Vikan


Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 1, 1949 3 Þórarinn Guðmundsson Framhald af forsíðu. landi, sem eiga honum þakkir að gjalda fyrir góðar stundir. Þeir Reykvíkingar, sem eru um það bil miðaldra eða meira, muna einnig eftir tónunum í fiðlunni hans áður en útvarpið kom til sögunnar. Á þeim árum áttu hljóð- færaleikarar ekki í önnur hús að venda með atvinnu en kaffihúsin og kvikmynda- húsin. Á aðalkaffihúsi bæjarins lék Þór- arinn á fiðlu sína árum saman og þá var annar bragur en síðar varð á veitinga- húsunum í bænum, því að þá heyrðist ekki annað en klassisk tónlist í þeim sal- arkynnum. Rósenberg hafði þá aðalveit- ingahúsið í bænum. Músíkin dró þangað margan manninn, þótt reyndar kaffisopinn hafi gert það líka, og svo kom unga fólkið þangað auðvitað meðfram til að sýna sig og sjá aðra. En í þá daga var ekki dansað á kaffihúsunum í bænum. Menn drukku kaffisopann og hlustuðu á óperuforleiki og aðra klassiska tónlist, klöppuðu hljóð- færaleikurunum lof í lófa og ef þeim lík- aði lögin sérstaklega vel, þá voru þau klöppuð upp. Þetta var eins og á hljómleik. Það var einmitt á þessum árum, að út- lendingur einn gat þess í bók um ísland, að Reykvíkingar gerðu kaffihúsin að musterum, þar sem tónlistargyðjan væri tilbeðin. Þetta var ekki sagt til lasts, heldur var maðurinn að segja frá stað- reynd í lífi bæjarbúa. En síðar varð öldin önnur og allt með öðrum brag á kaffihús- um bæjarins. Djassinn hélt þar innreið sína og hefur til skamms tíma skipað þar öndvegið, en djassinn hleypur í mjaðm- irnir og fæturna á unga fólkinu og þar er því dansað. En sem betur fer, þá hafa helztu veitingahúsin, ,,Borgin“ og „Sjálf- stæðishúsið“ tekið upp þann sið, að hafa klassiska tónlist nokkrum sinnum í viku hverri, og hefur það gefizt vel. Það er orðið langt síðan Þórarinn spil- aði á Rósenberg-kaffihúsinu í kjallaran- um í Nýja Bíó. Á árunum 1920-1930 spil- aði hann undir kvikmyndum í Nýja Bíó, meðan þöglu myndirnar voru sýndar, en er talmyndirnar komu til sögunnar urðu allir hljóðfæraleikarar í kvikmyndahús- um atvinnulausir. Þórarinn gerðist þá starfsmaður Ríkisútvarpsins og hefur verið það síðan. Ávallt meðan Þórarinn spilaði á kaffi- húsum eða í kvikmyndahúsum var Eggert Gilfer, bróðir hans, undirleikarinn á píanóið. Eins og kunnugt er, þá hefur Eggert unnið sín lárber fyrst og fremst á öðru sviði eða sem skákmeistari og er sú saga glæsileg. Á bernskuárum Þórarins voru tæki- færin hvorki mörg né góð, til að læra á fiðlu að nokkru ráði. Þeir voru fáir, sem með það hljóðfæri kunnu að fara, og þessir fáu menn, sem gátu spilað á „fiolín“, eins og það var kallað í þá daga, höfðu flestir lært af sjálfsdáðum að strjúka tóna úr fiðlunni og eins og nærri má geta, þá hrökk sú kunnátta skammt. Þess skal getið, að Jónas Helgason hafði lært á fiðlu erlendis. Hann var heim- ilisvinur tónskáldsins danska Niels Gade og átti það að þakka landshöfðingjafrú Olöfu Finsen, en síðari kona tónskáldsins var, að mig minnir, systir hennar. Gade mun hafa útvegað Jónasi kennara við hans hæfi, en samt mun Jónas ekki hafa náð mikilli leikni á þetta hljóðfæri, enda námstíminn stuttur og hann orðinn full- orðinn. Það skal sagt Jónasi til verðugs Þórarinn Guðmundsson, fiðluleikari. lofs, að hann notaði fiðluna við söng- kennslu í barnaskólanum í Reykjavík. Fyrstu gripin á fiðluna mun Þórarinn hafa lært hjá frú Henriette Brynjólfsson, konu Péturs Brynjólfssonar, konunglegs hirðljósmyndara í Reykjavík. Þá var Þór- arinn ekki nema á ellefta ári. Eftir nokkra mánaða nám, var hann látinn leika' opin- berlega í Góðtemplarahúsinu með kennara sínum. Þetta þótti í þá daga viðburður og var minnst á drenginn í blöðunum og margir litu á hann sem midrabarn. Þá var það, sem einn leikbróðir hans komst þannig að orði: „Hann Dói — en svo var hann kallaður — er orðinn heimsfrægur um allan bæinn.