Vikan


Vikan - 06.10.1949, Side 7

Vikan - 06.10.1949, Side 7
'VIKAN, nr. 40, 1949 7 Frá vinstri: Jón Sigurbjörnsson, Hildur Kalman, Gunnar Eyjólfsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Lárus Ingólfsson, Þorgrímur Einarsson. Candida í Reykjavík Framhald af bls. 7. Hlutverkaskipun í Candidu -er þannig: Séra Jakob M. Morell leikur Jón Sigurbjörns- son, Prósperína Garnett, vél- ritunarstúlka, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, séra Alexander Mill, aðstoðarprestur, Þorgrím- nr Einarsson, Burgess, verk- smiðjueigandi, faðir Candidu, Lárus Ingólfsson, Candida, kona séra Jakobs, Hildur Kalman, Eugene Marchbanks Gunnar Eyjólfsson. Búninga og tjöld , T . T ,.„ Talið frá vinstri: Jón Sigurbjörnsson (Morell prestur), Gunnar Eyjólfs- annaoist Harus ingoitsson Og son (Eugene Marchbanks, skáld), Hildur Kalman (Candida), Guðbjörg Gunnar Eyjólfsson var leik- Þorbjarnardóttir (Próserpína Garnett, vélritunarstúlka), Þorgrímur Ein- • arsson (Mill, aðstoðarprestur) og (sitjandi) Lárus Ingólfsson (Burgess, ST;Jorl- ' faðir Candidu). Nýtt kvikmyndahús Stjörnubáó ■ Reykjavík Pósturinn Framhald af bls. 2. Elsku Vika mín! Ég hef einu sinni skrifað þér áður, en ekki fengið svar frá þér, en nú vona ég, að þú svarir þessum spurn- ingum mínum. Nýlega er tekið til starfa nýtt kvikmyndahús á Laugavegi 94 í Reykjavík og heitir ,,Stjörnubíó“. Tekur það 500 manns í sæti og er allt hið vistlegasta. Bióið er búið hin- um beztu sýningarvélum af Philips- gerð og er m. a. hægt að sýna með þeim ,,stereóskópiskar“ kvik- myndir (þriðjuvíddar-myndir), þegar þær koma á markaðinn. Eru vélarn- ar vatnskældar og með öllum nýtízku •> öryggisútbúnaði. Byrjað var á smíði þessa kvik- myndahúss árið 1946, en vegna erfið- leika, sem m. a. stöfuðu af synjun nauösynlegra leyfa, dróst húsasmið- in mikið 1 stjórn kvikmyndahússins eru Hjalti Lýðsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þess, Einar Ein- arsson, Tómas Tómasson, Haraldur B. Bjarnason, Grímur Bjarnason og Hróbjartur Bjarnason. Félagið fær myndir frá Englandi, Frakklandi og Ameríku (United Artists). 1. Segðu mér eitthvað um Gunnar Eyjólfsson, leikara. 2. Segðu mér eitthvað um Hauk og örn Clausen? 3. Ég er ljóshærð með blágrá augu og rjóð í kinnum. Hvaða litir fara mér bezt ? 4. Ég er 164 cm á hæð. Hvað á ég að vera þung, ég er 14 ára. 5. Hvernig er skriftin. Svo þakka ég þér ástsamlega fyrir alla þá skemmtun, sem þú hefur veitt mér. Þín einlæg Betty. Svar 1. Gunnar er 23 ára, ættaður úr Keflavík. Stundaði nám í Verzl- unarskóla Islands. Nam leiklist hjá- Lárusi Pálssyni eitt ár og síðar 2 ár á Konunglega leikskólanum í Lond- on. Vann við ensk leikhús 1 ár. — Sem barn að aldri lék Gunnar oft með skátum og í stúku. En fyrsta hlutverk hans á sviði í Reykjavík var í Kaupmanninum í Feneyjum 1945. Erlendis lék hann ýms stór hlutverk t. d. í leikunum: I Rememb- er Mama og The Little Dry Thorne, auk margra smærri hlutverka. Er hann kom heim í fyrra, lék hann í kvikmynd Lofts ljósmyndara „Milli fjalls og fjöru“, í Galdra-Lofti og Hamlet. 1 sumar hefur hann ferðast um landið með flokknum „6 í bíl“ og haft í hendi leikstjórn á „Candidu" eftir Shaw, sem hefur verið eitt að- alsýningaratriði hans. — 2. örn og Haukur eru tviburar 21 árs að aldri, mjög líkir ásýndum, en þó mun vera örlítill stærðarmunur á þeim. Þeir eru um 180 cm. á hæð, vel vaxnir og samsvara sér ágætlega. Hafa þeir stundað íþróttir frá barnæsku og hafa hvor í sinum greinum skarað fram úr öðrum. Þeir stunda báðir nám í Háskóla Islands, Haukur tann- læknanám, en örn laganám. — 3. Blátt, svart, brúnt og grátt. — 4. 16 ára jafnhá áttu að vera 60,20 kg. — 5. Skriftin er ekki góð. Kæra ,,Vika“. Mig langar til að biðja þig um að segja mér hvenær leikararnir X og Z eru fæddir og hvort þeir séu giftir. Heldurðu að það þýði nokkuð að biðja þá um myndir? Með kærri kveðju „J“. Svar: X er 26 ára og Z 23. ó- kvæntir. Það er áreiðanlega öhætt.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.