Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 24

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 24
AÐ VERA LYGAMÆUR o æ iu cr. Z m ZD o z < zc o Oll stöndum við okkur einhvern tímann að því að segja hluti eins og „ég ætlaði einmitt að fara að hringja í þig“ þegar við höfum vanrækt að hafa samband við einhvern. Frekar en að ætlunin sé beinlínis að blekkja viðkom- andi reynum viö með þessu að láta viðmælandanum líða þannig að við viljum endilega tala við hann. Þetta eru svokall- aöar hvítar lygar, lygar sem af flestum eru taldar réttlætanleg- ar. HÆTTULEGU LYGARNAR Miron Zuckerman, prófessor við háskólann í Rochester, hef- ur gert fjölda lygarannsókna. Hann segir að svo virðist sem einhvers konar samkomulag sé í gildi milli fólks um að athuga ekki allt nákvæmlega sem því fer á milli þar sem það gæti raskað samböndum sem byggð eru á félagslegum grunni. En meðan litlu hvítu lyg- arnar virðast skaðlausar geta þær stærri verið hættulegar. Sem dæmi má taka mann sem lýgur að maka sínum um eftir- vinnu sína. Við slíkar lygar má hafa hag af því að milli fólks rík- ir trúnaðarsamband því hjón þurfa nauðsynlega að geta trú- að hvort öðru og treyst. Þetta gildir sérstaklega um þau atriði sem varða hvort tveggja. Sem betur fer þurfum við ekki endilega að verða fórnar- lömb svikaranna því margir lygarar eru svo hræddir um að upp um þá komist að þeir geta ómeðvitað haft uppi tilburði sem fletta ofan af þeim. Hér á eftir fara lýsingar á nokkrum einkennum sem gott er að hafa í huga þegar maður veltir fyrir sér hvort lygar leynist í því sem sagt er. FRAMKOMAN Þvert á þaö sem flestir halda forðast flestir lygarar ekki að horfast blákalt í augu við mann meðan þeir Ijúga. Andlitið er miðdepill athyglinnar og því tel- ur lygarinn mikilvægast að hafa stjórn á því. Lygalykillinn liggur í hegðunarmynstrinu. Þegar fólk vandar sig sérstaklega við að ná fram fullkominni lyga- sögu virðist það oft halda aftur af sér. Það hefur minna aö segja en ætla mætti, talar hægt, hreyfir sig minna í sæt- inu, hreyfir hendurnar minna og deplar jafnvel augunum sjaldnar. Það reynir virkilega að gefa enga vísbendingu um að um lygi gæti verið að ræða en lítur þó út fyrir að hafa eitthvað að fela sem er náttúrlega raun- in. MÁLFARIÐ Lygarar eru líka mjög spenntir vegna þess að lygar krefjast mikillar orku. í fyrsta lagi þarf lygarinn að skálda söguna og í öðru lagi þarf hann að vera sjálfum sér samkvæmur, sagan þarf að vera f röklegu sam- hengi. Lygin getur nefnilega verið þreytandi. Vökult eyra getur einnig hjálpað upp á sak- irnar þegar lygin er greind. Nei- kvæðni er eitt af einkennum lygarans. Hann svarar ekki spumingum með beinum svör- um heldur fer í kringum hlutina og forðast að bera beina ábyrgð á því sem hann er að segja þannig að hann vísar oft í almannaróm og því um líkt. MÁLRÓMUR OG HEGÐUN Þeir sem hvað mest hafa rann- sakað þessi mál hafa einnig komist að því að málrómur lygarans getur tekið breyting- um. Hik í tali og óeðlilega marg- ar villur segja sitt um það að sannleiksgildið er ekki í háveg- um haft. Eiginlega má segja að lygaranum vefjist óeðlilega mik- ið tunga um tönn. Þá getur al- menn hegðunarbreyting komið upp um lygarann. Vitaskuld er auðveldast að sjá slíkar breyt- ingar hjá fólki sem maður þekk- ir persónulega mjög vel en þá er einmitt áríðandi að vera vel vakandi því þegar tengslin eru þess eðlis er hætt við að traust- ið sé of mikið þannig að ákveð- in atriði fari fram hjá manni, atriði sem vert væri að taka eftir. Enginn „lygamælir" er þó svo fullkominn að ekkert geti sloppið fram hjá honum. Fólk lýgur nefnilega á mismunandi vegu, sérstaklega er það fólk varasamt sem lengi hefur stundað sölumennsku. Rann- sóknir á sölumönnum hafa sýnt að nánast er ómögulegt að greina satt frá lognu. Meira að segja er útilokað að sjá á sölu- mönnum, sem fengnir hafa ver- ið til aö selja vöru sem þeim lík- ar ekki sjálfum, að allt sem þeir segja vörunni til ágætis sé gegn betri vitund þeirra sjálfra. Og þó að við sjáum ekki í gegnum hverja einustu lygagildru sem fyrir okkur er lögð getum viö samt sem áður staðið lygarann að verki þegar þess er virkilega þörf, ef við horfum og hlustum vandlega. Sjálftraust og samskiptaleikni Þínir kostir í fyrirrúmi 30 stunda nám þar sem þeir Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson vinna markvisst með þátttakendum að eftirfarandi markmiðum: Koma sjálfum sér og eigin hugmyndum á framfæri Laða það besta fram í sjálfum sér og öðrum Kynnast betur eigin styrk og kostum Læra að gefa af sér og gera eðlilegar kröfur Þola mótlæti og taka gagnrýni Móta eigin lífstíl og persónuleika Standa á rétti stnum og bregðast við yfirgangi annarra Hefst 17. Október nk. Stjómtækniskóli íslands Innritun og upplýsingar Vinnur með þér í síma 671466 24 VIKAN 20. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.