Vikan


Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 9

Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 23, 1948 9 Fréttamyndir Þessi mynd er af Harry Goldblatt, lækni í Kalifomíu, sem sagt er að sé að gera tilraunir með „langlífis- serum“ á 5000 Kalifomíumönnum. Rússneski læknirinn dr. Alexander Bogolometz fann upp þetta serum, og fullyrti hann, að það gæti lengt æfi mannsins um áratugi. Þessi mynd er af dr. Hubertus J. Van Mook, landstjóra Hollendinga í Austur-Indíum. Hann er að stíga á land í New York á leið til Washing- ton, þar sem hann ætlar að ræða við George Marshall utanríkisráðherra um ástandið í Austur-Indíum. Suzanna Weiler (önnur frá vinstri), 14 ára gömul stúlka í Pittsburgh í Bandaríkjunum, hefir tvisvar fengið heiðurspening fyrir björgunarafrek. Óður hundur komst inn í skólann þar, sem hún var nemandi, og beit skólabömin hvert á fætur öðm, 35 alls, þar á meðal Suzanne. En Suz- anne lagði ekki á flótta, henni tókst að króa hann af i skólastofu og halda aftur gininu á honum þangað til hjálp barst. Alfred Waldron, sem hefir það að atvinnu að taka fréttakvikmyndir, sést hér ásamt sjö ára syni sínum, Alfred, á sjúkrahúsi í Flórída. Þeir vom á fiskiveiðum á vélbáti ásamt öðmm syni Waldrons, Richard, sem var fimm ára, þegar sprenging varð í vélinni og þeytti þeim í sjóinn. Wald- ron synti í gegnum logandi olíu á sjónum, tók sinn drenginn undir hvom handlegg og reyndi að synda í land. En hann hafði slasazt við kvikmyndatökur í Abessiniustyrjöldinni á öðmm handlegg og missti þvi takið á Richard. Björgunarbátur fann lik drengsins. Pius páfi XII. sést hér eftir að hafa talað til 50.000 fulltrúa á þingi hins „Kaþólska athafnafélags“ (Men of Catholic Action), sem safnazt höfðu saman á Péturstorginu í Róm. Páfinn sagði: „Timi ihugana og ráðagerða er liðinn. Nú er timi athafnanna kominn."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.