Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 45

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 45
Flosasyni. Líka meö Friðriki Karlssyni og Gunnlaugi Briem. Þeir ásamt Eyþóri og Rúnari Georgssyni spiluöu meö mér á plötunni Ófétis jazz sem kom út 1985. - Þá ertu byrjaður aö semja djassmúsík. Flvenær byrjaöir þú á því? Þetta kemur allt saman einhvern veginn án þess aö maður plani þaö. Ég átti eitt lag á plötu Nýja kompanísins. Það heitir Stolin stef og Kjartan Ragnarsson gerði síðar texta við það og svo söng Ragnheiður Steindórsdóttir það ásamt kór Leikfélags Reykjavíkur inn á plötu. Þetta byrjaði sumsé í Nýja kompaniinu, við vorum á frumsömdu línunni í bland við djass- klassíkina, en veturinn eftir að ég kom heim frá Kaupmannahöfn sat ég stundum við píanóið heima í kjallaranum á Klapparstíg og var svona að dúlla mér. Ég fór að skoða línur bi- bopparanna og lög eftir menn eins og Mingus og Wayne Shorter og svo kom þetta svona smám saman uns ég var fullfær um þetta að kalla. - Er það ekki óðs manns æði, eins og þú hefur verið að gera, að gefa út djassmúsík á íslandi? Það varð dálítið löng þögn, nógu löng fyrir gömlu klukkuna á veggnum til að slá tvö högg. Það er eins og Tómas sé að hugsa sig um, verður svolítið spekingslegur á svipinn. Jú, ef þú reiknar dæmið út frá sjónarmiði út- gefanda getur verið erfitt að reikna það út með hagnaði. En maður hugsar ekki þannig. Þú gerir þetta af því þig langar til þess. Ef þú getur gert plötu gerirðu það ef þú vilt koma einhverju á framfæri. Þannig að skynsemin kemur aldrei fyrr en eftir á, enda eins gott. - Nú er liðinn langur tími frá því að platan með Nýja kompaníinu kom út og þú hefur sjálf- sagt þroskast. Er þetta ekki orðið léttara fyrir Þig? Eeee ... jú, en þó kemur það á móti að eftir því sem maður batnar, bæði sem bassaleikari og lagasmiður, þá ræðst maður í erfiöari verk- efni. Þannig að það léttist ekkert svo óskap- lega, maður spennir bogann einfaldlega alltaf hærra og hærra. Og svo skipulegg ég alltaf sjálfur upptökurnar því þó það sé dálítið puð hefur það þann kost að maður ræður því sem maður gerir. Það hefur enginn útgefandi komið með neinar athugasemdir, hvorki við lög, út- setningar eða annað. Og þetta skiptir mig ákaflega miklu máli. Ekki síst þegar maður semur lögin, þá verður maður að geta gert þetta eftir eigin höfði. Það sem meðal annars skilur djassmúsíkina frá dægurtónlistinni er að upptökustjórarnir og útgefendurnir eru ansi mikið með puttana í músíkinni. Kannski eðli- legt, þeir vilja að þetta sé aðgengilegt og seljist. Þar með er maður búinn að framselja hluta af sínu listræna frelsi, svo maður gerist Leyfi frá bólivískum lögregluyfirvöldum til að gista i Oruro. nú hátíðlegur. Ég vil frekar búa við það að taka á mig einhver verk sem þessu fylgja og geta þá stjórnað þessu sjálfur, jafnvel þótt það kosti kannski einhverjar vinsældir. - En hvers konar djassmúsíkant ert þú? Ætli sé nú ekki best að lýsa því með því hverju maður er hrifnastur af og hverju maöur er ekki hrifinn af. Nú er það einu sinni svo að maður er ekki fastmótaður einu sinni fyrir lífstíð. Maður er alltaf að breytast og skoðanir manns og músíksmekkur með. Ég held samt að það séu nokkrir drættir sem einkenna þá músík sem ég hef komið nálægt. Ég er til aö mynda mikið fyrir sterkar melódíur og lagræna hugsun. Þetta verður að vera sönghæft innan ákveðinna marka, en mér er líka illa við klisjur. Ef ég á að lýsa i mjög knöppu máli því sem ég vildi að einkenndi mín lög væri það að þau væru sönghæf og frumleg. Það er að segja að þau færu óvenjulegar leiðir að þessu setta marki, ekki leiðir sem aðrir hafa rutt. Ég er líka