Alþýðublaðið - 07.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.03.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Rauðir þræðir. Ettir Ágúst Jóhannesson. X. Bökstudd reynsla. Margur grær sem grenitrén, gusti vetrar strokin, starir & botnlaus fúafen, fólks um andann lokinn; kjálkagulur yfir er oddborgarahrokinn. 1 Steph, G. Stephansson. Bjartar hugsjónir hafa ætíð átt: við örðugleika að etja. Því hefir jafnaðarstefnan mætt mótspyrnu, að hún vill gerbreytá ríkjandi þjóðfélagsskipulagi og byggja á rústum þess annað nýtt, — sam- vinnu- og sameignarríki, þar sem allir séu jafn-frjálsbornir, þar sem .ekkert lejguþý; þrífist, Andstæðingar þessarar hug- sjónar, sem skapa viil þetta hið nýja þjóðskipulag, stimpast á móti; þeir eru vegna eiginhags- muna hræddið við, að það nái fram að ganga, og ekki síður vegna þess, að það hefir þegar fyrir nokkru náð yfirtökum hjá einni stærstu þjóð Norðurálfunnar. Eðlilega stimpast þeir og ham- ast, svo að oft líkist það dirukkn- andi manna fálrni, vekja upp alía hugsánlega og óhugsanlega drauga eftir viti og mætti, en oft eru það broslega vanskap- aðar forsendur, sem snú.ast í af- skræmda umskiftinga í höndum þeirra, gegn sjálfum frumsmiðun- um eða þá eítirhermunum, því að apanáttúran á oft óðul og -fausnarbú í hugum þessara spek- inga. En þeir ættu ekki að vera að þrfeyta sig á þessu, því að það reynist þeim enginn frægð- arför; einu launin og þakklætið, sem framtíðin geymir þeim til handa, verða sárt enni og gulir líjállíftr. Því ættu þessir náungar að taka til rækilegrar yfirvegunar ogeftirbreytni málsháttinn: >Batn- andi manni er bezt að lifa-c. Hið kátlegasta af öilu er þó, að þegar þessir svo kölluðu >kapi- talistar< éru að bannsyngja sam- eignarhugsjónina niður fyrir allar hellur, þá framkvæma þeir hana þó innan vébanda sinna fylgi- nauta í fylsta máta og það jafn- vel 1 stórum stíl daglega með fjölda fyrirtækja. Við skulum þá athuga, hvort ég fer með rangt mál. : Hvað eru hin ýmsu hlutáfélög annað en sameign? Þrífast þó mæta vel sum þeirra í skjóli ríkjandi þjóðfélags, en yfir höfuð eru þau sameignarfélög, sem menn með miðlungs-fjármálaviti stjórna. Hvað er t. d. >H.f. Eim- skipafélag íslands< annað en sam- eignarfélag? Lítur þó ekki út fyrir annað en það beri sig sæmilega og gefi hluthöfum sín- um all-álitlegan arð árlega. Nú, ekki veit ég betur en að >H.f. Kveldúlfur< sé sámeignarfélag, því að annars bæri þeim að fella þetta >H.f,< burtu, en félag það er gamalkunnugt að því að j gefa hluthöíum sinum ail-lag- legan skilding í aðra hönd. , Þannig mætti bendi á mörg togarafélög o. fl. félög, sem eru sameignarfyrirtæki, en sá ljóður er þar á, : að því að eins eigi þessi sámeignarfyrirtæki sér til- verurétt, að það séu hinar svo- kölluðu hærri stéttir, sem hafa myndað þar nokkur skonar keðju sín á milli, sem hefir þegar náð í sínar hendur með svokölluðu hyggjuviti yfirráðum yfir flestum auðæfum heimsins. Þess ber að gæta, að þetta eru tiltölulega fáir menn af öllum þeim mill- jóna-fjölda, sem heiminn byggja, er hafa myiidað þessa sameign- arhreyfingu. Fjöldanum, lægri stétta lýðnum, er þeir nefna, hafa þessir hluthafar bygt út frá öllum sam.eignarrétti. Fjöld- inn fær því ekki nema klipt og skorið fyrir vinnu sína, sem líka er skömtuð. En engu að síður þjóna þessir háu herrar sameignarfyrirkomu- laginu trúlega, — eðlilega; þeir geta ekki annað, þvf að menn- irnir verða að vera hverir upp á aðra komnir; það er órjúfanlegt lögmál. Þrátt fyrir marg-endurtekna reynslu þessara manna á því, að sameignarfyrirkomulagið hefir fært þeim heim sanninn um raun- verulegt nauðsynjagildi þess, standa þeir og sitja gasprandi um það frammi fyrir alþýðunni, að sameignarfyrirkomulagið sé í alla staði óhæft, óframkvæman- legt og myndi bara*reynast á- lagafjötrar á þjóðfélagið. Þeir eru lagnir á að taka munninn fullan af gífuryrðum, jafnvel þóft það sé á móti þeirra eigin sapnfæring. Verði svo einhverj- um að fetta fingur út í þetta markleysuhjal þeírra og gera þá athugasemd, að sameignaríyrir- komulag nqyndi eins geta þrifist fyrir þjóðfélagið í heild eins og f'a einstaklinga þess, þá þykir það ganga goðgá næst að nefna slíkt. Þeir menn, er þora að láta heilbrigðar hugsanir í ljósi og andmæla rakalausu moldvirði, eru óspárt ausnir auri, ekki eiuungis af þeim, er halda, að það sé höggið nærri eiginhagsmunum þeirra, sem hafa þegar um langt skeið starfað í sameign með sfn- um líkum, heidur líka af hinum, er þeir, sem kalla sig séreignar- postula, hafá biátt áfram gert að hornrekum allra lífsþæginda, .hinu þunnskipaða verkafólks-liði sem auðvald-isameignarmenn hafa enn í tjóðurbandí, en þéim aum- ingjum fækkar, sem betur fer, daglega. En alþýðan,-fjöldi állra landa, er að opna augun og sjá, að sameign getur þrifist jafnt tyrir alla sem einstaka; það hafa þeg- ar einstaklingar í smáum og stórum sameigarfélagsskap sýut oss með fyrirmyndardugnaði ára- tug eftir áratug og eiga Iof skilið fyrir, en fyrir hitt, hvernig þeir hafa beitt sínum sameignarlyrir- tækjum og beita gagnvart fjold- anum með því fyrst og fremst að útiloka hina vinnandi hönd frá mestum hluta af ágóða st.irf- rækslunnar eog síðast, en ekki sízt, fyrir það, hvernig þeir hafa svo varið heimsauðnum og heims aflinu, eiga þeir fylstu óþökk skilda, enda hata þeir með því reist sér þann minnisvarða, sem uppi verður, meðan heimur bygg- ist, — og liann mun standa óaf máanlegur til viðvörunar komandi kynslóðum. Ef við lítum til baka og yfir- , förum sögu mannlífsins, þá hljót- um við að verða þess fljótlega varir, að sameign og samvinna hefir átt sér stað í smáum og stórum stíi á öllum öldum. Það liggur sem rauður þráður yfir landabréf mannlífsaldanna.Flokk- ar hafa barist við flokka um yfirráð auðs og vulda, og þeir ætíð orðið undir í baráttunni,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.