Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 6

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 6
Sveinbjörn ásamt eiginkonu sinni, Jónu Finnsdóttur kvikmyndagerðar- konu, og börnum þeirra tveim, Örnu Völu sem er ellefu ára og Baldvini Kára sem er átta. Hjónin vildu ekki að börnin yrðu að Ameríkönum og réði það mestu um að þau fluttu heim frá Kaliforníu. skólanum og þaö var Ijóst að þetta var besti kosturinn enda haföi verið mælt meö þessum skóla við mig og hann er mjög virtur, sérstak- lega á sviöi kvikmyndageröar. Sigurjón Sig- hvatsson lærði til dæmis við kvikmyndaskól- ann þarna en ég veit ekki um fleiri íslendinga sem þar hafa numið. Það er mjög erfitt að komast í kvikmynda- gerðarnám við þennan háskóla eins og í öör- um skólum sem öðlast mikla virðingu. Þegar ég var að pæla í þessu var engin handrita- gerðardeild til staöar við kvikmyndaskólann en hún var stofnuð síðar og ég hefði náttúrlega sótt um í hana.“ Það virðist sem sagt eins og einhver álög hafi verið lögð á Sveinbjörn þannig að hann kæmist ekki þangað í nám sem hann ætlaði sér. Annaðhvort eru deildir lagðar niður þegar hann hyggur á nám í þeim eða þær eru ekki stofnaðar fyrr en hann á ekki í þær kvæmt. BÓKIN ÞÓTTI NOKKUÐ SVAKALEG Deildin sem hann fór í heitir „professional writing" sem útleggst á islensku „skapandi skrif" en nær einnig yfir mjög víðtækt svið á vettvangi handritagerðar og leikritunar. Það var einmitt það sem Sveinbjörn hafði augastað á þannig að allt endaði þetta nú á þann veg sem hann kaus. „Mér leist vel á kennarana þarna. Þarna voru menn sem hafa getiö sér gott orö á þess- um vettvangi, meðal annarra Hubert Selby sem skrifaði Last Exit to Brooklyn, magnaða sögu sem nýlega var kvikmynduð. Bókin var skrifuð snemma á sjötta áratugnum og þótti nokkuð svakaleg á sínum tíma,“ segir Svein- björn. „Þá voru þarna leikskáld eins og Jerome Lawrence sem skrifaði ásamt Robert Lee leikritið Inherit the Wind sem hefur verið kvik- myndað oftar en einu sinni og sýnt í sjónvarpi hér á íslandi." VESEN AÐ KOMAST INN í KERFIÐ Sveinbjörn lætur fara vel um sig í stólnum og hefur nú fórnað fjórðungi kexkökunnar góðu. Talið berst að fjármálum því eitthvað hlýtur það að kosta að taka sig upp með fjögurra manna fjölskyldu og hefja nám í háskóla hin- um megin á hnettinum. „Það var nokkuð heppilegt að þetta ár áskotnaðist mér óvænt dálítil peningaupphæð þar sem saga eftir mig vann til fyrstu verðlauna í smásagnasamkeppni Listahátíðar. Ég varð náttúrlega mjög lukkulegur með þetta en svo var tekið af þessu í skatta auk þess sem dreg- iö var af námslánum þannig aö þetta varð ekki eins mikill happdrættisvinningur og maður hefði ætlað. Auðvitað munaði samt mikið um þetta og gaman að þessu." Hvað tók svo við þegar út var komið? „Það var töluvert stúss við að koma inn í framandi samfélag og ekki alveg eins einfalt og að fara til dæmis til Danmerkur þar sem kerfið er svipað og hér og réttindi okkar álíka. [ Bandaríkjunum er erfitt að fá atvinnuleyfi og það er ekki tekið mark á manni í opinberum stofnunum þarna vestra fyrr en maður er kom- inn með kalifornískt ökuskírteini. Allt sem er óvenjulegt er sem sagt tortryggt og það tekur talsverðan tíma að verða „heimamaður“.“ BÖRN FRÁ 15 LÖNDUM í EINUM BEKK Fjölskyldan bjó í borginni Torrance rétt utan við Los Angeles og þótti mjög gott að búa þar. Barnaskólar og dagheimili veita afar góða þjónustu og krökkunum gekk mjög vel að kom- ast inn í skólakerfið enda skólarnir einsetnir og í þeim börn frá fjölmörgum löndum. „Löndin skiptu tugum sem áttu sinn fulltrúa í þessum skóla og ég held að börnin, sem voru í bekk með Völu dóttur minni, hafi komið frá fimmtán þjóðlöndum í öllum heimsálfum. Krakkarnir kynntust þarna siðum og venjum landanna því töluvert var gert að því í kennsl- unni að fjalla um heimaland hvers barns. Þarna sáu þau hve heimurinn er stór og þau lærðu heilmikið á þessu.