Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 35

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 35
„Þaö gerir mig þá að lygara.“ „Alls ekki,“ sagöi Roger meö sömu blíðu, lágu röddinni. „Ég gerði upp viö mig að trú þín á það að þú sjáir inn í framtíðina myndi ekki hindra þig í því að hjálpa Chuck. Og það stóðst. En ég trúi ekki að Cathy’s brenni í kvöld frekar en ég trúi því að tunglið sé úr grænum osti.“ „Ég er ekki lygari, bara rugludallur," sagði Johnny. Þetta var áhugavert á óljósan hátt. Roger Dussault og margir þeirra sem skrifuðu Johnny höfðu sakað hann um að viðhafa brögð en Chats- worth var sá fyrsti sem sakaði hann um að vera með Jóhönnu af Örk-duld. „Ekki það heldur,” sagði Roger. „Þú ert ungur maður sem lenti í hryllilegu slysi og barðist til heilsu á ný og greiddi trúlega hryllilegt gjald fyrir. Vilji fólkið þarna úti í garði - þar með talin móðir Patty - hrapa að heimskulegum ályktunum verður því boðið að loka á sértrantinum um mál sem það ber ekkert skynbragð á.“ „Hvernig vissi ég þá nafnið Cathy's?" sagði Johnny skyndilega. „Óg hvernig vissi ég að það er ekki heimili einhvers?" „Chuck hefur talað heilmikið um teitið undan- farna viku.“ „Ekki við mig.“ Roger yppti öxlum. „Máski sagði hann eitthvað við okkur Shelley svo þú heyrðir til. Undirmeðvit- und þín náði því og geymdi það ... “ „Já,“ sagði Johnny bitur. „Allt sem við skiljum ekki er sett í U fyrir undirmeðvitund, er það ekki? Goð tuttugustu aldarinnar. Hve oft hefur þú gert það þegar eitthvað var á skjön við raunsæislífs- skoðun þína, Roger?“ Augu Rogers gætu hafa flökt örlítið - eða það gæti hafa verið ímyndun. „Þú tengdir eldingar við þrumuveðrið sem er á leiðinni," sagði hann. „Sérðu það ekki? Það er sáraeinf..." „Ég er að segja þetta á eins einfaldan hátt og ég get,“ sagði Johnny. „Elding mun Ijósta þennan stað. Hann brennur til grunna. Láttu Chuck vera heima. “ Ó, Guð, höfuðverkurinn var að koma. Hann lagði höndina á ennið og neri það órólegur. „Þú hefur lagt allt of hart að þér, Johnny." „Haltu honum heima," endurtók Johnny. „Hann ræður því og ég ætla ekki að taka af honum völdin. Hann er frjáls, hvítur og fullveðja." Það var barið að dyrum. „Johnny?” „Kom inn,“ sagði Johnny og Chuck kom inn. Hann virtist áhyggjufullur. „Hvernig líður þér?“ spurði Chuck. „Bara vel,“ sagði Johnny. „Ég er með höfuð- verk, það er allt og sumt. Chuck. .. ekki fara þangað í kvöld. Ég er að biðja þig sem vinur. Hvort sem þú hugsar eins og pabbi þinn eða ekki. Gerðu það. “ „Ekkert mál, maður,” sagði Chuck glaðlega og hlammaði sér niður á sófann. „Það væri ekki hægt að draga Patty nálægt staðnum. Þú dauðhræddir hana.“ „Mér þykir fyrir því en ég er feginn," sagði Johnny. „Þú sást eitthvað, var það ekki?“ Chuck leit á Johnny og siðan á föður sinn. „Ég fann það. Það var slærnt.” „Fólk finnur það stundum. Mér skilst að það sé hálfandstyggilegt." „Heyrðu ... það brennur þó ekki þarna í al- vöru, er það?