Vikan


Vikan - 15.04.1948, Síða 12

Vikan - 15.04.1948, Síða 12
12 VTKAN, nr. 16, 1948 inn sagði ennfremur, að allir farmiðar frá Ayr með þessari lest væru teknir í Maybole. Átta þriðja farrýmis miðar höfðu verið afhentir, þar með talinn miði frá Girvan. Aðalskrifstofan í Glasgow bar saman selda miða og afhenta, og kæmi í ljós skekkja, var það alltaf tilkynnt inn- an þriggja daga, það myndi því upplýsast á morg- un, ef eitthvað hefði verið athugavert við mið- ana þenna dag. Farmiðinn fyrir hjólið geymdi farþeginn þangað til hann tók hjólið í Ayr. Dalziel bað þess, að ef eitthvað grunsamlegt kæmi í ljós við þessa miða, yrði hann látinn vita strax, og svo ók hann af stað til Ayr. . Ayr er allstór stöð — skiptistöð fyrir nokkr- ar línur. Aðallínan frá Stranraer til Glasgow ligg- ur beint í gegnum stöðina. Austan við aðallín- una er aðalbrautarpallurinn og þar er miðasala og aðalinngangur. Dalziel spurðist fyrst fyrir um farmiðann fyrir hjólið. Bækurnar sýndu, að miði, sem gefinn hafði verið út í Girvan fyrir tuttugu og fimm mílna ferð, hafði verið afhentur í Ayr. Næsta spuming var: hverjum hafði miðinn verið af- hentur? Með því að allir farþegamiðar höfðu verið afhentir i Maybole var ólíklegt, að nokkur miðasafnari hefði verið viðstaddur í þetta sinn. Sennilegt var því, að burðarkarlinn, sem tók hjólið úr vöruvagninum, hefði tekið við miðanum. Dalziel og Ross yfirheyrðu burðarkarlana, en allri voru vissir um, að þeir hefðu ekki tekið hjól úr lestinni frá Stranraer á þriðjudaginn. Einn þeirra rámaði samt eitthvað í einhvern miða. Eftir að hann hafði fylgt nokkrum farþegum út úr lestinni, hafði hann farið aftur í vöruvagn- inn til að sinna farangrinum. Vörðurinn hafði þá rétt honum farmiða fyrir reiðhjól og sagt, að maðurinn hefði sjálfur tekið hjólið. Burðar- karlinn hafði álitið þetta lúalega tilraun til að losna við að gefa þjórfé, en hann bjóst við, að maðurinn hefði verið að flýta sér, þvi að vörð- urinn hafði séð hann hlaupa með hjólið í átt- ina til útgönguhliðsins. Dalziel spurði, hvort sami lestarvörðurinn yrði með lestinni i dag. Burðarkarlinn játti því og Dalziel ákvað að bxða og ná tali af honum, þeg- ;ar hann kæmi. Á meða þeir biðu, gætu þeir fengið sér að borða og síðan reynt að finna ein- hvern, sem hafði# séð hjólreiðamanninn fara frá stöðinni. Þeir Dalziel og Ross ræddu málið yfir matn- um. Það gæti tekið nokkuð langan tíma að rekja slóð hjólreiðamannsins eftir að hann fór frá Ayrstöðinni, og nauðsyn bar til, að Dalziel kæmist aftur til Newton-Stewart, eins fljótt og unnt var, til þess að vera í sambandi við Mac- pherson. Það var margt, sem spyrjast þurfti fyrir um í Glasgow, og gagnlegt gæti orðið að ná í myndir af öllum, sem grunaðir voru, ef tak- ast mætti með því að þekkja hjólreiðamanninn. Með því að allir mennimir voru kunnir listamenn, var trúlegt, að hægt yrði að fá myndir af þeim hjá fréttastofum í Glasgow, og væri það betra heldur en að biðja um þær í Gatehouse og Kirk- cudbright, sem gæti orðið til þess, að hinir grun- uðu yrðu varari um sig. Það væri því ákveðið, að Dalziel færi með lestinni frá Stranraer og héldi til Glasgow og ætti tal við lestarvörðinn á leiðinni. Ross átti að hafa bílinn og halda á- fram rannsóknum eftir því, sem unnt var, og gefa öðru hvoru skýrslu um þær til Newton- Stewart. Ef hann kæmist á spor hjólreiðamanns- ins, þá átti hann að fylgja því, og taka mann- inn fastan, ef nauðsyn krefði. Lestin kom klukkan 13.48 og Dalziel fór upp í hana eftir að hann hafði fullvissað sig um, að lestarvörðurinn væri sá sami og verið hafði á þriðjudaginn. Um leið og lestin rann af stað, sá Dalziel, að Ross var í samræðum við mann- inn í blaðsöluskúmum. Ross var duglegur og á- hugasamur, og Dalziel var viss um, að hann myndi ekki láta sitt eftir liggja. Dalziel ósk- aði, að hann hefði talið ástæðu til að taka sjálf- ur að sér það, sem Ross átti nú að gera; það var ólíkt tilbreytingaríkara og skemmtilegra en það, sem hans beið. En það var engan veginn víst, að þessi hjólreiðamaður væri nokkuð við- riðinn glæpinn, og ekki dygði, að maður í hans stöðu eyddi löngum tíma í að rekja villuspor. Hann fór aftur til varðarins. J Vörðurinn mundi vel eftir atburðinum með hjól- ið. Lestin hafði varla numið staðar á stöðinni, þegar farþegi — ungur maður með köflótta der- húfu, í gráum flónelsfötum og með sólgleraugu — hafði komið hlaupandi eftir brautarpallinum aftur að vömvagninum. Hann hafði yrt á vörð- inn og sagzt þurfa að fá hjólið sitt strax, því að hann mætti engan tíma missa. Burðarkarl- arnir voru allir fremst við lestina, og vörðurinn MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Það er gaman að skoða búðarglugga! , 2. Og fylgjast með, hvort nokkuð nýtt hefir bætzt við síðan seinast. 