Vikan


Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 9

Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 1, 1949 9 Fréttamyndir Barbara Ann Scott frá Kanada og Richard Button frá Bandaríkjunum, sem unnu karl- og kvenverðlaun fyrir skautaafrek á vetrar Ölympíuleik- unum í St. Morizt í Sviss i vetur. I tilefni af Ölympíuleikunum, sem haldnir voru í London, voru gefin út frímerki í Englandi. Á myndinni eru sýnishom af frimerkjum þessum. Englandsdrottning í garðveizlu við St. James Palace í London, sem haldin var í tilefni af þrjátíu ára afmæli sjálf- boðastarfsemi kvenna. Mynd frá hinni ár- legu miðsvetrargleði í evv Orleans. Þegar herir Hindustan héldu inn yfir landamæri Hyderabads á dögunum, mættu þeir mestri mótspyrnu heima- varnaliðs Araba sem var 200000 ákafra stríðsmanna, en foringi þeirra var Syed Kwasi Razvi, sem sézt hér á mynd- inni ásamt syni sínum. Warren rikisstjóri Kaliforníu (sjá örina), þar sem hann á- varpar mannfjöldann við afhjúpun minnismerkis, sem reist var þar, sem gull fannst nálægt Sutter’s Mill, Coloma í Kali- forníu. Hinir afrikönsku negrahöfðingjar, sem fyrir skömmu voru á nýlenduráðstefnu í London hafa verið ákafir að fylgjast með og kynnast menningarlífinu í hinni ensku höfuðborg. Á myndinni sést einn höfðingjanna þar sem hann hefur skreiðzt upp í framsæti slökkviliðsbils, en þjónn hans heldur hinni ómissandi regnhlíf yfir höfði hans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.