burðarkarlinn ekki — hélt þó frekar ekki. Hjólið hafði verið gamalt og rykugt, Hann hafði ekki tekið eftir merkinu. Það var ekki í hans verkahring. Hans hlutverk var að merkja það til Ayr, og það hafði hann gert, og síðan sett það í vöruvagninn, og meira vissi hann ekki. Þetta var nú gott og blessað, svo langt sem það náði. Bögglaberi hafði verið á hjólinu, en það var algengt. Það hafði verið gamalt að sjá og því ekki líklegt, að það væri hjól Farrens, en það gat hafa verið annað hvort hinna. A þvi virtist enginn efi, að maðurinn og hjólið — hver sem hann var, og hvert sem það var — hafði farið með lestinni klukkan 13.11 til Ayr. Dalziel þakkaði burðarkarlinum fyrir upplýs- ingarnar, launaði honum ómakið og fór aftur inn í bílinn sinn. Hann leit á áætlunina og sá, að lestin hafði aðeins einn viðkomustað á leið- inni til Ayr, og það var í Maybole. Það var viss- ara að koma þar við og spyrja, hvort farþeginn hefði farið þar úr, í staðinn fýrir að halda á- fram til Ayr. I Maybole átti hann tal við stöðvarstjórann og fékk að vita, að aðeins tveir farþegar hefðu farið úr lestinni frá Stranraer á þriðjudaginn. Báðri voru kvenmenn og hvorug hafði hjól. Þetta var ekki annað en við mátti búast. Stöðvarstjór-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.