Vikan


Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 5

Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 40, 1949 5 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Ný framhaldssaga: iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii EIRÐARLA UST LÍF i Eftir ANN DUFFIELD l■lmlll■lllllllll■lllllllllllMlllll■llll■lll■ll■lllll■llllllll|l■ll■■l■||||||||||||||||||||||^llll■lll■lll■lll■ll■•■■l••l•■•■•l••■llll■•l■■ll■ Veitingahússgarðurinn var fullur þetta kvöld eins og vanalega. Allir, sem einhvers máttu sín í Konstantinópel, voru þar. Enskir herforingjar ásamt konum sLnum, franskir og ítalskir með vinkonum sínum, Rússar — glaðir og léttuðugir eins og vanalega, og Ameríkanar háværir og aðsópsmiklir. 1 stuttu máli sagt — bandamenn voru í Konstantinópel og nutu lífsins í fullum mæli! 1 einu horni garðsins sat ungur óeinkennis- klæddur maður einn síns liðs. Hann drakk kaffi og reykti hverja sígarettuna á fætur annarri, meðan hann sat rólegur og athugaði lífið. Hann var ungur, ljóshærður, grannur og glæsilegur og hafði óvanalega fallegt og reglulegt andlit. Ung, ensk stúlka sat stutt frá honum ásamt bróður sínum — ungum manni um tvítugt, sem augsýni- lega var nýorðinn liðsforingi. Hún var mjög falleg, og ungi maðurinn horfði á hana fullur áhuga. Skyndilega leit hún upp og mætti augna- ráði hans með duldum áhuga. Augnablik horfð- ust þau í augu. „Veizt þú hver þetta er?“ spurði hún bróður sinn. En hann hristi höfuðið. „Heldur þú, að hann sé enskur?“ spurði hún ennfremur. Hún var sjálf ensk og naut virðing- arstöðu í þjóðfélaginu, og hún fann, að hún sýndi veitingahúsinu, sem hún heiðraði með nær- veru sinni, heiður, sem hún vonaði, að hinir gestirnir kynnu að meta. „Varla franskur! Eða ef til vill er. hann einn þessara norrænu flugmanna, sem eru hér í franska hernum." Á þessu augnabliki hófust slagsmálin — sem var alls ekkert óvanalegt. Einhver, sem hafði drukkið of mikið, móðgaði annan, sem hafði drukkið ennþá meira — glas var brotið, borði var velt um koll — og á skammri tíma en hægt er að segja það, var allur garðurinn ein ringul- reið. Ungi liðsforinginn, sem sjálfur hafði drukk- ið meira en hann hafði gott af, stökk á fætur til að vernda systur sína — borð þeirra stóð mitt í allri þrönginni — þegar hnefahögg hitti hann, svo að hann féll á gólfið. Unga stúlkan, sem hafði einnig stokkið á fætur, stóð grafkyrr — án þess að hrópa upp, en náföl. Einhver datt á hana, og hún greip um borðið til að detta ekki. Augu hennar voru galopin af hræðslu •— því að hún hafði aldrei séð slagsmál fyrr. Og svo skyndilega, er hún stóð þarna og þrýsti sér upp að borðinu, fann hún tvo handleggi taka utan um sig, fann, að henni var lyft upp, og hún borin út úr þvögunr^), burt frá ljósinu. Stuttu síðar var hún sett niður á jörðina aftur, og þegar hún leit upp, sá hún, að bjagrvættur hennar var sami ljóshærði maðurinn, sem fyrir augnabliki hafði vakið áhuga hennar. „Þakka yður fyrir!" sagði hún. „Þetta var rösklega gert.“ „Það er ekkert,“ svaraði hann á góðri ensku, en með ofurlitlum erlendum hreim. „Hafið þér bil, sem bíður — ?“ „Já,“ svaraði hún, „en — bróðir minn—“ „Ég ætla fyrst að fylgja yður að bílnum og ná svo i bróður yðar,“ svaraði hann með vald- mannslegum hljómi í röddinni. „Komið!“ Hann tók undir handlegg hennar og fann, að hann titr- aði. „Þér eruð taugaóstyrk," sagði. „Þér hefð- uð aldrei átt að koma á svona stað!“ Þetta var ekki tónn, sem vant var að tala VEKAN hefur valið sem framhalds- sögu EIRÐARLAUST LÍF — eftir Ann Duffield, sem skrifað hefur noklírar sögur, er birzt liafa í blaðinu áður, m. a. „Beiskur drykkur“ og „Nílar-ævintýri“. Hlutu þær miklar vinsældir. Þessi saga er ekld síður vel gerð og líkleg til þess að ná les- endahylli. — Fylgizt með frá byrjun! við Lady Pamelu í, en þótt undarlegt megi virð- ast, geðjaðist henni að honum. Hann fylgdi henni að bílnum, fór svo aftur inn og kom með bróðurinn, sem var heill á húfi. „Þakka yður innilega fyrir!“ sagði ungi mað- urinn, um leið og hann settist niður við hlið ungu stúlkunnar. „Þetta hefði getað orðið mjög óþægilegt fyrir systur mína, ef þér hefðuð ekki bjargað henni.“ „Já, áreiðanlega," svaraði hinn kuldalega. „Þér vecðið að gæta hennar betur framvegis." Rödd hans bar eins og framkoma hans og út- lit vott um menntun og siðfágun. Hann var svo nákvæmilega „einn af okkur,“ eins og Lady Pamela lýsti þessu í huga sér. Og skyndilega beygði hún sig fram og rétti honum granna hvita hönd. Hann greip hana og hélt lengi um hana. „Ef til vill •—- “ sagði hún andstutt, „ef til vill viljið þér koma í heimsókn til okkar — og gefa okkur tækifæri til að þakka yður vel.“ Hún sagði honum nafn sitt og heimilisfang, með- an bílstjórinn setti bílinn i gang. Ungi maðuijnn brosti, hneigði sig, sleppti hönd hennar og tók fram nafnspjald, sem hann rétti henni um leið og bíllinn fór af stað. Hún las nafnið á spjaldinu, las það aftur, tók andköf og rétti bróður sínum það. „Hamingjan góða!“ hrópaði hann. „Mér datt það aldrei í hug!“ (Hann hafði aðeins verið í Konstantinópel i hálfan mánuð) „Þarna hefurðu farið laglega að ráði þínu, Pam — þú baðst hann um að koma í heimsókn!" „Lady Pamela tekur ekki á móti yður!“ Armenski þjónninn sagði þetta með miklum hroka. Þetta var í annað skipti, sem hann hafði notið þeirrar ánægju að neita unga, tyrkneska liðsforingjanum inngöngu. „Er Lady Pamela heima,“ spurði hann. „Lady Pamela tekur ekki á móti yður!“ endur- tók þjónninn . > „Hundurinn þinn!“ sagði tyrkneski liðsforing- inn. „Svaraðu! Er Lady Pamela heima?" „Já, herra!“ „Léztu hana fá nafnspjaldið mitt?“ „Já, ég lét hana fá það. Og hún sendir yður þetta svar. Nei — herra — það er ekki mér að kenna." Hann var mjög óttasleginn á svipinn — og ekki að ástæðulausu — því að augun, sem horfðu fast á lymskulegt andlit hans, voru köld sem stál. Augnablik stóð Tyrkinn þögull •—■ svo rétti hann úr sér, sneri sér við og gekk niður tröpp- urnar. Er hann beygði inn á Pera-strœti, mætti hann hóp enskra liðsforingja, sem komu labbandi •—• þóttafullir og drambsamir, eins og þeir ættu alla gangstéttina, „Völdin eru í ykkar höndum •— þessa stund- ina— Englendingar góðir!" muldraði Mustapha oglu Aziz og gekk áfram. 1. KAFLI. „Þér verðið að gefa mér ttrna, Mustapha! Þér getið ekki búizt við, að ég geti útvegað slíka upphæð með augnabliks fyrirvara!" „Það er varla rétt að kalla það augnabliks fyrirvara, kæri Molloy! Víxlarnir hafa verið endurnýjaðir þrisvar sinnum —“ „Faðir yðar mundi hafa endurnýjað þá þrjá- tíu sinnum ■—“ Mustapha olgu Aziz brosti veikt. „Faðir minn ■— var enginn peningamaður!“ svaraði hann. „Vissulega ekki!“ viðurkenndi Terrence Molloy, góður vinur hans.. „Ég vona, að þér hafið ekki getað álasað mér fyrir slíkt,“ svaraði hún rólega. „En ekki er heldur hægt að taka of stóra víxla vegna vin- áttu.“ Verzlun er verzlun!" Mennirnir stóðu hvor á móti öðrum í bóka- safni Tyrkjans. Mustapha oglu Aziz, sem leit út fyrir að vera um þrítugt, var óvanalega laglegur maður. Ljóst hái-ið og ljós hörundaliturinn báru vott um, að cirkassiskt blóð rynni í æðum hans. Augun voru blágrá — svo ljós, að þau voru næstum litlaus — tær eins og vatn og augnabrúnirnar voru mjög skarpar. Andlit hans var harðneskjulegt og það var eins og það væri meitlað — nefið bogið, varirnar vellagaðar. Hann sat þráðbeinn í stólnum, og auðvelt var að sjá, að hann hlaut að vera hár. Hann var vel vaxinn — grannur og þó sterklegur og leit út fyrir að stunda íþróttir. öll framkoma hans bar vott um styrk, karlmennsku og ósveigjan- legan vilja, en áuk þess vissa dulrænu — já, ef til vill grimmd. Hendur hans voru sérlega fal- legar — grannar með langa fingur. Terrence Molloy, sem sat á móti honum, var á fimmtugsaldri — hár vexti eins og hinn, lagleg- ur og farinn að grána í vöngum. Andlit hans var sólbrennt, munnur hans bar vott um fyndni, og blá augu hans höfðu þessi löngu dökku augna- hár, sem eru svo einkennandi fyrir þjóð hans. Hann var einnig klæddur í vel saumuð föt — en þau voru dálítið farin að slitna og voru ekki vel pressuð. Hann strauk höndinni óþolinmóður gegnum hárið og svaraði brosandi: „Fyrir utan verzlun og vináttu, Mustapha, þá getið þér ekki pressað blóð út úr steini. Þér eigið alltaf eignina.“ „Já, — eignina!" svaraði hinn blíðlega og horfði beint framan í Molloy. „Verið þér nú ekki svona heimskulegur," hélt Molloy áfram. „Þér hafið engan tíma sjálfur til að vera á búgarðinum, og þér fáið aldrei félaga eða ráðsmann eins og mig. Hvað er það annars, sem gengur á hér í landinu? Flokkurinn ykkar eyðileggur Tyrkland, og þið vitið það sjálfir. Augu Tyrkjans urðu nístandi köld. „Við gagnrýnum ekki Ghazi!“ svaraði hann. Til fjandans með Ghazi! mótmælti Molloy, en hann var of sniðugur til að segja það upphátt. „Ghazi veit, hvað hann gerir,“ svaraði hann. „En hagnaðurinn við að hafa búðing er að borða

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.