Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 38

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 38
Svo, önnur spurning: Heföi ég getað breytt út- komunni? Já. Ég hefði getað ekið bíl inn um aðaldyrnar. Eða ég hefði getað brennt staðinn sjáifur fyrr um kvöldið. Þriðja spurning: Hverjar hefðu afieiðingarnar orðið fyrir mig? Fangelsun, líkiega. Lífsreynsla aimennings viðurkennir kannski einhvers konar innsæisgáfu mannshugans en lögin gera það svo sannarlega ekki. Ég held núna að gæti ég endurtekið þetta myndi ég gera annað hvort af þessu tvennu og láta mér afleiðingarnar í léttu rúmi liggja. Er mögulegt að ég hafi ekki fyllilega trúað mínum eigin spádómi? Mál Stillsons er hryllilega keimlíkt á allan hátt, nema ég hef miklu lengri tíma, Guði sé lof. Þá erum við komin aftur á byrjunarreitinn. Ég vil ekki að Greg Stiilson verði forseti. Hvernig get ég breytt því? 1. Farið aftur til New Hampshire og gengið í flokkinn hans. Reynt að vinna hervirki innan flokksins og á honum. Það er nóg af skít undir teppinu. 2. Ráðið einhvern annan til að grennslast fyrir um hann. Það er nóg eftir af peningum Rogers til þess að ráða einhvern góðan. Á hinn bóginn held ég að Lancte hafi verið nokkuð góður. Og Lancte er dáinn. 3. Særa hann eða bækla. 4. Myrða hann. Þá eru það annmarkarnir. Fyrsti kosturinn er ekki nógu öruggur. Þessi Elliman gæti líka kann- ast við mig eftir það sem henti á fundinum í Trimbull. Annar kosturinn. Gefum okkur að allt misjafnt um hann sé þegar komið fram í dagsljósið. Still- son gæti hafa tekið sér tak ef hann er búinn að móta pólitískar vonir sínar. Svo er það annað: skítur undir teppinu er aldrei óhreinni en fjölmiðlar vilja gera hann og fjölmiðlar eru hlynntir Stillson. Hann ræktar sambandið við þá. Annar kosturinn er engan veginn nægilega öruggur. Að skjóta og bækla hann? Kannski gæti ég það og kannski ekki. Væru kringumstæður réttar gæti ég það líklega - eins og á fundinum í Trimbull. Á hinn bóginn háði Franklin Roosevelt kosningabar- áttu sína úr hjólastól og það varð honum til fram- dráttar. Þá er launmorð eftir. Sá kostur er óumdeilan- legur. Sá sem er liðið lík getur ekki boðið sig fram til forsetaembættis. Ef ég get tekið í gikkinn. Og gæti ég það, hverjar yrðu afleiðingarnar fyrir mig? Það var heilmikið af öðru kroti en það eina mikil- væga sem eftir stóð var snyrtilega skrifað og undirstrikað: „Segjum að morð reynist eini kostur- inn. Og segjum að í Ijós kæmi að ég gæti tekið í gikkinn. Morð er samt misgjörð. Morð er misgjörð. Ennþá gæti önnur lausn fundist. Guði sé lof að mörg ár eru til stefnu." En svo var ekki, hvað Johnny áhrærði. Snemma í desember 1978 uppgötvaði Johnny Smith að hann átti einungis stutt eftir. 