Vikan


Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 7

Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 1, 1949 7 Þórarinn Guðmundsson Framhald af hls. 3. þeim er ljúft að lúta forustu Þórarins, því að hann er vinsæll meðal þeirra og samvinnugóður, og ber hag þeirra fyrir brjósti í einu og öllu. Það var Þórarinn, sem var aðalhvatamaður þess, að fjórir úr hljómsveitinni stofnuðu útvarpsstrok- kvartettinn ,,Fjarkan“, en í honum eru þeir Þorvaldur Steingrímsson, Cortes, Sveinn Ólafsson og Jóhannes Eggertsson. Það eru þrjár hliðar á Þórarni, sem ég ætla að fara um nokkrum orðum hér á eftir, en það er kennarinn, fiðluleikarinn og tónskáldið. Kennarinn. Það var mikil þörf á góð- um fiðluleikara hér í Reykjavík áður en Þórarinn kom til sögunnar. Sænski fiðlu- leikarinn Oscar Johanson, sem áður er getið, hafði hér aðeins stutta dvöl og var horfinn af landi burt mörgum árum áður en Þórarinn kom aftur frá Kaup- mannahöfn. Hann hafði verið hér þarfur maður og opnað augu manna fyrir fegurð fiðluleiks. Þegar Þórarinn var kominn heim að loknu námi, tóku nemendurnir að leita til hans hver af öðrum og með árunum var sá hópur orðinn stór, sem hann hafði kennt. Á veggnum heima í stofunni hans er skemmtileg myna, sem talar sínu máli. Hún er af stórum hóp drengja og stúlkna, sem eru með fiðlu í höndunum. Sjálfur meistarinn situr í miðjum hópnum. Myndin er tekin að loknum hljómleikum í Gamla Bíó, sem þessi flokkur hafði haldið. Sjálfsagt hafa þessir hljómleikar heitið: Nemendahljóm- leikar Þórarins Guðmundssonar. Nú myndu hliðstæðir hljómleikar heita: Nem- endahljómleikar Tónlistarskólans. Af þessii má marka það, hvaða starf það var, sem Þórarinn var að vinna með kennslu- störfum sínum. Hann var að vinna það starf á sviði tónlistarinnar hér í bænum, sem Tónlistarskólinn tók síðar við af honum, að því er fiðluleik snertir. Á myndinni þekkti ég mörg andlit, sem nú eru orðin eldri. Þar voru fiðluleikararnir Björn Ólafsson, Sveinn Ólafsson og þar var hún Katrín Dalhoff, allt kennarar við Tónlistarskólann, og fleiri væri hægt að nefna, sem síðar urðu kunnir fyrir fiðlu- leik sinn. Ef Þórarins hefði ekki notið við á þessum árum, skyldu þá þessi börn hafa nokkurn tíma lært að leika á fiðlu? Hver hefði átt að kenna þeim ? Sjálfsagt hefðu sum þeirra lært að leika á fiðlu seinna, þegar tækifæri bauðst, en þá voru þau líka orðin eldri og ef til vill allt um seinan fyrir þá, sem vilja komast langt í þessari grein. Það verður því varla gert af mikið úr því, hversu mikið og gott starf Þórar- inn hefur unnið með kennslustörfum sín- um á þessum árum og orðið hefur tón- listarlífinu í bænum til eflingar og heilla, því að þegar fram liðu stundir gat hann með þessum nemendum sínum og öðrum kröftum stofnað hljómsveit Reykjavíkur, sem síðar var formlega stofnuð með þessu nafni af Sigfúsi Einarssyni og Jóni Laxdal. Hljómsveitin var fyrstu árin ekki annað en vísir að því, sem hún er nú orðin og á eftir að verða, eins og gefur að skilja. Þó að hljómsveitin hafi síðar breytt um nafn, þá hefur ávallt sami hóp- ur spilaranna verið kjarninn í henni. Fiðluleikarinn. Það er sjaldan minnst á kennslustarf Þórarins, því að fiðluleikar- inn hefur skyggt á kennarann. Á skóla- árum mínum vandi ég komur mínar i kaffihúsið, til að heyra Þórarinn spiia. Ég sat þar kvöld eftir kvöld með vinum mínum. Við vorum þá ekki að hugsa um það, hvernig Kreisler eða aðrir heims- frægir snillingar myndu spila sömu lögin. Við hlustuðum eins og menn eiga að hlusta, til að njóta tónlistarinnar með þakklátum huga. Við fundum að fiðluleik- ur Þórárins var persónulegur og ríkur af tilfinningu, sérstaklega í ljóðrænum tón- smíðum. íburðarmiklar tónsmíðar heill- uðu okkur minna í meðferð hans en ljóð- ræn stemmingslög. En Þórarinn lék einnig hin stærri fiðluverk, eins og sónötur eftir Beethoven og Schubert, en mér hefur jafnan fundizt hann sjálfum sér líkastur í slíkum lögum, sem áður eru nefnd, en þeim mun hann eiga mest að þakka vin- sældir sínar hjá fólkinu og áþeimárumvar almenn ánægja með hann sem fiðluleik- ara. Síðar fóru frægir fiðlusnillingar að venja komur sínar