Vikan


Vikan - 27.01.1949, Blaðsíða 7

Vikan - 27.01.1949, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 4, 1949 7 Ný tegund landbúnaðarb if reiða Heildverzlunin Hekla h.f. hefur fengið hingað til lands sýnishorn af nýrri tegund landbúnaðarbifreiða. Það er enskur bíll, framleiddur af „The Rover Company Limited" og kallaður „Land-Rover“, en Þrótt- ur h.f., Laugavegi 170, hefur sölu- umboðið. Vélin er 4ra cylindra, 50 bremsu- hestöfl og notar 10—12 lítra benzíns á hverja 100 km. Gearkassi er tví- skiptur (hátt og lágt drif) með fjór- um gangskiptingum áfram á hvoru drifi og hefur þarafleiðandi átta gangskiptingar áfram og tvær aftur- á.bak. Drif er á öllum hjólum. Burð- armagn er 450 kg. Auk þess getur bifreiðin dregið 2 tonn á sérstökum vagni. Hjólbarðastærð 600x16. Lengd milli fram- og afturhjóla er 2.03 m., breidd milli hjóla 1.27 m., lengd vagnsins 3.35 m. og hæð frá jörðu 21.6 cm. Á ,,Land-Rover“ þeim, sem hér hefur verið til sýnis, er blæjubygging yfir allan vagninn. Hurðirnar eru stórar, svo auðvelt er að komast inn í hann. Hliðarrúður eru stórar, úr þykku, óbrjótanlegu plastik-gleri (3 m/m); þær eru opnaðar með þvi að draga þær til hliðar og hefur bílstjór- inn mjög gott útsýni úr sæti sínu. Hægt verður líka að fá bílinn með fullkominni málmyfirbyggingu. Gúmmísvampsæti er fyrir þrjá í framsæti og aftur í vagninum er hægt að koma fyrir sætum fyrir fjóra. Grindin er óvenjulega sterk, mörgum sinnum sterkari en nauðsyn- legt er fyrir vagna af þessari stærð. Yfirbygging öll er úr ryðfríum málmi, gluggakarmar, hjarir o. fl. er gaivanizerað. Hemlar og stuð- demparar eru með vökvaútbúnaði. Ur ýmsum áttum — 1 Suðurpólsleiðangri Byrds sjóliðs- foringja, skömmu fyrir siðari heims- styrjöldina, var gerð tilraun til þess að rannsaka, í hve mikilli fjarlægð mannsaugað gæti séð lrcrtaljós. Það voru 14.4 km. En í gegnum Mount Palomar lcíkinn, sem er með 5 m. sjóngler í þvermál, er hcgt að sjá sama ljósið í 65.600 km. fjarlc-cgu. Vagninn er sérstaklega hæfur til að fara yfir ár og vötn, án gangtrufl- ana, þar sem kveikjan og aðrir hlut- ar, sem á flestum bifreiðum eru við- kvæmir fyrir vatni, eru ofarlega og mjög vel gerðir. Verð ,,Land-Rover“ er áætlað kr. 14.000. Hægt er að fá vagninn með sér- stöku reimskifudrifi og nota þannig afl hans til að drífa með ýmiskonar staðbundin tæki, svo sem heyblásara o. m. a. Einnig er hægt að setja drif þetta í samband við sláttuvélar og aðrar landbúnaðarvélar, sem auk dráttartsekis þurfa á sérstöku hreyfi- afli að halda. Þá er og einnig hægt að fá vagninn með dráttarspili að framan. 1 náinni framtíð verður hægt að fá slátturvélar o. fl. heyvinnuvélar og allskonar jarðræktunartæki, sem sérstaklega eru gerð fyrir „Land- Rover“. Bifreiðar þessar eru sérstaklega framleiddar til notkunar við land- búnað og ferðalög í torfærum, þar sem ekki er mögulegt að notast við venjulegar bifreiðar, og ættu því að henta íslenzkum staðháttum vel. Enda þótt fjöldaframleiðsla „Land- Rover" sé tiltölulega nýbyrjuð, hafa framleiðendur þeirra, The Rover Company Ltd., Birmingham, starfað að bifreiðaframleiðslu í tugi ára, og ávallt staðið í fremstu röð í þeirri grein á heimsmælikvarða. Verði innflutnings- og gjaldeyris- leyfi fáanleg fyrir þessum vögnum, er hægt að útvega þá með mjög skömmum fyrirvara, en fyrst um sinn verður útvegun þeirra aðeins möguleg með því móti að kaupendur sjái sér fyrir nauðsynlegum leyfum. 1 Frakklandi voru um tíma sveppa- fræðingar, skipaðir af því opinbera. Lög mæltu svo fyrir að enga sveppa mætti selja í búðum fyrr en sveppa- fræðingur hafði úrskurðað þá hættu- lausa. ! ! ! Dálítill hluti af gúmmíi er búin til úr sojabaunum (25.000 tonn árlega), en meira fæst af rótum rússnesku bifurkollnanna (200.000 tonn árléga). Bréfasam bönd Framh. af bls. 2. Arnar Sigurðsson (við stúlkur 15—17 ára), Marvin Hallmundsson (við stúlkur 15—17 ára), báðir Núpsskóla, Dýrafirði. Hafsteinn Eyjólfsson (við stúlkur 14— 16 ára), Aðalgötu 14, Kefla- vik. Sverrir Gíslason (16—18 ára), Reykjanesskóla, Isafjarðarsýslu. Sanna Guðmundsdóttir (við pilt 25 —35 ára), Anna Guðmundsdóttir (við pilt 20 —30 ára), báðar á Djúpavík, Ár- neshrepp, Strandasýslu. Inga Guðmundsdóttir (20—25 