Vikan


Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 5

Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 1, 1949 5 . Ný framhaldssaga: ............... * Beiskur drtikkur — 2____ _. .. „..._ ».,M hlaut að eiga við þessa eyju. Carruthers hafði talað um blóm. „Ilminn finna menn í margra mílna fjarlægð," hafði hann sagt. Það var auðséð að Carruthers þótti vænt um heimaeyju sína og Celía hafði hrifizt af lýsingu þessa stóra, vingjarnlega manns á landkostum og fegurð þarna. Eins og Tómas frændi hafði sagt, varð Tim Carruthers glaður yfir að fá frænku vinar sí.ns sem lagsmey fyrir dóttur sína. Bæði höfðu verið ánægð eftir samræðurnar. Celia hafði hiklaust ráðið sig og Tómas frændi, sem var annars mjög varkár maður, var svo reiður yfir vanþakklæti systkinanna, að hann féllst á ráðagerðina, sem hann hefði kannske undir öðrum kringumstæðum reynt að sporna við. „Ilmur þeirra berst tuttugu kílómetra út yfir hafið.“ Hún sneri sér með snöggri hreyfingu að bóka- skápnum og fann þar gamalt landabréf og fletti ört blöðunum. Þarna var eyjan — í eyjaklasa, örlítill rauður depill á bláu hafinu. Hún lá ekki mjög skammt undan landi, það var auðséð þótt ekki væri gott að átta sig á fjarlægðinni á íandabréfinu. Það var ekki heldur hægt að sjá lögun eyjarinnar greinilega. Bermudaeyjur, Bahamaeyjur og fleiri eyjaklasar, sem hétu einu nafni Vestur-Indíur, voru greinilega merktar, en svo voru hér og þar fjarlægari eyjar, sem ekki voru nafngreindar. En hún var búin að finna eyjuna, sem hún átti að fara til, og hún hét Blanque og var kóraleyja. En auðvitað er það ekki hið rétta nafn hennar og ekki getum við heldur sagt hina réttu legu eyjarinnar. Vegna Celiu, Annettu litlu og Guys og allra þeirra, sem koma við sögu, verðum við að láta okkur nægja að gefa sjálf eyjunni nafnið Blanque, en í Vestur-Indíum er hún. II. KAFLI. Þegar Celía, hálfum mánuði síðar lagði upp í ferðalagið, fylgdi öll fjölskyldan henni á skips- fjöl. Sömuleiðis var Tómas frændi með og Carruthers, sem ætlaði að ferðast frá Englandi til meginlandsins og síðar til Austurlanda og ekki koma heim til Blanque fyrr en að ári liðnu. Celia hafði hitt Carruthers tvisvar í London á þessum hálfa mánuði og hann hafði komið heim til hennar á sunnudegi og dvalið hjá henni allan daginn með fjölskyldunni. Höfðu þau átt langt samtal saman. „Ég vildi að ég gæti sjálfur farið með yður þangað, en það er mér ógjörningur. En ég hefi bæði sent skeyti og skrifað bréf, þau búast því öll við yður og gera áreiðanlega allt til þess að þér kunnið sem bezt við yður. Ein af Mayley- systrunum mun taka ,á móti yður á hafnarbakk- anum og sennilega Annetta litla líka. Olga mun ekki koma, hún er værukær kona, sem hatar að fara til borgarinnar." Celía var þegar búin að heyra margt um Mayley-svsturnar og Annettu litlu og fannst hún strax vera farin að þekkja þær. Meyley- systurnar vpru móðursystur Olgu, en Celía var ekki ennþá orðin viss um, hvað þær voru marg- ar. Svo var einhver, sem hét Lance, en Celía vissi ekki, hver hann var í rauninni, eitthvað var hann samt í ætt við þetta fólk. Henni skildist. að flestir íbúar eyjarinnar væru á einn eða annan hátt tengdir Tim Carruthers. „Við erum í rauninni aðeins stór fjölskylda," hafði hann sagt. Og þetta hljómaði svo fagurt í eyrum Celíu — hún var sjálf svo ættrækin. Hún horfði á ættingja sína, sem stóðu í hóp á þilfarinu á þessum vetrarmorgni. Skipsþjón- arnir voru þegar farnir að hringja bjöllum til að minna fólkið á að fara nógu tímalega í land. Hjarta hennar engdist af kvölum þegar skiln- aðarstundin rann upp. öll voru þau glöð að losna við hana, ekkert systkinanna verðskuldaði til- finningar Celíu, eða tárin sem blinduðu dökk augu hennar. En hún reyndi eftir mætti að varna því að þau brytust út. Hún elskaði systkini sín með öllum þeirra göllum, og henni fannst sem strengur brysti í brjósti sér. þegar hún horfði á eftir þeim niður landganginn og sá þau veifa á hafnar- bakkanum. Þegar skipið skreið hægt frá landi og þau veifuðu að síðustu hvítum vasaklútum, reyndi Celía, að herða sig upp, sneri frá borðstokknum og gekk til káetu sinnar. Fór hún að koma dóti sínu fyrir áður en út á rúmsjó kæmi. Hún hafði illt hugboð um að þá myndi hún neyðast til að hátta. Ótti hennar var ekki ástæðulaus, og varð hún jafnvel verr haldin, en hún hafði gert sér í hugarlund. Hún hafði aldrei ferðazt með skipi áður og sjóveikin náði þegar heljartökum á henni. Celía lá algjörlega máttvana i icáetu