Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 16

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 16
Þaö var glatt á hjalla í Fosslæk, þegar norðurleltarmenn hlttu hluta suðurleitarinnar. Þarna er gist í tjöldum eina nótt. mikilvægt að strax á fyrsta degi náist góður andi á milli þeirra. Fyrstu nóttina er gist í skálanum í Svínárnesi. Hann er töluvert aust- an Hvítár, á móts við austurhlíðar Bláfells. Kvöldið það stilla menn saman strengi sína og ræða um tilhögun næstu daga. Við afréttarhlið- ið greiddu þeir atkvæði um það fyrr um daginn hver ætti að fara fyrir hópnum það árið og kusu fjallkóng sem fer með æðstu ráð í norðurleit þar til hópurinn hittir suðurleitina í Svínárnesi á leiðinni suður af. Þar á meðal er fjallkóngur allra leitarmanna, ráðinn sérstaklega til þess starfa af hreppsnefnd. Magnús Gunnlaugsson í Miðfelli var fjallkóngur norðurleitarmanna þetta árið. Hér gægist hann út um tjalddyrnar í Fosslæk. Að fara á fjall er ekki síst skemmtilegt fyrir sakir mannlífsins sem þar ríkir. Þar sannast hið fornkveðna að maður sé manns gaman, þó ekki sé nema á kvöldin. Oft eru leitarmenn ein- ir með þönkum sínum allan daginn og hitta ekki félaga sína fyrr en í náttstað. Fjallmenn halda þétt saman þrátt fyrir það og er það enn mikilvægari hluti ferðarinnar á meðal norður- leitarmanna þar eð þeir eru svo fáir. Því er TRÖLLKONA MEÐ BARN í FANGI Frá Svínárnesi er riðið í Ásgarð en það er nafnið á svæði því þar sem gamla Ferða- félagshúsið er og byggingar skíðaskólans. Þegar nær dregur er riðið í gegnum skarðið á milli Skeljafells og Kerlingartinds, fram hjá hin- um stórbrotna drangi Kerlingu sem svæðið er nefnt eftir. Að sjá er hann eins og kona með barn á örmum sér. Drangurinn er um 25 metra hár, úr dökkleitu móbergi og stendur í Ijósri líp- arítskriðu sunnan í Kerlingartindi. í fornri þjóðtrú er kerling þessi talin af tröllaættum og næsta víst er að hana hefur dagað þarna uppi. Þó að sendir séu átta fjallmenn upp í Kerl- ingarfjöll er ekki svo að þar sé að finna margt fé - alltaf leynast þar samt nokkrir tugir. Ekki var farið í leitir þangað fyrr en seint á síðustu öld og því hvíldi lengi vel töluverð dulúð yfir svæðinu eða þangað til umferð jókst þangað þegar líða tók á þessa öld. Það er að mestu leyti gróðurlaust en kannski er það einmitt auðnin sem gerir landslagið svo seiðandi. Ótal hvassir tindar setja svip sinn á umhverfið, alla vega í laginu og sumir allt að 1500 metra háir enda sjást Kerlingarfjöllin víða að. í Ásgarði halda norðurleitarmenn til í tvær nætur, koma þangað síðdegis á föstudegi og nota síðan laugardaginn til þess að smala svæðið, eins og Jökulkrók og Kisubotna, og ekki má gleyma að líta vel niður í hin ótal- Fjallkóngur Hrunamanna, Stefán Jónsson í Hrepphólum, ásamt dóttur sinni, Huldu Hrönn. mörgu gil og gljúfur sem á veginum verða. Að þessu sinni eru þetta dýrðlegir dagar í góðu veðri og kvöldin í Ásgarði eru norðurleitar- mönnum jafnan eftirminnileg, þá gera þeir sér gjarnan svolítinn dagamun. Hrossin njóta þess ríkulega að vera um stundarsakir í þeirri gróðurvin sem Ásgarður er. Þar er unnt að beita þeim í nokkra klukku- tíma í grasi vöxnum hvamminum báðadagana sem hafst er þar við. ÞAR HEITIR f FOSSLÆK Á sunnudagsmorgninum halda norðurleitar- menn af stað úr Kerlingarfjöllum áleiðis suður á bóginn. Þrír þeirra reka á undan sér kindur þær sem heimtar hafa verið siðustu tvo daga. Hinir dreifa sér á svæðið vestur að Jökulkvísl- inni. Það er leiðindaveður um morguninn, hvasst og hellirigning. Vindurinn blæs úr suð- austri en þegar menn eru komnir af stað snýst hann f suðvestur og um hádegið er skollin á svartaþoka. Þá er eins gott að tapa ekki áttum því töluverðar fjarlægðir eru á milli manna. Þegar þoka byrgir sýn sjá þeir alls ekki hver til annars. Við slíkar aðstæður er ekki unnt að taka mið af fjöllum eða öðrum greinilegum kennileitum, þau eru öll horfin í þokuna. Þá getur það hjálpað að taka áttir af vindinum ef hann er stöðugur, svo og af rennsli lækja og stærri vatnsfalla sem leitarmenn bera jafnan kennsl á. Mönnum verður brátt Ijóst að illa get- ur farið fyrir smalamennsku þennan daginn því ef einhver rekst á kindur er það af tilviljun og erfitt getur verið að henda reiður á því hvert þær halda þegar grá þokan tekur við þeim. Á örskammri stundu verður kind sú sem var rétt við nefið á manni að lítilli þúst sem síðan hverfur sjónum með öllu. Næsti áfangastaður er Fosslækur, lítið nes, grasi og kjarri vaxið. Hann er talsvert suðvest- ur af Kerlingarfjöllunum. Búðafjöllin eru í seil- ingarfjarlægð og blasa við í austri. Þau eru eins og tvö konubrjóst séð frá ákveðnu sjónar- horni og sérkennileg er svarta öskulagsröndin eftir þeim miðjum. Lækur líður þar niður og foss nokkuð fyrir ofan. Af honum dregur stað- urinn nafn sitt. Þangað koma einnig nokkrir fjallmenn úr suðurleitinni, þar á meðal sjálfur fjallkóngurinn. En norðurleitarkóngurinn afsal- ar sér samt ekki völdum fyrr en í Svínárnesi daginn eftir. Fosslækur er afar kyrrlátur staður og einstaklega fagur. Þar ríkir sérstakt and- rúmsloft, einkanlega í góðu veðri því sofið er í gömlu símatjöldunum svokölluðu. Það fer ekki hjá því að mannskapurinn hafi gaman af því að hittast og segja sögur af leit- um og smölun síöustu daga. Mönnum verður 16 VIKAN 20, TBL 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.