Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 52

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 52
PIEZO-RAFTÆKI í STAÐ NÁLARSTUNGU Nú hefur veriö hannaö lítið og handhægt tæki sem gefur frá sér svokallaða Piezo-rafgeisla sem lina sársauka. Piezo-raf- magniö er sagt virka á sama hátt og hinar kínversku nálar- stungur og hefur verið notað erlendis bæði af læknum og „kírópraktíkerum". