Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 39

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 39
STIÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars -19. apríl Skuldbindingar, sem þú gætir hafa samþykkt í fljótræði, geta dregið dilk á eftir sér sem þú vissir ekki um. Þú verður að taka þessu þótt það kosti ein- hverjar fórnir. Heillamerkin eru þó ekki langt undan og þú gætir orðið fyrir happi líka. ^ NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Einbeittu þér að hagnýt- um hlutum og hugaðu að smá- atriðum því að hugsun þín er skörp um þessar mundir. Yfir- menn geta verið kröfuharðir en umbuna þér þó fyrir vel unnin störf. Það eflir sjálfsvirðingu þína að sýna fólki hvað í þér býr. í\) TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Haltu yfirveguninni á- fram allan þennan mánuð. Nú skiptir meira máli að gera fáa hluti vel en marga hluti þolan- lega. Búðu þig undir mikið ann- ríki seinna meir. Þú átt semsé mikið vinnuálag fyrir höndum í kringum 15. október. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Fjölskyldumálin taka mikið af tíma þínum næstu tvær vikur. Rólegar stundir heima eða ævintýri utan dyra hafa mik- il áhrif á þig. Þér hættir til að gera ofurmannlegar kröfur til sjálfrar/sjálfs þín en í rauninni gengur allt betur án þeirra. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Heimilið nær aukinni at- hygli þinni í þessum mánuði og þú kemst aftur I náin tengsl við fjölskylduna. Eyddu meiri tíma meðal ástvina þinna. Þeir sökn- uðu þín þegar þú hafðir mest að gera. Þú þyrftir að sýna svolitla þolinmæði í vinnunni. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Góðir dagar auka gleði þína áfram. Fjármálin komast á hreint um miðjan mánuð og virðast betri en þú áttir von á. Satúrnus eykur á stöðugleika Júpíters og þér vex áhugi og bjartsýni. Venus kemur inn í merki þitt, róar innra líf þitt og eykur þér þokka. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Óákveðni gæti orðið til þess að þú misstir af góðu fjár- hagslegu tækifæri snemma í mánuðinum. Þú sérð kannski eftir því en samt ertu ekki verr sett(ur) en áður. Athugaðu hvert þú stefnir því að tími uppgjörs er í nánd. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Félagsmálin verða með indælasta móti eftir 7. október. Þér gæti jafnvel fallið heiður í skaut. Samt ertu í öðrum þönkum. Þú verður að gera upp hug þinn í ákveðnu einkamáli, því að það er langt þar til þú færð annað tækifæri til þess. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Spennan (sambandi við ný verkefni fer að dofna og skilja eftir erfið en ánægjuleg viðfangsefni. Þú einbeitir þér að samskiptamálunum næstu daga en í kjölfarið kemur tími þegar þú vilt vera út af fyrir þig. Flest er með kyrrum kjörum. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Starfið skiptir þig ennþá miklu máli. Sýndu hæfileika þfna með vönduðum vinnu- brögðum og horfðu til framtíðar- innar með bjartsýni. Næstu dag- ar eru að vísu frekar tíðindalitlir en um miðjan mánuðinn aukast samskipti þfn við annað fólk. VATNSBERINN 20. janúar -18. febrúar Haltu þig við hefðbundn- ar vinnuaðferðir fyrst um sinn þvi þú þarft að leggja hart að þér í samvinnu við aðra. Notaðu sannfæringarkraftinn til að koma hugmyndum þínum á framfæri. Þannig undirbýrðu jarðveginn fyrir góð tækifæri seinna. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Nýleg samskipti við aðra opna þér sjónarhorn sem þig gat ekki órað fyrir. Rómantíkin verður hversdagsleg en þú gerir þér grein fyrir stöðu þinni. Þú færð áríðandi uþþlýsingar úr fjarlægð, hugsanlega varðandi ferðamál í framtíðinni. - Hefurðu heyrt um óhappið sem hann Gummi varð fyrir áður en hann gifti sig? - Já, en ég hef ekki séð hana ennþá. - Er það satt að maðurinn þinn sé alger bindindismaður? - Hvort hann er. Hann notar sítrónuvatn í staðinn fyrir rak- spíra. Ameríkani skrapp til Hafnar- fjarðar. - Do you speak English? spurði hann gamlan Hafnfirð- ing. - Ha? - Tala þhú enska? - What? - Reyndu nú að aka svolítið hraðar, sagði ökukennarinn þreytulega við nemanda sinn. - Annars eigum við á hættu að fá stöðumælasekt. - Ég er hættur við að flytja til Englands. - Af hverju? - Það er allt of hættulegt að búa þar. Þeir aka vinstra megin á götunni. - Nú, vissirðu það ekki fyrr? - Jú jú, en svo æfði ég mig á þessu í gær og ók á vinstri kanti frá Hafnarfirði og upp í Mosfellsbæ. FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda ■jnQ6as|JB() QU9A jn -)9L| J!|æiuB)!i| ‘669A ? uasq QU9A jnjaq iun|SQ!0| ‘Q!QJoq ? jbiuba >|ujs ‘qbjs jn jsjasj jnjaq uuqioq ‘juu;uj ja jbc| uuiQBds ‘ujasq J9 u|69uj bjjsuia jnuuy 20.TBL.1991 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.