3. Búðarmaðurinn: Því miður höfum við ekki fengið neitt nýtt. Drengurinn: Það var nú lakara. 4. Búðarmaðurinn: Ég skal láta þig vita, ef við fáum eitthvað! Það virðist þegar vera orðið ærið áskipað hjá drengnum! ' hafði sjálfur opnað vömvagninn og rétt mann- inum hjólið, en leit fyrst á merkispjaldið til að fullvissa sig um, að það væri rétt hjól. Það var merkt til Ayr, og hann mundi, að það hafði verið látið um borð í Girvan. Maðurinn þiýsti miðanum í lófa varðarins, ásamt einum shilling í þjórfé, og lagði strax af stað með hjólið í átt- ina til útgönguhliðsins. Vörðurinn tók einnig eft- ir, að farþeginn hafði verið með litla handtösku. Hann hafði ekki horft á eftir honum út um hlið- ið, því að hann þurfti að sinna öðm. Áður en hann fór, hafði hann rétt burðarkarli miðann fyrir hjólið og beðið hann að koma honum til skila. Dalziel bað næst um lýsingu á farþeganum. En hxin var ekki auðfengin. Vörðurinn hafði að- eins séð hann í hálfa mínútu. Hann gizkaði á, að hann væri milli þrítugs og fertugs, méðal- maður á hæð og annað hvort nauðrakaður eða með litið, ljóst yfirskegg. Áreiðanlega ekki dökkt yfirskegg; vörðurinn þóttist viss um, að hann hefði tekið eftir því. Hárið hafði hann ekki séð að heitið geti fyrir húfunni, en hafði þó einhvem veginn fengið þá hugmynd, að það hefði verið ljóst, kannske skollitað. Augun bak við gleraug- un höfðu að minnsta kosti ekki verið dökk, sennilega blá eða grá. Vörðurinn hafði, æins og burðarkarlinn í Girvan, tekið eftir suðurenska hreimnum í röddinni. Vörðurinn taldi líklegt, að hann mundi geta þekkt manninn á mynd, en þó var hann ekki viss um það. Það var ekkert sérstakt við manninn, nema hreimurinn í rödd- inni og gleraugun. Hjólið var gamalt og slitið. Vörðurinn hafði ekki tekið eftir merkinu á því, en hann hafði tekið eftir, að hjólbarðarnir voru tiltölulega nýir. Dalziel kinkaði kolli. Svo fór hann aftur inn í vagnklefa sinn og sat við að skrifa hjá sér þær upplýsingar, sem hann hafði fengið, þangað til lestin nam staðar við St. Enoch-stöðina. Þar þurfti hann ekki annað að gera en spyrj- ast fyrir um, hvort miðunum, sem komið höfðu inn á þriðjudaginn, hefði verið skilað til aðal- skrifstofunnar í Glasgow. Þegar honum hafði verið sagt, að svo væri, fór hann til aðalskrif- stofunnar og náði tali af skrifstofustjóranum. Athugun leiddi í ljóst, að allir miðar höfðu komið til skila. Getgáta Wimsey um, að Wat- ers kynni að hafa farið frá Kirkcudbright með miða til Glasgow, en svo farið úr á leiðinni, var bersýnilega röng. Ef hann hafði farið með lest- inni klukkan 8,45, án þess að ungfrú Selby og ungfni Cochran tækju eftir honum, hlaut hann að hafa keypt sér miða til einhverrar millistöðv- ar.. En það virtist engin ástæða til að ætla, að hann hefði yfirleitt farið með þessari lest. Waters hafði blátt áfram horfið og tekið hjólið sitt með sér. Var það, eða var það ekki, hjólið hans, sem farið hafði til Ayr? Dalziel minntist þess, að Andrew litli hafði fyrir skömmu sett nýja hjól- barða á hjólið sitt, og honum fannst sennilegra, að það hefði verið hans hjól, en þó bar þess að gæta, að hann vissi ekkert, hvemig hjólbarðamir á hjóli Waters voru á sig komnir. Hann spurði um miða Fergusons, og fannst harm fljótt, því að hann var eini fyrsta farrýmis miðinn frá Gatehouse til Glasgow þenna dag. Hann hafði verið gataður í Maxwelltown, milli Gatehouse og Dumfries, og aftur í Hurlford og Mauchine, milli Dumfries og St. Enoch-stöðvar- iimar, og var það næg sönnun þess, að Fergu- son hafði farið alla leiðina, eins og hann hafði sjálfur sagt. Dalziel var ekki ánægður með þetta og lét kanna alia miða, sem seldir höfðu verið á þriðju- daginn -á öllum stöðvum í minna en fimmtíu mílna fjarlægð frá Newton-Stewart, ef ske kynni að eitthvert misræmi kæmi í ljós, og því næst fór hann á aðallögreglustöðina í Glasgow. Þaðan sendi hann út fyrirspumir um hjólreiða- mann, sem sézt hafði á veginum milli Barg- rennan og Girvan milli klukkan 11 og 13.11 á þriðjudag, og einnig um aðra hjólreiðamenn, sem kynnu að hafa sést í nágrenni Ayr síðdegis á

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.