26. KAFLI 1 * Klukkan hálfþrjú síðdegis þann 26. desember 1978 afgreiddi Bud Prescott hávaxinn og fremur tekinn ungan mann með gránandi hár og rauð- sprungin augu. Hann sagðist ætla að fá góðan riffil, léttan. Bud sýndi honum úrvalið. Náunginn skoðaði þá vandlega og valdi svo Remington 700 riffil, hlaupvídd .243. Hann kvitt- aði fyrir kaupin með nafninu John Smith og Bud hugsaði: Hafi ég aldrei séð dulnefni fyrr þá sé ég það núna. „John Smith“ staðgreiddi - tók tuttugu dala seðla beint upp úr úttroðnu seðlaveski. Þegar „Smith" fór út úr versluninni tók Bud eftir því að hann var áberandi haltur. Það yrði ekkert vandamál að þekkja þennan náunga aftur, hugs- aði hann, eins og hann haltraði og með þessi ör upp og niður hálsinn. # ^ * Síðdegis 27. desember kom hávaxinn maður, sem farinn var að grána, að lúgu Bonitu Alvarez á járnbrautarstöðinni í Phoenix og vildi vita um járn- brautarferðir frá Phoenix til New York. Eftir að Bonita sýndi honum ferðirnar bað hann um brott- för þriðja janúar. Hún skrifaði út farmiðana og sagði honum að lestin kæmi inn á Grand Central stöðina í New York síðdegis sjötta janúar. Eftir að hann borgaði brosti Bonnie breitt til hans en Smith var á förum. Hann var náfölur og Bonnie fannst hann líta út fyrir að kenna mikið til. » 3 . Timmesdale í New Hampshire er lítið þorp fyrir vestan Durham. Minnsta Chatsworth-verksmiðjan heldur í því lífinu. Kvöld eitt snemma í janúar gekk ungur maður með grátt hár inn á Timmes- dale-krána, einu bjórkrána í bænum. Staðurinn var nánast tómur vegna þess að þetta var í miðri viku og norðanvindur í aðsigi. Halti maðurinn stappaði snjóinn af skónum sínum, kom upp að barnum og pantaði Pabst. Dick O’Donnell, eigandinn, afgreiddi hann. Hann mundi ekki til þess að hafa séð þennan náunga fyrr. „Viltu annan?“ spurði O'Donnell þegar hann kom aftur að barnum, eftir að hafa afgreitt kerling- arnar tvær í horninu. „Einn í viðbót ætti ekki að skaða," sagði maður- inn. Hann benti á blett yfir sjónvarpinu. „Þú hefur sem sagt hitt hann?“ Þar blasti við innrömmuð stækkun af teikningu úr dagblaði. Á henni var Greg Stillson, með hjálm- inn aftur á hnakka að fleygja manni í jakkafötum niður þinghúströppurnar. Sá í jakkafötunum var þingmaðurinn sem þegið hafði mútur í bílastæða- svindlinu fyrir rúmu ári. ! horni myndarinnar stóð skrifað: Til Dicks O’Donnell sem rekur besta bar i þriðja umdæminu. Greg Stillson. „Það geturðu sveiað þér upp á,“ sagði O’Donnell. „Hann hélt ræðu hérna í síðustu at- kvæðasöfnun. Hann var með veggspjöld uppi um allan bæ - að koma í krána á laugardaginn klukk- an tvö og fá sér einn í boði Gregs. Ég hef aldrei gert það eins gott. Fólk átti ekki að fá sér nema einn í boði hans en það endaði með því að hann greiddi allan reikninginn. Það er ekki hægt að gera miklu betur en það, er það?“ „Þér virðist finnast heilmikið til hans koma.“ „Já, mérfinnst það,“ sagði O’Donnell. „Ég held ég myndi láta hnefana skipta ef einhver ætlaði að halda öðru fram.“ „Ekki ætla ég að láta reyna á það. Fáöu þér frekar einn bjór." „Allt í lagi. Þakka þér fyrir, herra... ?“ „Johnny Smith heiti ég.“ „Ánægjulegt að kynnast þér. Ég er Dicky O'Donnell.” Hann fékk sér bjór úr krana. „Já, Greg hefur unnið þessum hluta New Hampshire mikið gagn. Og margir eru hræddir við að segja það hreint út en ekki ég. Greg Stillson á eftir að verða forseti einn góðan veðurdag.” „Heldurðu það?