Vikan


Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 2

Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 1, 1949 PÓSTURINN Kæra Vika mín! Mikið værir þú dásamleg, ef þú vildir svara þessum spurningum fyrir mig. 1. Hvaða skóla þurfa þeir að ganga á sem ætla sér að verða kokkar ? Og er ekki hægt að læra það hér á landi ? 2. Eru nokkur viss aldurstakmörk ? 3. Hvað tekur það langan tíma? Ég vona að þú svarir mér sem íyrst' Ein með útþrá. Svar: Fiskifélag Islands hefur öðru hverju námskeið fyrir mat- reiðslumenn og skaltu snúa þér þangað, þar muntu geta fengið allar upplýsingar. Kæra Vika! Mikið værir þú góð, ef þú vildir svara einni spurningu fyrir mig. Mig vantar gerfi-hárkollu til að ganga með. Hvar fæ ég hana? Með fyrirfram þökk. Sköllóttur. Svar: Við vitum ekki til, að þær fáist neinstaðar hér á landi. Svar til „Hlunks“: Við vitum ekki hvar þessi sérstaka tegund riffla fæst, en hinsvegar eru selj- endur skotfæra skráðir í Viðskipta- skránni Jóhann Ólafsson & Co., Hverfisgötu 18 og Ólympía, Vestur- götu 11. — Ekki þarf að borga fyrir að fá bréfurn svarað í Vikunni. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Arnfinnur Scheving (við stúlkur 16 —20 ára, mynd fylgi), Vestur- götu 96, Akranesi. Kristján Ólafsson (við stúlkur 16 —20 ára, mynd fylgi), Vestur- •götu 125, Akranesi. Hörður Jóhannesson (við stúlkur 16—20 ára, mynd fylgi), Skóla- braut 32, Akranesi. Björn Kristinsson, Veiðileysu, Árnes- hreppi, Strandarsýslu. Sigurður Karlsson, Kambi, Árnes- hreppi, Strandasýslu. Haraldur Pálsson (við stúlku 17—19 ára, mynd fylgi), Hólaveg 1, Sauð- árkróki. Sigríður Bjarnadóttir (við pilt 16— 18 ára, mynd fylgi), Hellu, Rang- árvöllum. Anna Ingólfsdóttir (við pilt eða stúlku 18—20 ára, mynd fylgi), Símstöðinni Eiðum, Eiðaþinghá, S-Múlasýslu. I Tímaritið SAMTÍÐIN : Flytur snjallar sögur, fróðlegar í ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. i 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. f Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. | Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. Nýtt Happdrættislán ríkissjóðs Ríkisstjórnin hefir ákveðið, að nota nú þegar heimild laga nr. 82, 13. nóv. 1948 til lántöku handa ríkissjóði. Býður ríkissjóður út í því skyni 15 milljón króna innanríkislán í formi handhafaskuldabréfa, sem öll innleysast eftir 15 ár frá útgáfu- degi bréfanna. Lán þetta er með sama sniði og hið fyrra happdrættislán ríkissjóðs. Er hvert skuldabréf að upphæð 100 krónur og sama gerð og á eldri bréfunum að öðru leyti en því, að liturinn er annar og þessi nýju bréf eru merkt „skuldabréf B“. Hið nýja happdrættislán er boðið út í þeim sama tilgangi og hið fyrra happ- drættislán: Að afla fjár til greiðslu lausaskulda vegna ýmissa mikilvægra fram- kvæmda ríkisins og stuðla að aukinni sparifjársöfnun. Með því að kaupa hin nýju happdrættisskuldabréf, fáið þér enn þrjátíu sinnum tækifæri til þess að hljóta háa happdrættiSvinninga, algerlega áhættulaust. IJeir sem eiga bréf í báðum flokkum liappdrættislánsins, fá fjórum sinnum á ári hverju í fimmtán ár að vera með í happdrætti um marga og stóra vinninga, en fá síðan allt framlagið endurgreitt. Það er því naumast hægt að safna sér spari- fé á skynsamlegri hátt en kaupa happdrættisskuldabréf ríkissjóðs. Útdráttur bréfa í B-flokki happdrættislánsins fer fram 15. janúar og 15. júlí ár hvert, í fyrsta sinn 15. janúar 1949. Vinningar í hvert sinn eru sem hér segir: 1 vinningur 75 000 krónur = 75 000 krónur 1 — 40 000 40 000 — 1 — 15 000 15 000 — 3 vinningar 10 000 = 30 000 — 5 — 5 000 —- = 25 000 — 15 — 2 000 = 30 000 — 25 — 1000 == 25 000 — 130 — 500 = 65 000 — 280 — 250 — = 70 000 — 461 vinningur Samtals 375 000 krónur Vinningar eru undanþegnir öllum opinberum gjöldum, öðrum en eignarskatti. Samtals eru vinningar í B-floklá 13,830, og er því vinningur á næstum tí- unda hvert númer. Eigendur bæði A og B skuldabréfa happdrættislánsins fá sex- tíu sinnum að keppa um samtals 27,660 happdrættisvinninga. Vinningslíkur eru því miklar, en áhætta engin. 1 Reykjavík greiðir fjármálaráðuneytið vinningana, en utan Reykjavíkur sýslumenn og bæjarfógetar. Sölu skuldabréfa annast allir bankar og sparisjóðir, sýslumenn, bæjarfóget- ar og lögreglustjórar, innlánsdeildir kaupfélaga, pósthús, ýmsir verðbréfasalar og í sveitum flestir hreppstjórar. Gætið þess, að glata ekki bréfunum, þvi að þá fást þau ekki endurgreidd. Fjármálaráðuneytið, 5. desember 1948 Útgefandi VIKAN H.P., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmað ur: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.