Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 30

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 30
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON VINNUPALLAR OG HÁVAÐI Hún var spurð að tildrögum giftingarinnar og hvers vegna þessi ákveðni dagur hefði orð- ið fyrir valinu. „Við ákváðum um síðustu áramót, þegar við komum heim frá Bandaríkjunum, að gifta okkur þennan dag, þann 24. ágúst. Við tókum mið af því að þá yrði systir mín búin að eignast barnið sitt, heyskap yrði lokið og þar fram eftir götunum. Við vildum sjá til þess að sem flestir af okkar ættmennum og vinafólki gætu verið með okkur þennan dag. Ég pantaði kjólinn í janúar, til þess að vera nú við öllu búin, en hann leigði ég þennan eina dag. Fyrir valinu varð mjög einfaldur kjóll, laus við prjál og óþarfa skraut." Lea kvaðst hafa þurft að greiða 6500 krónur fyrir kjólinn og hefði hún valið þennan kostinn fremur en að eyða tug- um þúsunda í sérsaumaðan eða nýjan kjól. Ungt fólk, sem er að kaupa sér slna fyrstu íbúð, hefur vafalaust nóg ann- að við peningana að gera. Aðspurð um sjálfan brúð- kaupsdaginn sagði Lea að henni hefði fundist hann mjög sérstakur fyrir sig. „Hann byrj- aði reyndar ekkert vel,“ sagði hún. „Við höfðum pantað svít- una á Hótel Loftleiðum til þess að dvelja í á brúðkaupsnótt- ina. Ég fór þangað fyrir brúð- kaupið til þess aö fá næði við að undirbúa mig. Þar ætlaði ég að láta snyrta mig og slðan að klæðast kjólnum og svo fram- vegis. Þegar ég kom þangað inn uppgötvaði ég mértil skelf- ingar að vinnupallar voru fyrir utan gluggana og þar voru iðn- aðarmenn I óðaönn við að bora og múrbrjóta. Það heyrð- ist varla mannsins mál og því voru þetta ekki beinlínis aðlað- andi aðstæður. Ég hringdi niö- ur í afgreiðslu og kvartaði yfir þessu. Þá varð úr að iðnaðar- mennirnir voru beðnir um að færa sig og reyna að hafa hljótt um sig rétt á meðan. Auk þess var mér boðinn 30 pró- sent afsláttur." HANN ER FLUGDREK- INN - HÚN SPOniNN SEM HELDUR í HANN „Athöfnin í kirkjunni gekk vel og var mjög falleg. Ræða prestsins, séra Karls Sigur- björnssonar, var einkar skemmtileg og eftirminnileg. Hún var bæði myndræn og gamansöm í senn og féll í góðan jarðveg. Aðallíkingarn- ar í máli hans voru þær að hann líkti brúðgumanum við flugdreka og brúðinni við spottann sem hangir neðan úr honum og heldur honum við jörðina. Hann mætti aldrei slitna, þó syó að slaknað gæti á honum og hann væri sveigj- anlegur eftir því hvernig vindar blésu hverju sinni." Að vígslunni lokinni héldu þau Lea og Marteinn til myndatöku hjá Jóhannesi Long. Þau höfðu sérstaka bifreið og bílstjóra til ráð- stöfunar og gátu því látið fara vel um sig í aftursætinu. Þegar myndatakan var afstaðin tók veislan við. „Veislan var haldin í félags- heimili hestamannafélagsins Fáks í Víðidal og þangað komu á milli 130 og 140 manns. Mágur minn, bróöir Marteins, er kokkur og sá al- gjörlega um þá hlið málsins - og maturinn var mjög góður. Við lögðum kapp á að hafa veisluna fyrst og fremst skemmtilega og ég held að okkur hafi tekist það. Við skipuðum veislustjóra til þess aö halda dampinum allan tímann. Það var frændi Mar- teins, Ólafur Beinteinn Ólafs- son, sem leikur bæði á píanó og harmóníku. Það eru líka góðar söngkonur í ættinni eins og Sigurveig Hjaltested og Ingveldur Hjaltested og þær settu sinn svip á samkomuna. Það var sem sé mikil tónlist og gestirnir sungu líka saman við raust. Ræðuhöldin skorti held- ur ekki. Til stóð að veislan stæði á milli klukkan 18 og 21 en gestirnir fóru ekki fyrr en um eittleytið um nóttina. Mér þótti leiðinlegt hvað tíminn leið hratt þennan dag, hann var búinn áður en við vissum af.“ En skyldu þau Lea og Mar- teinn hafa farið í brúðkaups- ferð til þess að eyða hinum svokölluðu hveitibrauðsdög- um og fresta því að kaldur hversdagsleikinn tæki við. „Já, það mætti orða það svo. Hún var reyndar ekki löng því við fórum austur að Flúð- um í Hrunamannahreppi þar sem við dvöldum um vikutíma í sumarbústað í góðu yfirlæti." Að lokum var Lea spurð að því hvað henni fyndist um það að fá birta af sér heilsíðu mynd í Vikunni þar eð hún hefði reynst svo góð fyrirsæta. „Ég átti alls ekki von á því að mynd af mér ynni keppnina enda hafði ég ekkert leitt hug- ann að því. Að sitja fyrir hjá Ijósmyndara er eitt það leiðin- legasta og erfiðasta sem ég geri. Ég kysi fremur aö standa upp og flytja ræðu. En Jó- hannes er mjög fær á sínu sviði og honum tókst að láta okkur slaka á og vera eðlileg. Hann varð fyrir valinu vegna þess að flestir ættingjar mínir hafa skipt við hann og verið mjög ánægðir. Ég var líka hrif- in af þeim myndum sem ég hafði séð eftir hann.“ □ 30 ÁRA SÖNGFERILL ÖNNU VILHJÁLMS RAKINN í KEFLAVÍK Anna Vilhjálms hefur sungið opinberlega ( þrjátíu ár. Þótt margt hafi drifið á daga hennar á þessum tíma hefur hún ekki sungið inn á „sólóplötu" hér á landi fyrr en núna í sumar. Að vísu söng hún inn á plötu í Bandaríkjunum, þegar hún bjó þar á sinum tima, en hér á landi hefur hún hingað til að- eins sungið inn á plötur ann- arra. í tilefni af þrjátíu ára söngferlinum hefur auk þess verið sett upp söngsýning í K17 í Keflavík og þar er söng- ferill hennar rakinn. Bjarni Dagur kynnir dag- skrána, rekur feril Önnu og leggur fyrst og fremst áherslu á spaugilegu atriðin. Þarna kemur í Ijós aö Anna fæddist í Reykjavík, hóf feril sinn í Hafnarfjarðarstrætó og átti um skeið heima í Höfnunum, eins og Elly Vilhjálms, þótt þær séu ekkert skyldar. Hún kann utan- bókar alla texta sem hún hefur sungið fram að þessu - og japanska lagið Sukiyaki söng hún svo vel á sínum tíma að Japanir, sem heyrðu hana syngja það, fylltust heimþrá. Hljómsveitin Lúdó leikur undir söng og dansi en auk Önnu koma söngvararnir Stef- W“ 30 VIKAN 20. TBL1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.