“ spurði Chuck. „Jú,“ sagði Johnny. „Þú skalt ekki koma nálægt staðnum.” „En ..." Hann leit áhyggjufullur á föður sinn. „Útskriftarbekkurinn bókaði staðinn fyrir sig. Skól- inn styður það. Það er öruggara en tuttugu teiti og fólk að drekka á víð og dreif um þjóðvegina. Það verða líklega tvö hundruð pör þarna. Pabbi... “ „Ég held að hann trúi ekki orði af þessu,“ sagði Johnny. Roger stóð upp og brosti. „Ökum yfir til Som- ersworth og ræðum við veitingastjórann,” sagði hann. „Og líði ykkur eins á leiðinni heim getum við boðið öllum hingað í kvöld." „En hvers vegna ef þú ekki trúir þessu?” sagði Johnny. „Til að þið Chuck haldið hugarró ykkar,“ sagði Roger. „Og til að - þegar ekkert gerist í kvöld - ég geti sagt sagði ég ekki og skellihlegið svo að ykkur. En ég ætla að taka eitt fram hér og nú. Ég held ekki að það sé nein von til að fá eigandann til að hætta við fyrir þín orð eingöngu, Johnny. Þetta er líklega eitt stærsta kvöld ársins hjá honum.“ „Við gætum sagt honum einhverja sögu ... spunnið eitthvað upp ..." sagði Chuck. „Logið að honum, áttu við? Nei, það geri ég ekki. Ekki biðja mig um það.“ Chuck kinkaði kolli. „Allt í lagi.“ „Við skulum drífa okkur,” sagði Roger rösk- lega. „Klukkan er að verða fimm. Förum á Benz- inum.“ * 3 * Bruce Carrick, eigandinn, var við barinn þegar þeir komu inn rétt fyrir sex. Það dofnaði yfir Johnny þegar hann sá skiltið fyrir utan: EINKA- SAMKVÆMI f KVÖLD FRÁ SJÖ TIL LOKUNAR - SJÁUMST Á MORGUN. Carrick hlustaði á sögu Johnnys með æ meiri vantrú í svipnum. Þegar Johnny lauk máli sínu bauð Carrick honum að líta út um gluggann. Fyrir ofan þá var heiðskír himinn. Þrumuskýin voru horfin. „Ég held að þú sért eitthvað ruglaður," sagði Bruce Carrick. „En nú skal ég leiða þig í allan sannleika um staðreyndir lífsins. Útskriftarbekkur- inn er búinn að borga mér 650 dali fyrir þetta teiti. Þeir eru búnir að leigja ágætis rokkhljómsveit frá Maine. Maturinn er í frystinum og bíöur þess að fara í örbylgjuna. Salatið er í kæli. Drykkirnir kosta aukalega og flestir þessara krakka eru orðnir átján og geta drukkið eins og þeim sýnist.. . og í kvöld sýnist þeim svo. Hver getur láð þeim það? Maður útskrifast ekki úr grunnskóla nema einu sinni. Ég tek inn tvö þúsund dollara á barnum í kvöld eins og ekkert sé. Ég er búinn að kalla út tvo aukabarþjóna. Ég er með sex gengilbeinur og bryta. Hætti ég við þetta missi ég allt kvöldið, auk þess sem ég þarf að endurgreiða matinn. Ég fæ ekki einu sinni fastakúnna i kvöldmat vegna þess að skiltið hefur verið þarna alla vikuna. Skilurðu mig?" „Eru eldingavarar hérna?" spurði Johnny. Carrick fórnaði höndum. „Já, ég er með eld- ingavara! Það kom hérna maður fyrir fimm árum og ég keypti af honum eldingavara! Ertu þá ánægður? Jesús Kristur!" Hann leit á Roger og Chuck. „Hvers vegna leyfið þið þessu fífli að ganga lausu? Út með ykkur! Ég hef verk að vinna.” „Við skulumfara,” sagði Roger. „Þakka þérfyrir kurteisina og alúðina, Carrick." „Þakka þér fyrir ekki neitt," sagði Carrick. „Samansafn af fávitum!” Hann strunsaði aftur inn á barinn. Þeir fóru út og Johnny gekk að bílnum. Honum fannst hann gjörsigraður og höfuðverkurinn þrýsti á viö gagnaugu hans. Roger stóð með hendurnar í rassvösunum og horfði upp á langt og flatt þak byggingarinnar. „Á hvað ertu að horía, pabbi?“ spurði Chuck. „Það eru engir eldingavarar þarna,” sagði Rog- er Chatsworth hugsandi. „Alls engir eldingavar- ar.