Vikan


Vikan - 27.01.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 27.01.1949, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 4, 1949 3 Féiag íslenzkra Starfsemi áhugamanna hefur verið ís- lenzkum flugmálum mikils virði. „Dreng- irnir“, sem voru að „leika sér“ að svif- flugi hér á árunum gerðu mikið gagn. Um það verður varla deilt, að flugmálin eru að verða einn af merkustu þáttunum í þjóð- lífi okkar og því bráðnauðsynlegt, að dugnaðar- og hæfileikamenn helgi þeim krafta sína í beinu starfi. Jafnvel tóm- stundavinna slíks fólks getur komið að ó- metanlegum notum. Félag íslenzkra einkaflugmanna gaf blaðamönnum nýlega kost á að skoða hið nýja félagsheimili sitt á Reykjavíkurflug- velli. Það er í bragga, sem útbúinn hefur verið til þessarar starfsemi. Björn Br. Björnsson, formaður félagsins, hélt ræðu og sagði m. a.: Félag íslenzkra einkaflugmanna var stofnað 10. okt. 1947, og voru stofnend- ur 40. Félagstala er nú um 70. Tilgangur- inn samkv. félagslögum er m. a. að glæða áhuga á flugi, auka öryggi, hafa með höndum fræðslustarfsemi ö. fl. IJr skýrslu félagsstjórnarinnar á aðal- fundi F. I. E. í apríl síðastliðinn: Útvegaður braggi á Reykjavíkurflug- velli fyrir félagsheimili. Ákveðið að setja upp íslandskort í félagsheimilið og merkja þar á alla lendingarstaði á landinu, enn- fremur að útbúa spjaldskrá yfir alla flug- velli og lendingarstaði með tilheyrandi upplýsingum. Koma skal upp bókasafni fyrir félagið. Fluttir hafa verið fyrirlestrar. Sýndar hafa verið ýmsar fræðslukvikmyndir. Félagið tók þátt í leit að flugvélinni, sem fórst á Hellisheiði í vetur. Félags- menn mynduðu bæði gönguleitarhópa og leituðu úr eigin flugvélum. I samráði við yfirstjórn flugmálanna. og í samvinnu við atvinnuflugmenn, hefur nú verið hafizt handa um merk- ingu flugvalla. Nú þegar hafa þessir vell- ir verið merktir og settir þar upp vind- pokar: Kaldaðarnes, Hella, Múlakot og Stóri Kroppur. Skal þess getið að í þess- um ferðum hefur þátttaka verið langmest frá okkar félagi. Eins og í skýrslu þessari getur var það eitt af takmörkum félagsins að koma upp félagsheimili þessu, og setja hér upp ís- landskort með ámerktum flugvöllum eða lendingarstöðum — hér sjáið þið kortið — og prjónarnir, sem festir eru hér á, tákna lendingarstaði, en númerin vísa til spjaldskrár, þar sem eru ýtarlegar upp- lýsingar um vellina. Skráin er enn ekki fullgerð, en sem dæmi eru hér Vestmanna- eyjar. (Lét form. ganga meðal manna spjald, þar sem öðru megin voru 3 mynd- ir frá Vestmannaeyjum, en hinum megin nauðsynlegar upplýsingar fyrir flugmenn um þann stað.) Það er mikilvægur þáttur einkaflugsins, eða minni flugvélanna, að finna og reyna nýja flugvelli, sem síðar geta orðið nothæfir fyrir stærri flugvélar, einkafiugmanna eða a. m. k. sem nauðlendingarvellir. Oft þarf ekki nema sæmilega slétt tún til lendinga, og getur það haft mikla þýðingu fyrir sjúkraflug eða í neyðartilfellum, þar sem ekki er hægt að koma stærri flug- vélum við. Þetta skilur fólkið í sveitun- um,og hefur einkaflugmönnum alstaðar verið tekið forkunnar vel í slíkum