ára), Djúpavík, Árneshrepp, Stranda- sýslu. Gunnar Marteinsson (við stúlkur 17 —19 ára), Sverrir Björnsson (við stúlkur 17—19 ára), bændaskólanum Hvanneyri, Borgarfirði. Gógó Guðmundsdóttir (við pilt eða stúlku 14—17 ára), Mánagötu 3, Isafirði. Siddý Ágústsdóttir (við pilt eða stúlku 14—17 ára), Fjarðar- stræti 21, Isafirði. Dúnna Alexandersdóttir (við pilt eða stúlku 15—17 ára), Fjarðar- stræti 21, Isafirði. Lilja Viggósdóttir (við pilt eða stúlku 15— 17 ára), Fjarðarstræti 21, tsa- firði. Benedikt Júlíusson (við stúlkur 16 —19 ára, æskilegt að mynd fylgi), Vesturgötu 76, Akranesi. Ársæll Ólafsson (við stúlkur 22—25 ára, ásamt mynd), Vesturgötu 125, Akranesi. Sigurbjörg Sigfúsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—20 ára), Ragnheiður Sigurgrímsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—18 ára), Sigríður Jóhannesdóttir (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), Sigríður R. Björgvinsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—20 ára), Bíbí Breiðfjörð (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), Heiða Guðmundsdóttir (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), Hugrún Gísladóttir (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), allar á héraðs- skólanum Laugarvatni, Laugardal. Árn. Snjólaug Sigfúsdóttir (við stúlku eða pilt 20—25 ára), Karen Guðlaugsdóttir (við stúlku eða pilt 19—25 ára), Kristín Aðalheiður Þórðardóttir (við stúlku eða pilt 18—22 ára), allar á Húsavik S-Þing. Ingólfur Majasson (20—26 ára, myna fylgri), Hjalti Finnsson (20—28 ára, mynd fylgi), Gunnar Gígja (16—18 ára, mynd fylgi), allir á Hvanneyri, Borgar- firði. Steingrímur Felixson Skagfjörð, Ingvar Þorleifsson, Jóhannes Guðmundsson, Halldór Björnsson, ólafur Bergsveinsson, Hreinn Kristjánsson, Jón Guðmundsson, Kristófer Kristjánsson, Gretar Simonarson, Guðmundur Gunnarsson, Valgeir Guðjónsson, (við stúlkur 16—20 ára, mynd fylgi), allir að Hólum í Hjaltadal, Skagafirði. stúlku 14—17 ára), Raknadal við stúlku 14—17 ára), Rankadal við Patreksf jörð. Þóranna Hannesdóttir (við pilta 17 —18 ára, mynd fylgi), P. A. N., Neskaupstað. Björg Garðarsdóttir (við pilta 17—18 ára, mynd fylgi), P. A. N., Nes- kaupstað. Ásta Gunnarsdóttir (við pilta og stúlkur 16—20 ára), Gröf, Víðidal, V - Húnavatnssýslu. Kolbrún Halldórsdóttir (við pilt 15 —30 ára), Grundargötu 6, Isafirði. Páll Helgason (við frimerkjasafn- ara), Heiðaveg 20, Vestmanna- eyjum. Adolf Jónsson (við stúlkur 18—22 ára, mynd fylgi bréfi), Hinrik Jónsson (við stúlku 18—22 ára, mynd fylgi bréfi), báðir á Kristneshæli, pr. Akureyri. Pálína Þorsteinsdóttir (við pilt eða stúlku 19—25 ára, helzt á Norður- landi), Seli, Grimsnesi, Árnessýslu. Ingólfur Ágústsson (við stúlku 17 —20 ára), Sólmundarhöfða, Akea- nesi. Guðmundur V. Magnússon (við stúlku 17—19 ára), Kirkjubraut 35, Akranesi. Fáni Noregs Helgafell hefur gefið út bók, sem heitir Fáni Noregs og er eftir norska rithöfundinn Nordahl Grieg, en Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er þýðandinn og skrifar hann formála að bókinni og segir þar m. a. um höfundinn: ..... Hann taldi það skyldu sína, bæði sem hermaður og skáld, að taka þátt í nauðsynlegum svaðilförum, þó að teflt væri I tví- sýnu. Hann fór í skipalestum yfir Atlantshaf, flaug yfir hættusvæðin, ferðaðist i kafbátum. Dögum saman lá hann í tjaldi uppi á Vindheima- jökli, í stormi og stórhríðum. Hann nam herfræði og varð höfuðsmaður, ekki til þess að sýnast, heldur til þess að geta einbeitt kröftum sínum til sigurs góðum málstað. . . . Nordahl Grieg er vel kunnur Islendingum. Vorið 1930 var hann þjóðhátíðargestur á Þingvöllum. Um þá för sina ritaði hann í norsk blöð, og gat engum blandazt hugur um, sem las, að Island hafði eignazt nýjan og góðan vin. Á styrjaldar- árunum var hann hér langvistum og kynntist hverjum manni vel. Kvæða- bók hans Friheten var fyrst prentuð og gefin út í Reykjavík. 1 henni eru mörg frægustu ljóð skáldsins. Og hér kemur ný bók fyrir almennings- sjónir, þýdd á íslenzku. Eins og hún ber með sér, er hún samin á ferð og flugi, á tímum ógna og erf- iðis. . . .“ Það sér enginn íslendingur eftir þeim tíma, sem fer i að lesa þessa bók.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.