Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 44

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 44
Tómas R. Einarsson ásamt trommuleikaranum á Nýjum tóni og íslandsför, Pétri Östiund. TÓMAS R. EINARSSON Frh. af bls. 21 ■ Það sem var mest framandi í ferðalaginu var að koma til Ból- ivíu og í fjöllin í Perú. ■ Ég veit ekki um neina djass- hljómsveit sem æfði eins tryll- ingslega og Nýja kompaníið. ■ Ég er ekki mikið fyrir svefn- gengilsmúsík og er ekki hrifinn af tónlist sem tekur mið af nú- tímatónlist, klassískri og hrær- ingi þar á milli. armönnum eins og um glæpamenn væri aö ræöa. Nú, þetta gekk allt á endanum en viö urðum aö afhenda passana okkar áöur en viö fórum aö sofa. Svo kom í Ijós aö þaö var ekki hægt að læsa herberginu og þá uröum við hel- víti hræddir en tókum þaö til bragös aö hlaöa öllu lauslegu fyrir dyrnar, því litla sem þarna var, borðinu, stólunum báöum og höföum koppinn efstan. Stuttu eftir að við erum lagstir til hvílu, nötrandi í háfjallaloftinu, kuldanum og hræöslunni, byrjar allt að hristast og skjálfa, koppurinn hendist út á gólf og virkið okkar hrynur eins og spilaborg. Við sprettum framúr og höldum að nú eigi aö ganga frá okkur endanlega. Nei, nei, það var þá bara lögreglu- maöurinn sem fengið hafði vegabréfin okkar og ekki gat lagst til hvíldar án þess að vita hvort við félagarnir værum kvæntir menn heima á íslandi! Það sem var mest framandi í ferðalaginu var aö koma til Bólivíu og í fjöllin í Perú. Indíán- arnir voru eiginlega harölæstir í framan, brugðu sjaldan svip og hlógu aldrei hátt. Ekki þar fyrir, þeir voru viðræðugóöir ef maöur tók þá tali en kurteisara sölufólk hef ég hvergi hitt. Á götunum í La Paz sátu konurnar með harð- kúluhattana sína yfir ullarslánum og prjónuö- um handtöskum, lokaöar og yfirvegaöar og yrtu aldrei á mann aö fyrra bragöi. Þó komumst viö nú aö því á krá í Cusco í Perú að indíánar geta blaöraö á viö masgefna íslendinga, gott ef viö vorum ekki farnir aö syngja meö þeim í lokin. Alla vega vorum viö vel timbraðir á leið- inni upp til Macchu Picchu, gömlu indíána- borgarinnar, morguninn eftir. - Fannst þér þetta ferðalag þitt breyta þér eitthvað? Varstu haröari í pólitíkinni eftirþessa ferö? Ég var nú svo öfgafullur í pólitík áöur aö þaö kom varla til greina aö ég yrði miklu verri i þeim efnum. Himinhrópandi munur á ríkum og fátækum og afturhaldssamar herforingjastjórn- ir, sem dilluðu rófunni í takt við bandaríska hagsmuni, staöfestu bara þaö sem ég hafði áöur haft grun um. En öll ferðalög hafa áhrif á mann og þá ekki síst þar sem maöur kynnist mjög framandi mannlífi. Þaðfer náttúrlega ekki hjá því aö þeir sem ferðast á þann máta sem við gerðum fái víðari sýn á mannlífið en þeir sem heima sitja. Þaö tíökaöist ekki ( Dalarút- unni að miðasölumaðurinn tæki upp tequila- flösku og salt og settist niöur til aö kjafta viö farþegana. Tómas veröur hugsi á svipinn og þaö er eins og minningarnar sæki aö honum smástund. Hann treöur aftur rólega í pípu sína og mér finnst rétt að skipta um umræðuefni. Margir vita aö Tómas hefur þýtt ýmislegt í gegnum árin og kannski er bara best að drífa hann burt frá hugsunum um Suður-Ameríku og færa talið inn á bókmenntahlið Tómasar. - Hvenær byrjaðir þú aö þýöa bækur? Ég dundaði mér viö einhverjar smáþýðingar þegar ég var úti í Ósló, svona mest fyrir sjálfan mig, þýddi þá Ijóö. Ég haföi líka unnið í erlend- um fréttum á Þjóöviljanum, þýtt Reuter og þaö var góöur skóli. Og svona hitt og þetta smá- vægilegt. Ef þú vilt aö ég telji eitthvað upp þá þýddi ég úr ensku hluta af bók sem heitir Stöövun kjarnorkuvígbúnaöar. Þaö var nú svona fyrsta alvöru þýðingarvinnan mín. Svo geröist það af tilviljun að ég fór aö þýöa Evu Lunu eftir Isabel Allende. Ég var að spyrja Halldór Guðmundsson, góðan vin minn hjá Máli og menningu, hvenær væri von á næstu bók eftir Isabel Allende og þá sagöi hann að þaö vantaði þýðanda og sló því fram hvort ég vildi reyna. Ég sagðist náttúrlega geta þaö, spurningin væri hvort ég gæfi mér tíma til þess! Ég fékk fyrsta kaflann sem prófstykki og síðan var mér gefið grænt Ijós á