Vikan


Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 14

Vikan - 06.10.1949, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 40, 1949 Það er vandi að velja Framhald af bls. mundi alltaf elska hann, og aldrei heitar en á þessari stundu. Nú gekk hún framhjá honum. Með mikilli áreynslu tókst henni að halda tárunum í skefjum, hún hafði augnablik þá tilfinningu, að það ætti að fara að kvelja hana, svo sleit hún augna- ráð sitt frá Colin, og eitt stutt augnablik varð brúðurin sorgmædd á svipinn. En svo brosti hún aftur og gekk rólega aftur í takt við brúðarmarsinn, þar til er hún náði altarinu, þar sem Sherman stóð til að taka á móti henni. Hann var áhyggjufullur á svipinn, en er hann sá hana brosa, brosti hann líka, þrýsti hönd hennar fast og hvíslaði: „En hvað þú virðist hamingjusöm, ást- in mín. Ég skal reyna að gera þig eins hamingjusama og þú lítur út fyrir að vera í dag.“ Nýtt iðnfyrirtæki. Fullkomin verksmiðja á sviði prjónlesfram- leiðslu hefur tekið til starfa hér í Reykjavík. Nefnist hún Nærfataefna og prjónlesverksm. h.f. og er til húsa í stórri verksmiðjubyggingu að Bræðraborgarst. 7. Framleiðir verksmiðjan fyrst og fremst allskonar herra-sokka og efni í flestar tegundir nærfata, auk dúka í kvenkjóla, peysur barnaföt, skyrtur, vinnuvetlinga o. £1., svo og teygju til nærfatagerðar o. fl. Sokkaframleiðsla. Þessa dagana sendir verksmiðjan frá sér fram- leiðslu sína á sokkum. Eru það herrasokkar af ýmsum gerðum. Bera sokkarnir það með sér að hér er á ferðinni iðnaður, sem á fullan rétt á sér 494. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. Fuglum. — 7. aftur- kallaða. — 14. fiskur. — 15. dugnað. — 17. mistök. — 18. bæjar- nafn. — 20. fuglar. -— 22. letingi. —• 23. tal. ■— 25. ending. — 26. samhl. — 27. stafa. — 28. mann. — 30. biblíunafn. — 32. tónn. — 33. að- hald. — 35. óheiðarleg- ar. — 36. ílát. — 37. söngl. — 39. borin. — 40. kvenskörungurinn. — 42. fiskur. — 43. atv.orð. — 45. greinir. — 46. orðljótan. — 48. hryggð. — 50. eins. — 51. verzlun. — 52. hvíldist. — 54. stafur. — 55. nögl. — 56. ending. — 58. aumingja. — 60. spyrja. — 62. raðtala. — 64. konu. — 65. nýlunda. 67. far. — 69. an. — 70. brýndur — 71. land. Lóðrétt skýring: 1. Geðbilun. — 2. frýs. — 3. fæðir. — 4. ó- merkir. — 5. ló. — 6. granna. — 8. skip. — 9. samhl. — 10. hnyklótta. 11. kæn. — 12. skaðar. — 13. stöðuvatn. — 16. gæzlumanns. — 19. fara (danskt). —- 21. eind. — 24. huggun. — 26. svefn. — 29. veiðimaður. — 31. sömu tegundar. —• 32. þreytt. — 34. grunuðu. — 36. kv.n. — 38. stjórn. — 39. spani. — 40. verzlunarvara. — 41. eldstæði. •—• 42. meðaumkvun. — 44. þolinmæði. — 46. nögl. — 47. húsdýrið. — 49. linan. — 51. fór. •— 53. ginna (boðh.). — 55. líkamshl. — 57. viðbót. — 59. fegra. — 61. óslitinn. — 62. lítil- ræði. — 63. fljót. — 66. frumefni. — 68. samhl. Lausn á 493. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Brot. — 4. vandvirkni. — 12. Róm. — 14. kerin. — 15. armmjó. — 17. sölnaðan. — 19. Ófeig. — 21. Ari. —- 22. sívalur. — 24. hilla. — 26. ave. — 27. krummamál. — 30. Kain. — 32. fat. — 33. fj. — 34. orku. — 35. auðug. — 36. nóló. — 38. ni. — 39. tað. -— 41. anís. -—• 42. sumarmála. — 45. ýsa. — 46. lómar. •— 17. sundtak. — 48. öld. — 49. sting. — 51. flónanna. 