“ „Já,“ sagði O'Donnell. „New Hampshire er ekki nógu stór til að rúma Greg. Hann er hörkustjórn- málamaður. Ég áleit þessa gauka ekkert annað en svindlara og geri enn, en Greg er undantekn- ing frá þeirri reglu.“ Johnny sagði: „Flestir þeirra vilja vingast við mann meðan þeir eru í framboði en þegar þeir komast inn getur maður átt sig þar til í næstu kosningum." „Greg kemur í umdæmið um hverja helgi!“ sagði O'Donnell. „Finnst þér það benda til þess að við getum átt okkur?“ „Hverja helgi, já?“ Johnny saup á bjórnum. „Hvert? Trimbull? Ridgeway? Stóru borgirnar?" „Hann er með kerfi," sagði O’Donnell með lotn- ingu manns sem aldrei hefur getað komið sér upp kerfi sjálfur. „Fimmtán borgir, frá þeim stóru niður í lítil þorp. Hann heimsækir eina vikulega og byrj- ar svo á byrjuninni aftur. Finnst þér það benda til þess að við getum átt okkur?“ „Nei, það gerir það ekki,“ sagði Johnny í ein- lægni. „Hvað gerir hann? Tekur í höndina á fólki?" „Nei, hann er með fundarsal í hverri borg. Tek- ur hann frá heilan laugardag. Hann mætir þar um tíuleytið og fólk getur komið þangað og spjallað við hann. Hann svarar þeim spurningum sem lagðar eru fyrir og geti hann ekki svarað þeim fer hann aftur til Washington og finnur svarið!" Hann leit sigri hrósandi á Johnny og dró fram þvælda blaðaúrklippu. Neðst i greininni var listi yfir þær borgir sem Greg heimsótti um helgar með vænt- anlegum dagsetningum. „Viltu annan bjór, Johnny?" spurði O’Donnell. „Ef þú færð þér einn með mér,“ sagði Johnny og lagði tvo dali á barborðið. „Mér er svo sem sama. Þakka þér aftur,“ sagði O’Donnell og lét renna í tvö glös. „Mín er ánægjan,” sagði Johnny sem enn kynnti sér úrklippuna. „Samkvæmt þessu á hann að vera í Jackson um næstu helgi. Ég hef aldrei heyrt hennar getið. Hlýtur að vera smáborg?" „Bara þorp,“ samsinnti O’Donnell. „Það var skíðahótel þar en það fór á hausinn. Mikið at- vinnuleysi þar. En hann fer þangað. Talar við þá. Hlustar á umkvartanir þeirra. Hvaðan ert þú, Johnny?" „Frá Lewiston í Maine,“ laug Johnny. ! úrklipp- unni stóð að Greg Stillson myndi ræða við áhuga- samt fólk í ráðhúsinu. Skyndilega óskaði Johnny þess að hann væri dauður. Væri þessi hæfileiki gjöf frá Guði þá var Guð hættulegur brjálæðingur sem ætti að stöðva. Ef Guð vildi Greg Stillson feigan hvers vegna hafði hann þá ekki kæft hann á kjötbita? Eða drekkt honum í sundlaug? Hvers vegna þurfti Johnny Smith að gera skítverkin fyrir Guð? Björg- un heimsins var ekki á hans ábyrgð, hún var mál geðsjúklinganna og engir nema geðsjúklingar myndu freista þess. Hann tók ákvörðun um að láta Greg Stillson lifa og hrækja í auga Guðs. „Er allt í lagi með þig, Johnny?" spurði O'Donnell. „Ha? Já, vitanlega." „Þú varst svo skrítinn á svipinn.” Chuck Chatsworth að segja: Ef ég ekki gerði það myndi ég óttast að allt fólkið sem hann myrti myndi ásækja mig til dauðadags. „Bara annars hugar, býst ég við,“ sagði Johnny. „Þaö var ánægjulegt að fá sér drykk með þér.“ „Sömuleiðis," sagði O’Donnell, ánægður á svip. Þeir kvöddust og Johnny lét sig hverfa út í hríðina. FRAMHALD I NÆSTU VIKU 38 VIKAN 20. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.