leið- angrum. Dæmin sanna mikilvægi þessa þáttar einkaflugsins. Félagið hefur fullan hug á samstarfi við Slysavarnafélag Is- lands og Rauðakross íslands, þar sem slík starfsemi gæti komið að gagni — auð- vitað án endurgjalds. Það eru enn ekki liðin 50 ár síðan fyrsta vélflugan hóf sig á loft, það er því engin furða, þótt einkaflug á íslandi sé ekki gamalt í hettunni. Atvinnuflug og millilandaflug er einnig nokkuð nýr en orðinn merkur þáttur í sögu Islendinga. Það er einnig merkur þáttur í flugmálum okkar, að hér eru starfandi flugskólar, og flugmálastjórnin hefur sett á stofn flugskóla í bóklegum fræðum, bæði fyrir próf undir einkaflugmannaréttindi, A- próf, sem veitir réttindi til flugs m'eð far- þega án endurgjalds og einnig skóla fyrir B-próf, sem gefur réttindi til at- vinnuflugs. I fyrri deildinni eru nú 20 nemendur, en í atvinnuflugmannsdeild 22 nemendur, sem allt eru félagar í Félagi einkaflugmanna. 2 félagar luku atvinnu- prófi hér á síðastliðnu sumri og eru nú starfandi hjá flugfélögum hér. Það er ekki þýðingarlítið atriði fyrir flugmenn, að alast upp við hin óblíðu veður- og land- lagsskilyrði á Islandi. Þótt ekki sé minnst á hinn marg umtalaða gjaldeyrissparnað. Þannig má einnig sannprófa hæfileika manna til flugs, án þess að eyða dýrmæt- um gjaldeyri — og síðast en ekki sízt geta ungir menn í byrjun stundað vinnu sína, en tekið flugnámið í hjáverkum, og þannig má fá hæfileikamenn á rétta hillu, sem þeir annars ættu engan kost á, hvers\i færir sem þeir væru. Þetta félagsheimili er vel í sveit sett, þar sem flugskýli einkaflugvéla er rétt hjá. Ætlunin er einnig sú að hér geri félagsmenn flugáætlanir fyrir yfirlands- flug (hér liggja frammi áhöld til útreikn- inga og kort) og liggur þá í augum uppi, hve þýðingarmikið það er að hafa þetta kort, þar sem áður en lagt er af stað, má á augabragði fá yfirlit yfir lendingar- staði, sem til eru á leiðinni. Hér er einnig kominn vísir að bókasafni um flugmál og munu félagsmenn einnig leggja hér fram tímarit (um flugmál) sem þeim áskotn- ast. Hér á veggjunum sjáið þið ýmsar fallegar myndir, teknar úr lofti, það er einnig ætlun okkar, að í framtíðinni verði þetta skýr leiðarvísir um helztu flugleiðir. Að ræðu formanns lokinni tók Agnar Kofoed-Hansen, formaður flugráðs, til máls og sagði í mjög skemmtilegri ræðu sögu einkaflugsins hér á landi. Hann kvaðst og vona, að innan fjögra ára yrði hægt að vígja á flugvellinum vandað fé- lagsheimili allra íslenzkra flugmanna. I stjórn íslenzkra einkaflugmanna eru: Formaður: Björn Br. Björnsson. Vara- formaður: Baldvin Jónsson. Ritari: Hauk- ur Claessen. Gjaldkeri: Steindór Hjaltalin. Bréfritari: Lárus Öskarsson. Þarna sést baðfatatízkan um 1880 og 1948. Tízkan hefur ekki breytzt svo lítið á þessu 68 árum. Hin fagra, mexíkanska kvikmyndaleik- kona Maria Felix hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni ,,Maclovia“. Einn hinna afrikönsku fulltrúa á ný- lenduráðstefnunni i London sést hér á myndinni. Það er frú Elaa Bai Iloklos, kona höfðingja í Sierra Leone.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.