Vikan


Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 6

Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 40, 1949 hann. Hve margir Englendingar hafa verið neyddir til að fara héðan — og hvað hefur orðið af blómstrandi fyrirtækjunum, sem þeir hafa látið eftir sig? Lýsið yfir gjaldþroti mínu, Mustapha, og búgarður yðar mun verða tap í stað gróða nú.“ ,,Ég vil ekki missa ráðsmann minn,“ svaraði hinn með uppgerðar kurteisi, „en ég hef sjálfur knýjandi skyldur, sem verður að uppfylla." Terence Molloy bretti brúnir og sneri blýant- inum óstyrkur milli handa sér. Mustapha laug! Hann hafði engar skyldur, sem hann gat ekki auðveldlega uppfyllt ■— hann var einn hinna fáu ríku manna, sem eftir voru í Konstantinopel, þ. e. a. s. einn hinna fáu ríku Tyrkja. Grikkir og Austurlandabúar græddu peninga eins og Grikkir og Austurlandabúar gera alltaf. Mustapha hafði enga ástæðu til að krefjast þess, að þetta lán yrði borgað, sem faðir hans, hinn gamli Aziz, hafði lánað vini sínum Iranum, og hann var heldur ekki vitlaus. Hann var skyn- samur, duglegur, menntaður, og hann vissi al- veg eins vel og Molloy sjálfur, að búgarðurinn, sem þeir áttu í sameiningu og ráku með hjálp ensks ráðsmanns, mundi aldrei, undir forystu innfædds manns, gefa eins mikið af sér og nú. í>að var alls enginn hagnaður að því fyrir Tyrkj- ann að eyðileggja félaga sinn, en Mustapha var — eins og allir hinir •—- ofstcekismaður! Tyrk- land fyrir Tyrki — Þessi einkunnarorð höfðu far- ið um landið eins og eldur i sinu. Með öllum að- ferðum — réttlátum sem óréttlátum — ef til vill oftar leið síðarnefnda — átti að reka Evrópu- menn út úr landinu. Aftur strauk Molloy hend- inni gegnum hárið. Hann vissi, að hann spilaði spil, sem hann þegar var búinn að tapa. Óham- ingjan var óumflýjanleg, en hann spilaði til að fá frest. Það var viss ástæða fyrir, að hann varð að gera það. Hann leit á Mustapha. „Heyrið, Mustapha," sagði hann. „Gefið mér sex mánaða frest! Ég hef auglýst óðal mitt heima á Irlandi til sölu. Búgarðar eru á lágu verði heima um þessar mundir, en ég get ef til vill selt mitt óðal hátt. Það er —“ hann leit aft- ur niður — það er gamall búgarður, sem verið hefur í okkar ætt marga ættliði. Mér þykir mjög sárt, að þurfa að selja hann. En — þannig verð- ur það að vera! Þetta er allt, sem ég — nú sem stendur get gert. Viljið þér gefa mér frest?" „Ég skal gefa yður sex mánaða frest,“ svar- aði Mustapha. „Það er mjög fallegt af yður,“ svaraði hinn hæðnislega. Skyndilega brosti Mustapha, einkennilega að- laðandi og töfrandi brosi — brosi, sem mýkti harðar línur andlits hans. „Þér eruð ótækur, Terry!“ sagði hann. „Krefst ég annars en þess, sem ég á með réttu? Er þaö min sök, að skip yðar og námur bera engan arð ? Faðir minn lánaði yður þessa peninga, sem þér hafið eytt til ónýtis. Er ég þá eins slæm- ur og þér viljið vera láta?“ „Þér vöruðuð mig ekkert við,“ svaraði Molloy. Mustapha klappaði saman höndunum, og þjónn kom inn með kaffi og koníak. Mustapha hellti í glösin. Eins og hann sat þarna, var hægt að sjá töfra þá, sem þessi ungi maður hafði við sig — töfra, sem jafm»J Terence Molloy, sem þekkti hann eins vel og Evrópumaður getur þekkt Austurlandabúa, varð að hlýða. Þrátt fyrir áhyggjur sinar -— já, næstum ör- væntingu — hætti Molloy nú alveg að hugsa um þær og naut líðandi stundar. Þeir töluðu saman i stutta stund um daginn og- veginn. Mustapha Aziz gat verið mjög skemmti- legur, þegar hann kærði sig um. Að lokum stóð Molloy upp. „Ég verð að halda áfram — ég þarf heilmikið að gera. Dóttir mín kemur hingað á morgun." „Dóttir yðar!