mjög hrifinn af rólegum lögum, ballöðum þar sem fólk berar sálina og spilar og syngur úr sér hjartaö, eins og Billie Holiday til að mynda. Og svo er ég hins vegar mikið fyrir blúsaðan og kraftmikinn djass. Ég er ekki mikið fyrir svefngengilsmúsík og er ekki hrifinn af tónlist sem tekur mið af nú- tímatónlist, klassískri og hræringi þar á milli. Þetta eru fullkomlega aðskildir heimar og mér finnst að þær tilraunir sem menn hafa gert til að bræða þetta saman hafi allar mistekist. Flvað þjóðlögin varðar hef ég mjög takmarkað- an áhuga á að blanda þessu saman. Þjóðlög eru þjóðlög og djass er djass. Mér finnst oft þegar menn hafa verið að hræra þessu saman, þjóðlögum og djassi, að þetta hafi runnið út í meinlaust dinnergutl. Ég er aðskiln- aðarsinni í þessum efnum. I mínum huga er blúsinn lykilatriði í þessum efnum og þá á ég ekki bara við þennan tólf takta klassíska blús heldur er það blústilfinningin og bláu nóturnar sem gilda. Án þeirra er enginn djass fyrir mig. Þeir sem ekki spila þær eru að spila eitthvað annað en djass. - Á djassinn framtíð fyrir sér hér heima? Já, svo sannarlega. Menn hafa reyndar ver- ið að spyrja þessarar spurningar síðastliðin fimmtán ár. Ég held að þessi djassvakning, sem hófst um miðjan áttunda áratuginn, hafi smám saman verið að síast heilmikið út í þjóð- félagið. Það hafa ekki verið gerðar neinar bylt- ingar og ekki alltaf troðfull hús en ég hef það á tilfinningunni að djassinn sé fyrir alllöngu viður- kenndur sem gildur þáttur í íslenskri tónlistar- menningu. Nú má kannski segja að móttöku- skilyrði hafi verið betri síðla á áttunda áratugn- um. Svokölluð uppakynslóð og sú tíska sem henni fylgdi var kannski ekki nákvæmlega kjör- hópur djasstónlistar, en það hefur breyst aftur. - Er eitthvað sem þú sérð eftir að hafa ekki gert? Nú tottar Tómas pípuna sína í gríð og errg um leið og hann kveikir í og snörlið í henni hefur magnast til muna. Það leikur tvfrætt bros um varirnar. Nú ætti ég líklega að segja að ég sjái eftir því að hafa ekki byrjað að leika á kontrabassa þegar ég var fjórtán ára, í staöinn fyrir tuttugu og sjö. En ég held ekki, hvað sem líður ókost- um þess að byrja þegar maöur er orðinn roskinn! En ég gæti ekki hugsað mér aö hafa farið á mis við það sem ég gerði og ég hefði ekki gert ef ég hefði verið farinn að spila á kontrabassa. Þannig að ég segi bara eins og Edith Piaf: Je ne regrette rien, ég sé ekki eftir neinu. - Ertu trúaður? Ekki var ég það nú. Ég sagöi mig úr þjóð- kirkjunni þegar ég var sextán ára, strax og ég hafði aldur til. Ég varð frægur trúleysingi ( menntaskóla eftir að ég hélt mikla ræðu gegn þjóðkirkjunni og hvatti til þess að hún yrði lögð niður og menn kostuðu sitt trúboð sjálfir. Varð af þessu nokkur hvellur og ég fékk meira að segja nafnlausa níðvisu í pósti. En það var nú svo mikið af skandalíserandi fólki í Flamrahlíð- inni að þetta var innan þeirra hefða sem þar ríktu. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið leitt hugann að þessu en nei, ég get ekki sagt að ég sé trúaður. Flér slitum við samtalinu, kláruðum kaffið. Tómas hafði ekki tekið niður skemmtilegu leð- urhúfuna sína og enn var hann í leðurjakkan- um góöa. Og þegar við gengum út í síðsumar- kvöldhúmið í höfuðborginni, sem var róleg að kveðja enn einn daginn, hljómaði eitt að stefj- um Tómasar í kolli undirritaðs. Það yrði gott að sofna út frá því. Djassplötur/diskar sem Tómas R. Einarsson hefur átt frumkvæði að: Þessi ófétis jazz (Jazzvakning 005) 1985 Hinsegin blús (AB 8702)1987 Nýr tónn (Skífan SLP, SCD 53) 1989 Islandsför (PS: Músík 91032, 91034) 1991 20. TBL. 1991 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.