“ Það vildi Þórarni til happs, að hingað til landsins kom sænskur fiðluleikari, Oscar Johanson að nafni. Hann var ráð- inn til að leika á „Hótel ísland“. Hann var góður fiðluleikari og lét mikið til sín taka í músíklífi bæjarins. Þórarinn leit- aði til hans og lærði hjá honum í eitt ár. Þótti hann sýna ótvíræðar gáfur og var því látinn fara utan til Kaupmanna- hafnar til náms, aðeins 14 ára gamall og gerðist þá nemandi í fiðluleik sem aðal- námsgrein í konunglega tónlistarskólan- um þar í borg. Aðalkennari hans í skól- anum var próf. Anton Svendsen, sem er nafnkunnur maður. Eftir þriggja ára nám, lauk hann burtfararprófi úr skólanum. Það er tvennt eftirtektarvert við þetta nám hans, annað er aldurinn og hitt er hæfileik- arnir. Samkvæmt reglugerð skólans var lágmarksaldur nemenda bundinn við 17 ára aldur, en einmitt 17 ára gamall út- skrifaðist hann úr skólanum, en þá hefði hann eiginlega átt að vera að byrja nám sitt þar. En til marks um það, að kennar- ar hans hafa talið hann hafa góða hæfi- leika, er það, að hann fékk öll árin í skól- anum annað fríplássið af tveim, sem veitt voru árlega efnilegum nemendum í fiðlu- leik. Á Kaupmannahafnarárunum tók Þórar- inn þátt í allskonar hljómleikastarfsemi utan skólans, t. d. var hann í hljómsveit K. F. U. M. sem fyrsti fiðlari, en það var stór hljómsveit, sem lék stundum opinber- lega og m. a. í stóra salnum í Oddfellow- höllinni og við það tækifæri kom Þórar- inn fram sem einleikari. I sumarfríum sínum leitaði hann út á landið til baðstað- anna og spilaði þar í hljómsveitum, til þess að fá skilding í vasann, en hjá náms- mönnum er pyngjan oft létt. Að loknu námi hurfu þeir bræður heim til íslands, því að Eggert bróðir hans hafði verið í skólanum með honum. Þeir efndu þá til hljómleika saman og héldu meðal annars kirkjutónleika í Reykjavík. Þórhallur biskup skrifaði um þessa kirkju- tónleika þeirra bræðra í Kirkjublaðið og komst þannig að orði, að þetta væi’u tónmessur. Þetta er fallegt nafn á kirkju- tónleikum. En ekki var hægt að lifa á hljómleikahaldi einu saman til lengdar hér á landi í þá daga fremur en nú, nema að síður væri. Þessvegna fóru þeir bræð- ur að spila á kaffihúsum og í kvikmynda- húsum, svo sem áður er sagt, þar til Þórarinn gekk í þjónustu ríkisútvarpsins árið 1930 og hefur verið þar síðan. Hann er hljómsveitarstjóri útvarpsins, en auk þess hefur hann haft þar mörgum og margvíslegum störfum að gegna í sambandi við dagsskrárliðina. Útvarpshljómsveitin, sem Þórarinn hef- ur alla tíð stjórnað, var framan af fá- liðuð, fyrst var hún skipuð 4 mönnum, síðan lengi 6 mönnum, en nú er í henni meira en 20 manns, og er þar valinn mað- ur í hverju rúmi. I útvarpshljómsveitinni eru beztu hljóðfæraleikarar landsins, menn sem eru hljóðfæraleikarar að at- vinnu og menntun. Hlutverk hljómsveit- arinnar er að vera sem flestum hlustend- um til skemmtunar. Það er því ekki seilst eftir hinni hærri tónlist, sem er að finna í symfóníum og öðrum slíkum tónsmíðum, en áherzlan lögð á óperuforleiki og létta tón- list, eins og Straussvalsana, sem allir ættu að geta hlustað á sér til gagns og gamans, jafnt þeir vandlátu sem hinir, sem ekki vilja hina strembnu tónlistar- fæðu. Ég, sem þetta rita er persónulega kunnugur mörgum hljómsveitarmeðlim- unum, og er það einróma álit þeirra, að Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.