“ * 4 * Þeir sátu þrír í stofunni í stóra húsinu, Chuck við símann. Hann leit hikandi á föður sinn. „Fæst þeirra verða tilbúin að breyta um áætlun svona seint,“ sagði hann. „Áformin eru að fara út, það er allt og sumt,“ sagði Roger. „Þau geta allt eins komið hingað.” Chuck yppti öxlum og fór að hringja. Þegar upp var staðið kom um helmingur par- anna, sem ætlað höfðu á Cathy's, til þeirra og Johnny var aldrei alveg viss um hvers vegna. Sum komu líklega vegna þess að veislan virtist áhugaverðari og vegna þess að drykkirnir voru fríir. En fiskisagan flaug hratt og foreldrar margra þeirra höfðu verið í garðveislunni fyrr um daginn. Þess vegna leið Johnny eins og útstillingu í gler- búri mestan hluta kvöldsins. Roger sat sviplaus á stól í horninu og drakk vodka martini. Fyrir utan heyrðist þrumugnýr. Shelley sat í eld- húsinu og skrifaði bréf. Hún skrifaði undir, merkti umslagið og setti á það frímerki. „Þú fannst fyrir einhverju í raun og veru, var það ekki, Johnny?" „Jú.“ „Andartaks aðsvifstilfinningu," sagði hún. „Hugsanlega vegna næringarskorts. Þú ert allt of horaður, Johnny. Þetta hefði getað verið ofskynj- un, er það ekki?" „Nei, það held ég ekki.“ Fyrir utan heyrðist þrumugnýr aftur, en í fjarlægð. „Ég er bara fegin að hafa hann heima. Hann er eina barnið okkar... fremur stórt barn, en ég man vel eftir honum á hringekju í stuttbuxum. Og það er gott að fá að taka þátt í... síðustu athöfn drengjaáranna með honum." „Það er gott að þér finnst það,“ sagði Johnny. Hann fann skyndilega að hann var að beygja af. Síðustu sex til átta mánuði virtist sem tilfinninga- stjórn hans hefði dalað verulega. Roger kom inn í eldhúsið með lítið útvarp stillt á WMTQ, stöð sem lék sígilda tónlist. „Svolítið mótvægi við Elton John og Aero- smith," sagði hann. „Hvernig líst þér á að taka í spil, Johnny?" * 5 * Þeir spiluðu og kvöldið leið. Inn á milli fóru þeir niður og fullvissuðu sig um að enginn væri farinn að dansa á billjarðborðinu né farinn út fyrir í einkaveislu. „Það koma engin börn undir hér í kvöld fái ég við það ráðið," sagði Roger. Shelley hafði sest við lestur. Einu sinni á klukkustund var útvarpað fréttum og athygli Johnnys beindist frá spilamennskunni um hríð. En það var ekkert um Cathy’s í Somersworth - hvorki klukkan átta, níu né tíu. Eftir tíu-fréttir sagði Roger: „Ertu tilbúinn að draga eitthvað úr spánni, Johnny?" „Nei.“ Veðurfréttirnar boðuðu þrumuskúri á stöku stað en að stytta myndi upp eftir miðnætti. Að neðan heyrðist stöðugur gnýr bassans úr hátölurunum. „Veislan er að verða hávær," hafði Johnny á orði. „Veislan er að verða full," sagði Roger glott- andi. „Þau verða timbruð á morgun, því máttu trúa. Ég man í útskriftarboðinu mínu ..." „Hér er fréttatilkynning frá fréttastofu WMTQ," var sagt I útvarpinu. Johnny, sem hafði verið að stokka, dreifði spil- um um allt gólfið. „Slakaðu á, þetta er vafalaust eitthvað um mannránið á Flórída." „Það held ég ekki," sagöi Johnny. Þulurinn sagði: „Svo virðist sem versti eldsvoði í sögu New Hampshire hafi orðið rúmlega sjötíu og fimm ungmennum að bana í borginni Somers- worth. Eldurinn braust út í veitingahúsinu Cathy’s þar sem útskriftarveisla var í fullum gangi. Milton Hovey, slökkviliðsstjóri í Somersworth, segir að íkveikja komi ekki til greina; hann telur öruggt að elding hafi valdið eldsvoðanum.” Roger Chatsworth var náfölur. Hann sat tein- 20. TBL 1991 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.