hingað til iandsins, og urðu menn smám saman kröfuharðari, og nú þykjast músíksnobbar ekki geta lagt eyrun við öðru en því, sem er á borð við það bezta á heimsmarkaðinum. Þess hefur Þórarinn orðið að gjalda hjá mörg- um, en ég býst við því, að sanngjarnir menn muni vilja kannast við, að unmiæli Anton Svendsen, kennara hans um hann, séu ekki töluð út í bláinn, að Þórarinn sé ,,af Naturen særdeles Violinbegavet“. Það ætti hver maður að geta heyrt í lögum, sem hann spilar eins og náttúrunnar barn. Tónskáldið. Það er langt síðan Þórarinn sendi frá sér fyrstu sönglögin sín. Mig minnir að það hafi verið lögin: „Dísa mín, góða, Dísa mín“ og „Þér kæra sendi ég kveðju“. Síðar komu út sönglögin: „Kom þú, ljúfa, að kveldi“ og „Minning" (Manstu er saman við sátum). Jakob Smári hefur samið textana við tvö síðast- nefndu lögin, en Þórarinn hefur gert lög við fleiri kvæði eftir þennan frænda sinn. Og svo vil ég nefna með þessum lögum „Þú ert yndið mitt yngsta og bezta“. Þessi sönglög lýsa vel höfundinum. Þau eru blátt áfram, ljós og skýr, og laglínan svo liðugt spunnin, að minnir á fiðluleik- arann. I þeim er engin tilraun gerð til að vera andríkur, en þau eru svo elskuleg og lipur, að maður lærir þau áður en maður veit af, enda eru þessi sönglcg sungin um allt land. Alkunnugt cr lagið „Það vorar, það vorar“ eftir að það var prentað í „Ljóðum og lögum“. Karlakór- arnir hafa sungið lýðveldishátíðarlagið hans: „Land míns föður“, en í því er þrótt- meiri tónn en í fyrstu sönglögum hans. Hann hefur gerzt svo djarfur að semja lag við „Táp og fjör og frískir menn“, því að hverjum manni mun það ofraun að semja lag, sem tekur fram sænska þjóðlaginu. Þetta lag er ,,kanónn“, þar sem ein röddin eltir aðra, karlmannaraddirnar elta kven- raddirnar, og segir höfundur að þannig sé þetta í lífinu sjálfu, að karlmennirnir elti kvenfólkið hvar sem er á röndum. í sálma- söngbókinni er lag eftir hann við sálm Hallgríms Péturssonar: Vertu, guð faðir, faðir minn“. Þykir .það jafnan heiður að fá tekin lög eftir sig í slíkar bækur. 1 handritum á hann fjölda sönglaga. Þórarinn er fæddur á Akranesi 27. marz 1896. Foreldrar hans eru Guðmundur Jakobsson, trésmíðameistari í Reykjavík, og kona hans þuríður Þórarinsdóttir. Guðmundur, faðir hans, var sonur séra Jakobs prests Guðmundar að Sauðafelli og er sú ætt alkunn. Þuríður, móðir Þór- arins, var dóttir Þórarins Árnasonar jarðyrkjumanns. Árni var kvæntur Jór- unni Sæmundsdóttur hins ríka að Eyvind- arholti undir Eyjafjöllum, Ögmundssonar prests að Krossi í Landeyjum, Högna- sonar prestaföður. Er þetta Högnaætt. Jórunn, langamma Þórarins fiðluleikara, og Tómas Sæmundsson á Breiðabólstað voru því systkini. Jón Helgason biskup og Þórarinn því frændur. — Kona Þórar- ins Árnasonar jarðyrkjumanns var Ingunn Magnúsdóttir, Andréssonar alþingis- manns í Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi, sem Langholtsættin er kennd við. Þessi Magnús var fæddur árið 1790. Sagt er um hann, að þegar hann var barn að leika sér á palli í föðurhúsum, þá hafi amma hans verið þar hjá honum og haft auga með drengnum og ort við hann þessa vísu, sem síðar varð alkunnur húsgangur: Magnús raular, músin tístir, malar kötturinn. Kýrin baular. Kuldinn nístir. Kumrar hrúturinn. Þórarinn fiðluleikari er minni en meðal- maður að vexti, holdgrannur og skarp- leitur. Hann er ræðinn og orðheppinn og drengur hinn bezti. Hann vil hvers manns vandræði leysa og er því vel til vina og komu vinsældir hans bezt fram, þegar hann varð fimmtugur fyrir tveim árum. Þá sótti hann f jöldi manns heim og hljóð- færaleikararnir—vinir hans og samstarfs- menn — komu þá ótilkvaddir og blésu í lúðra honum til heiðurs fyrir framan bú- stað hans nokkur lög. Þórarinn er kvæntur Önnu ívarsdóttur, systur Jóns ívarssonar píanóleikara og hljóðfærasala í Reykjavík. Eiga þau fagurt heimili, sem ber vitni um smekkvísi hús- móðurinnar, og sá sem kemur inn á það heimili, þarf ekki að vera lengi þar inni, hvort heldur hann lítur á veggina eða annað, að hann sjái ekki að þar býr fólk, sem hefur tónlistina á hávegum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.