Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 18

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 18
I Q co o O co co o o co < I—— ¦2 o; Ll_ o BOKLESTUR & BASSAKROPP TOMAS R. EINARSSON, KONTRABASSALEIKARI OG DJASS TÓNSKÁLD í VIKUVIÐTALI ÞAR SEM VÍÐA ER KOMIÐ VIÐ - M.A. í BÓLIVÍU Tómas ásamt dætrum sínum tveim, Kristínu Svövu fimm ára og Ástríði eins árs. Kontrabassinn er aldrei langt undan ... 18 VIKAN 20.TBL.1991 Viö mæltum okkur mót kvöldstund eina fyrir skömmu. Viðmælandinn er meðalmaður á hæð, dökkhærð- ur, grannur og rólyndislegur að sjá. Hann mætti stundvíslega og það kom reyndar ekki á óvart hvað hann varðar þótt oft hafi loðað við menn í bransanum að kunna ekki á klukku. Okkar maður var alinn öðruvísi upp. Hér var kominn Tómas R. Ein- arsson, kontrabassaleikari og djasstónskáld. Tómas erfæddur 1953 á Blönduósi en það- an er móðir hans, Kristín B. Tómasdóttir. Faðir hans, Einar Kristjánsson, er hins vegar Dala- maður og það segist Tómas einnig vera þó ættir hans reki sig ekki síður norður í land. Tómas ólst upp á Laugum í Dalasýslu, þar bjó Guðrún Ósvífursdóttir og söguslóðir Laxdælu eru þar allt um kring. Foreldrar Tómasar voru báðir kennarar við barnaskólann á staðnum og faðir hans skólastjóri. Þar á bæ var örlítill bú- skapur stundaður þannig að Tómas fór ekki á mis við sveitastörfin þó áhugi hans á búskapn- um væri takmarkaður. [ stað þess að sinna sveitaverkunum lá hann inni í bæ og las bækur, þó segir hann að það hafi verið hægt að draga sig út í flekk þegar mikið lá við og bjarga þurfti heyi undan rigningu. - En hvernig voru æskuárin, lástu alla daga í bókum? Já, mikið, segir Tómas og slær úr pípu sinni í öskubakkann svo glymur í. Svo náttúrlega á veturna var allt fullt af krökkum og margir leik- félagar af báðum kynjum. Það kom sér líka vel að eiga afa og ömmu á Blönduósi. Þangað fór ég oft og þar kynntist ég siðmenningunni. - Nú? Jú, sjáðu til, þegar maður átti heima í sveit var ekki hægt að hlaupa í bíó eða stökkva út í sjoppu. í Æskunni fékk maður veður af heill- andi neysluheimi æskunnar og þar las maður um fræga leikara. Þegar ég svo kom til Blöndu- óss gat maður keypt sér leikaramyndir í búnt- um og farið reglulega f bíó. Þar keypti ég líka Tempópeysu, ekki fékkst hún í Dölunum og svo fylgdu bítlabindi og bítlapeysur í kjölfarið. - Varstu eitthvað farinn að huga að músík á þessum árum? Já, svona eins og krakkar gera, það var org- el í skólanum og síðar rússneskt píanó. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.