sinni í þrjá kveljandi daga. Hafið var úfið og skipið hristist og skókst. Það brakaði og brast í öllu, fötin sveifluðust fram og aftur á snögunum, ávaxtakai'fan, sem fjölskyldan hafði fært henni um borð, valt um koll og epli, appelsínui' og perur ultu hornanna á milli á gólfinu. Celía stakkst á alla enda, glaðlyndi hennar hvarf og hún óskaði þess innilega, að hún hefði ekki lagt út í þessa svaðilför. Hún þráði jafnvel að skipið sykki ofan i djúpið með hana, svo að kvalir hennar tækju enda. „Jæja þá,“ sagði skipsþernan hressilega. „Þetta er ekkert. Aðeins örlitill veltingur. Ef þér hertuð upp hugann og færuð upp á þilfar í hreina loftið, mynduð þér kenna einskis meins." Celía lyfti þung-um augnalokunum. „Ég get það ekki, í hvert skipti sem ég hreyfi mig--------“ „Já, ég þekki það,“ svaraði þernan. „En það er af því að þér látið undan. Ég segi alltaf við alla sjóveika „nerðið yður bara upp“.“ „Ég er glötuð að eilífu," stundi Celía og lok- aði aftur augunum. „Viljið þér fá einn bolla af kjötseyði?" spurði þernan. „Nei, ég þakka yður fyrir. Ég vil ekkert." „En þér vitið að þér eigið að borða!" sagði þernan og tíndi ávextina upp í körfuna. „Ef þér hafið eitthvað í maganum, þegar ógleðin kemur yfir yður, þá getið þér að minnsta kosti ælt.‘ „Það gengur nógu vel, án þess að ég hafi borðað,“ sagði Celía og það vottaði fyrir fyrri glaðværð hennar. En þriðja daginn fannst skipsþernunni nóg komið. „Mér líst ekki á útlit hennar," hugsaði hún, þegar hún var að þvo hendur Celíu og flétta þykkt hái’ hennar í tvo fléttinga. Upphátt mælti liún: „Ég ætla að biðja Mackenzie lækni að líta á yður, ungfrú Latimer." „Hvað getur hann hjálpað mér? Hann getur þó ekki lægt þessar hræðilegu öldur!“ „Hann mun eitthvað gera. Hann sýnir engum miskunn, sem lætur undan meinlausri sjóveiki. En þetta hefur staðið of lengi yfir með yður. Þér vitið, að fólk getur dáið á þennan hátt.“ „Dáið ?“ „Ójá,“ sagði þernan glaðlega og sléttaði úr rúmfötum Celíu og lagði fléttingana yfir axlir hennar. „Þetta reynir á hjartað með tímanum. Ég ætla því að biðja lækninn að líta á yður.“ Að svo mæltu gekk þernan út úr káetunni, hagaði hún göngulagi sínu eftir veltingi skipsins eins og þeir, sem langa reynslu hafa fengið á sjó. Celía lauk aftur augunum og lá hreyfingar- laus, henni fannst hún vera máttvana og hún fann til ógleðinnar. Þannig lá hún, þegar hratt fótatak heyrðist í ganginum og drepið var hranalega á hurðina Celía rótaði sér ekki og gegndi engu. Hún hefði gjarnan viljað vera kurteis og svara „Kom inn“, en ákvað að hætta ekki á það vegna ó- gleðinnar. Það hringlaði í hringjum og tjaldið var dregið til hliðar, einhver nálgaðist hana og kuldaleg rödd með skozkum hreim spurði án meðaumkunar: „Jæja, hvað er að yður?“ Celíu skildist að þetta væri aðeins sagt fyrir siðarsakir. Það hlaut að vera fljótséð, hvað að henni var, auk þess sem þernan hlaut að hafa sagt lækninum það. Þar við bættist að hún var hneyksluð yfir kuldanum í röddinni. Hún lá þegj- andi, en hún opnaði augun og reyndi að brosa veiklulega. Celía gat aldrei verið ókurteis, hvern- ig sem á stóð. Mackenzie læknir dró stól að rekkjunni og settist. Celía sá veðurbarið andlit, líkast því sem það væri höggvið í forngrýti, grá augu, kulda- leg eins og skozkt háfjallavatn, undir loðnum brúnum. Munnurinn var harðneskjulegur, en fallega lagaður og með djúpum hrukkum sitt hvoru megin. Ennið var hrukkótt, hárið ljóst og mikið og hér og þar farið örlítið að grána. Þetta var afar sérkennilegt andlit, að sumu leyti fallegt, en mjög fráhrindandi. Hann horfði meö mestu fyrirlitningu á þessa veiklulegu stúlku o'j virtist hafa fengið andúð á henni þegai' í stac. „Þér finnið örlltið hreyfingar skipsins, er ekki svo?“ tók hann aftur til máls. „Ef þér viljið orða það svo.“ Celía varð svo æst yfir þessum ruddasltap, að hún gleymdi allri hættu við að róta sér eða tala, lyfti sé hærra á koddann og talaði fjörlegar en hún hafí: megnað síðustu þrjá daga. „Yður batnar ekki af þvi að liggja hér oj svelta," sagði læknirinn. „Ég get ekki ráðið við það sjálf," svara 1 Celía kuldalega og hatursfullt. Hann svaraði ekki. Hann tók hönd hennar o; þreifaði á slagæðinni. Snei'ting hans vai' vin- gjarnlegri en málrómur hans og Celíu fann: heilbrigði og kraftur streyma til sín frá honu: : í gegnum handtak hans. Hann lagði máttlau: höndina aftur ofan á sængina. ,,Nei,“ sagði hann, „þér ráðið ekki við þai

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.