“ HUNDRAÐFÖLD TÆKIFÆRI Þetta barnaskólakerfi hentaði Sveinbirni mjög vel þar sem börnin voru óslitið í skólanum frá klukkan níu til þrjú þannig að eftir að hann lauk námi og Jóna hóf nám í framleiðslu og fram- kvæmdastjórn kvikmynda gat hann notað þann tíma til að sitja heima og skrifa. Þetta var einmitt afkastamesta tímabilið á rithöfundar- ferli hans og í skúffunni leynast mörg handrit sem við fáum ef til vill að kynnast síðar á fjöl- um eða breiðtjaldi. En langaði fjölskylduna þá ekki að búa áfram í Ameríku? „Jú, jú, sérstaklega vegna þess að miðað við það nám sem við hjónin lukum eru atvinnu- tækifærin þarna úti hundraðföld á við það sem hér er enda er kvikmyndagerð á íslandi varla annað en rosalega dýrt áhugamál, enn sem komið er að minnsta kosti. Veigamesta ástæðan fyrir því að við komum heim er nú sú að við vildum ekki gera börnin okkar að Ameríkönum. Við höfum þó ekki gert neinn bindandi samning um að vera jarðföst á íslandi til frambúðar þannig að það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér og við úti- lokum ekki neitt.“ SELDU HEIMSRÉTTINN AÐ FOXTROT Talið berst að kvikmyndum. Sveinbjörn skrifaði handritið að kvikmyndinni Foxtrot sem átti miklum vinsældum að fagna og var fjórða mest sótta myndin á íslandi árið 1988. „Þó að það hafi ekki farið mjög hátt þá fór myndin mjög víða eftir að seldist að henni heimsréttur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Það hafði aldrei gerst áður að heimsréttur seldist að íslenskri kvikmynd en slíkir samn- ingar eru heppilegir að því leyti að þá fást pen- ingar fyrir myndina strax og þar af leiðandi þarf ekki að flækjast um heiminn að reyna að selja hana. Því miður varð enginn ríkur af myndinni nema Norðmennirnir sem lagt höfðu peninga til gerðar hennar og riðu ákaflega feitum hesti frá þessu. Við lentum í hálfgerðum nauðar- samningum út af sorgarsögu sem ég vil ekki fara nánar út í en þar voru svik í tafli sem kost- uðu gerð myndarinnar of fjár.“ Hér segist Sveinbjörn vera kominn út á ansi hálan ís og því ekki annað að gera en venda kvæði sínu algerlega í kross og hefja máls á tómstunda- iðkun rithöfundarins. VALSARI - RAUÐUR í GEGN Hvað er hann að gera þegar hann er hvorki að skrifa né að aka börnum sínum í og úr skóla? „Þaö er þá ekki mikill tími sem um er að ræða,“ svarar Sveinbjörn að bragði og þarf meira að segja að hugsa sig um, svo lengi að ég bendi honum á píanóið og gítarana tvo í stofunni. Það er nóg til að „hobbísellurnar" fara að virka. „Já, ég er alltaf að vesenast dá- lítiö í tónlistinni þar sem mitt aðalhljóðfæri er gítarinn," segir hann og rifjar upp nám sitt í gít- arleik og að hann var kominn á það stig að þurfa að taka námið fastari tökum eða fara að dútla og taka ritstörfin fram yfir. Við vitum hvað varð úr því en engu að síður dundar hann sér ennþá við að semja lög og semur meðal ann- ars nokkuð af tónlistinni í Þéttingu. En við viljum meira. Stundar skáldið ein- hverjar íþróttir? „Já, ég er einmitt nýbúinn að komast í tæri við nokkra ágæta menn sem vilja spila fótbolta á sunnudögum. Það eru nokkrir aðstandendur kvikmyndafélagsins Nýja Bíós sem hafa boðið mér í liðið,“ svarar Sveinbjörn en vill þó ekki orða það þannig að þeir hafi boðið í sig. Hann segist alltaf hafa verið með fótboltadellu enda alinn upp í Hlíðunum sem Valsari, rauður í gegn. Þó að Sveinbjörn hafi aldrei náð að Frh. á bls. 51 6 VIKAN 20. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.