framhaldið. Nú þykir spyrjanda tími til kominn aö fara að fræðast um aðaláhugamál Tómasar og lifi- brauö, kontrabassann og djassspilamennsk- una. - Hvenær fórstu að spila fyrir alvöru á kontrabassann? Já, segir Tómas og lifnar svolítiö viö. Þetta byrjaði eiginlega þarna úti í Ósló. Þar lærði ég loksins aö spila undir í blús. Það sem Scott Gleckler vildi ekki kenna mér, það læröi ég af plötu þar sem Niels-Henning spilaði blús meö saxófónleikaranum Ben Webster. Ég barðist í gegnum þaö þangaö til ég var búinn aö herma eftir allar nóturnar og læra þetta helvíti. Síðan gerist þaö á páskum - þá var ég búinn meö mitt nám í Ósló og var aö klára BA ritgerðina mína sem er um djass á íslandi 1947-55, fyrsta blómaskeiðið í íslenskum djassi - að ég fæ boð frá vini mínum í Kaupmannahöfn, fyrr- nefndum Halldóri Guðmundssyni, þess efnis aö hann sé búinn aö ráöa mig sem kontra- bassaleikara í hljómsveit þar í borginni. Nú skuli ég drífa mig til Hafnar, þar bíöi mín starf. Ég fer þangaö og gerist bassaleikari hjá Diab- olus in Musica, síðari útgáfunni af þeirri sveit. Mér brá allnokkuð því þetta fólk hafði verið í tónlistarskólum meira eða minna frá því þaö byrjaði að ganga og ég haföi átt kontrabassa í sex mánuði. En ég var duglegur að æfa mig og meðfram því sem þessi sveit hljóöritaöi plötu fórum við aö djamma saman upp úr djass- biblíunni, viö Sveinbjörn I. Baldvinsson sem spilaði á gítar en er nú þekktari sem rithöfund- ur og Aagot Óskarsdóttir sem var á píanóinu. Um haustið fór megnið af þessu fólki heim og það varð úr aö við Sveinbjörn stofnuðum Nýja kompaníiö ásamt fornvini mínum, Sigurbirni, sem spilaði á saxófón. Hann fékk svo á píanó Jóhann G. Jóhannsson sem nú starfar hjá Leikfélagi Reykjavíkur og á trommur var feng- inn altmúligmaðurinn Siguröur G. Valgeirsson. Nafni hans Flosason kom svo síðar um haust- iö. Viö byrjuðum að æfa og komum í fyrsta skipti fram eftir aö hafa æft i eina viku, undir nafninu Bláa bandiö. Þá höföum viö náö að æfa ellefu lög sem við svo spiluðum aftur og aftur! Nokk- uö frumstætt en virkaði þó. Ég veit ekki um neina djasshljómsveit sem æföi eins tryllingslega og Nýja kompaníið. Enda veitti ekki af, við vorum náttúrlega byrj- endur! Við hlustuðum mikiö á djassmúsík og lágum í þessu, áhuginn var ódrepandi. Hljóm- sveitin hélt svo út fram að jólum 1982 en fyrr á því ári haföi Fálkinn gefið út einu hljómplötu sveitarinnar, Kvölda tekur. Á henni voru lög eftir okkur og fínar útsetningar Jóhanns G. Jó- hannssonar á íslenskum þjóölögum. Nýja kompaníiö var sum sé fyrsta alvöru djass- bandið sem ég lenti í. - Hvað gerðist svo? Tómas kveikir þriðja ganginn í pípu sinni, sem honum augljóslega þykir vænt um, hann sýgur þrisvar sinnum reykinn að sér og það snörlar í pípunni. Ööö... ætli ég hafi ekki verið byrjaður að spila með Guðmundi Ingólfssyni um þetta leyti. Það var skemmtilegur tími og við fórum tvisvar til Lúxemborgar og spiluðum þar. Ég spilaði með Guðmundi fram á haust 1983 en þá fór ég til Kaupmannahafnar í áframhaldandi kontrabassanám eftir að hafa lokið sex stigum hjá Jóni Sigurðssyni hér heima. Nokkru áður hafði ég ráðfært mig við Niels-Henning, svona um það hvað maður ætti að gera. Hann sagði: „Þú átt að fara að læra að spila klassík hjá Johan Poulsen." Sá kenndi honum á sinni tíð og hjá þessum heið- ursmanni var ég veturinn 1983-84. Ég æfði mig sirka sex tíma á dag og var lengst af að æfa tvær fyrstu sellósvítur Bachs. Þær voru erfiðar, ekki síst vegna þess að ég spilaði sellónóturnar og þetta var allt uppi á bassan- um og allt spilað með boga. Ég þjálfaðist nú ekki mikið í djassmúsík þann vetur en lærði að spila hreint. Á kvöldin bjó ég svo á djassklúbbunum þarna í Kaupmannahöfn og hlustaði á gífur- legan fjölda músíkanta af ýmsu tagi. Og um sumariö fór ég á námskeið hjá John Tchicai í frjálsdjassi. Það var alveg óhemju gagnlegt og opnaði manni nýja sýn. Eftir að ég kom heim hef ég sjaldnast verið í föstum hljómsveitum en spila þó mikið meö sömu mönnunum, til dæmis þeim Eyþóri Gunnarssyni og Sigurði 44 VIKAN 20. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.