“ hrópaði hinn. „Mig grunaði ekki, að þér hefðuð I huga að koma með hana hingað.“ „Það hafði ég heldur ekki,“ svaraði Molloy, „en hún getur hvergi annars staðar verið, núna. Húsið er til sölu, og auk þess lézt systir mín, sem hefur hugsað um Beatrice síðan hún var búin með skólann, fyrir skömmu. Hún var eini ættingi okkar, og þar eð ég hef ekki haldið sambandi við vini mína heima, hafði hún engan nema mig, sem hún gat verið hjá.“ „Mig grunaði þetta ekki,“ sagði Mustapha. „Hversvegna sögðuð þér mér þetta ekki? Ef ég hefði vitað þetta hefði ég frestað samtali okk- ar..“ „Og hvað hefði það verið betra?“ spurði Molloy. „Það hefði ekkert verið betra,“ sagði Mustapha hægt. „En það hryggir mig að hafa kastað skugga á daginn, sem átti að vera bjartur og hamingjusamur." Hann talaði einlæglega, og hann meinti það sem hann sagði. Undarlegur maður, hugsaði Molloy um leið og hann fór. Er Molloy hafði yfirgefið hús Mustapha Aziz, gekk hann hratt eftir hliðargötunum að hinni stóru aðalgötu Konstantinópel, Divan Youltm. Sólin var hátt á himni, en há húsin köstuðu skuggum sinum á þröngar göturnar. Þessi hús — leifar frá horfnum tímum — voru umlukt yndis- legum görðum, þar sem blómin ilmuðu í öllum regnbogans litum. Þrátt fyrir áhyggjur sínar, hafði Molloy þó opin augu fýrir þessum einstöku töfrum og feg- urð. Konstantinópel er eins og daðurdrós Evrópu — daðurdrós, sem nú er orðin gömul, veikluð og órótt — en þó alltaf falleg — þráð og fyrir- litin — eggjandi og fráhrindandi. Frá litlu, skuggalegu götunum kom Molloy út á breiðgötuna. Hér voru verzlanir, kaffihús og danssalir — sól og ljós. En Molloy, sem fann töfra þessarar borgar, sem hann bæði elskaði og hataði, fann einnig — eins og aðeins næmur maður getur fundið — hina miklu tortryggni, sem mótaði lífið í þessari borg. Óteljandi þjóðir fylltu götur hennar. Lífskjörin voru óörugg. Viku eftir viku féll einn frá og svo annar — ný andlit fylltu i skörð- in. Tyrkneska lögreglan vann hægt — hljóðlaust. Án ofstækis losuðu Tyrkirnir sig við útlending- ana með hinni einfalda en áhrifamiklu aðferð: gjaldþroti! Og þó —- þeir, sem gátu haldið þetta út, héldu það enn út, hugrakkir og brosandi, enda þótt brosið 'gæti stundum orðið dálítið þvingað. Á brúnni, sem tengir Istambul og Pera, stanz- aði Molloy og leit út á Bosporus. Sólin var nú lægra á lofti, og skyndilega sá hann hóp af fuglum fljúga alveg við yfirborð vatnsins. Þeir Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Lilli, vertu nú rólegur ■—• pabbi hefur svo mikið að gera. Ef þú hættir ekki að gráta, fer ég á skrifstofuna ---------Ég verð að Ijúka þessu! Mamman: Þú mátt ekki vera svona vondur við Lilla!! Pabbinn: Mér þykir það leiðinlegt, elskan ■— Ég ætal að fara aftur á skrifstofuna, svo að Lilli geti leikið sér. Pabbinn: Ágætt. Hér á skrifstofunni er rólegt og gott að vera. v Forstjórinn: Þér hér? Ágætt!! Ég ætla að skilja strákana mína eftir hérna, meðan ég fer í klúbbinn. Pabbinn: Allt í lagi, forstjóri!! Pabbinn: Ég hefði átt að vera heima!!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.