Vikan


Vikan - 27.01.1949, Side 1

Vikan - 27.01.1949, Side 1
„Milli fjalls og fjöru66 Fimmtudagskvöldið 13. janúar var frumsýnd í Gamla Bíó fyrsta talmyndin, sem tekin hefur verið á Islandi. Loftur ljós- myndari Guðmundsson á heiðurinn af þessu brautryðjandastarfi, því að hann hefur samið efni myndarinnar og annazt leikstjórn og kvikmyndun, en sonur hans, séra Hákon Loftsson, aðstoðaði hann við hljóðupptökuna. Innimyndirnar voru teknar í leikfimi- sal St. Jósefs-systranna í Hafnarfirði, en útimyndirnar á Kjalar- nesi, Hálshólum í Kjós og víðar í Kjósinni, við Arnarnes, sunn- an Reykjavíkur, á Meðalfellsvatni og uppi í Esjú. Þótt sitthvað megi að þessari kvikmynd finna, þá er samt ákaflega gaman að sjá hana og taka hennar merkilegt afrek. Loftur er þegar byrjaður á nýrri kvikmynd. Efsta röð, talið frá vinstri: Inga Þórðardóttir sem Helga, dóttir sýslumanns og Lárus Ingólfsson sem Gvendur, vinnumaður sýslumannsins. Ingi- björg Steinsdóttir sem Guðrún og Jón Leós sem Grímur bóndi, maður hennar. Gunnar Eyjólfsson sem Ingvar, sonur Grims, í slagsmálum við út- lendingana (Grétar Árnason, Þórarinn S. Gunnarsson og Einar I. Jónsson leika þá). Anna Guðmundsdóttir sem Malla, ráðskona sýslumanns, Al- freð Andrésson sem Hansen, danskur kaupmaður, og Brynjólfur Jóhannesson sem sýslumaðurinn. — I miðju, talið frá vinstri: Gunnar Eyjólfsson | sem Ingvar. 1 búð Hansens kaupmanns, Einar Gimnarsson og Laila Andrésson sem viðskiptavinir, Gimnar Eyjólfsson sem Ingvar og Bryndís Pétursdóttir sem Sigrún, fósturdóttir Hansens, Bryndís Pétursdóttir sem Sigrún. Nína Sveinsdóttir sem viðskiptavinur Hansens, Gunnar Eyjólfsson | sem Ingvar og Alfreð Andrésson sem Hansen kaupmaður. — Neðst, talið frá vinstri: Brynjólfur Jóhannesson sem sýslumaðurinn og Alfreð And- résson sem Hansen. Inga Þórðardóttir sem Helga, dóttir sýslumanns, og Gunnar Eyjólfsson sem Ingvar. Á hlaðinu fyrir framan Kot, verið að taka Ingvar fastan: Sýslumaðurinn, Steini Guðmundsson og Gísli Andrésson sem bændur, (á milli þeirra) Gunnar sem Ingvar og Lárus sem Gvendur, 1 og Ingibjörg Steinsdóttir og Jón Leós sem Guðrún og Grímur bóndi. Lárus Ingólfsson sem Gvendur og Brynjólfur Jóhannesson sem sýslumaðurinn. ;

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.