7— 53. aukinn. — 55. mjúka. — 57. rás. — 58. granatakið. — 59. atar. Lóðrétt: 1. Bransakona. — 2. ormaveik. — 3. tóm. — 5. ak. — 6. nesi. — 7. drög. — 8. vit. — 9. innlima. — 10. kaðall. —- 11. inni. — 13. mjólk. — 16. ófarnaðar. — 18. ara. — 20. eru. — 23. Ivari. — 24. hafgoluna. — 25. látna. — 28. miðum. — 29. fjósakonur. — 31. nutum. — 33. flísa. — 37. ónýttist. ■— 40. amasama. — 42. Sódóma. — 43. ási. — 44. angur. — 46. 111. — 48. öfug. — 49. snúa. — 50. takk. — 52. njt. — 54. káa. — 56. ai. í ísl. atvinnulífi. Má fullyrða að sokkar þessir standi ekki að baki samskonar erlendri fram- loiðslu hvað verð og gæði snertir nema að síður sé. Auk þess sparast mikill gjaldeyrir við að fram- leiða sokkana hérlendis eins og eftirfarandi tölur sina: Erl. gjaldeyrir Búðarverð per par í kr. i kr. Ullarsokkar 1.49 8.05 Ullarsokkar 2.24 9.90 Ull & baðmull 1.38 8.85 Ull & baðmull 1.63 9.15 Dúkaframleiðsla Verksmiðjan hefur að undanförnu framleitt all- mikið af allskonar nærfatadúkum, þ. á. m. hina þekktu Interloek-dúka, sem einkum eru notaðir i herranærföt, og munstraða nærboli kvenna. Þá getur verksmiðjan framleitt ýmsar gerðir af ,,Jersey“ dúkum, sem nú eru í stöðugt ríkara mæli notaðir í kjóla, kápur, bamaföt o. fl. 1 sam- bandi við „Jersey" dúkana er það sérstaklega athyglisvert, að verksmiðjan hyggst að selja þá í ströngum beint til verzlana, þannig að almenn- ingur getur keypt þá í metra- vis. Dúkar þessir ■ munu kosta kr. 20.80 til 31.05 út úr búð. Ennfremur eru vélar til fram- leiðslu á efnum i vinnuvetlinga og er þegar nokkur reynsla fengin fyrir ágæti þeirra. Að lokum er hafin framleiðsla á teygjuböndum til heimilisnotk- unar. Auk prjónavélanna hefur verksmiðjan á að skipa full- komnum vélum til að ganga frá framleiðslunni. Þannig er t. d. vél er vindur efnið upp í snotra stranga um leið og hún pressar það og gufuhreins- ar. Undirbúningur að stofnun Nærfataefna og prjónlesverk- smiðjunnar h.f. var hafinn Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. 50 mílur á klst. 2. 30. nóv. 1939. 3. Terboven. 4. Ben Nevis, 1350 m. 5. Antwerpen. 6. 1938. 7. 1 apríl 1915. Gullfoss. 8. 800°—1400° C. 9. 4,3. 10. A Sauðafelli í Dölum 1889. 1 Japan hafa menn ræktað sveppi í meira en 2000 ár. Frakkar urðu fyrstir Evrópuþjóðanna til að hefja svepparækt og var það á sautjándu öld. ! ! ! Derby lávarður, en við hann eru frægustu veðreiðar heimsins kenndar, veðjaði aldrei á veðreiðum. snemma á árinu 1944. Veitti Nýbyggingaráð leyfi fyrir nauðsynlegum vélum frá Englandi. Hlutafélag stendur að rekstri verksmiðjunnar og er Magnús Víglundsson formaður þess, en Helgi Hjartarson framkvæmdarstjóri. Dvaldi hann um langt skeið í Englandi til að kynna sér meðferð hinna ýmsu véla verksmiðjunnar. Auk þess hafa svo erlendir sérfræðingar dvalizt hér og aðstoðað við tæknilega uppsetningu vél- anna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.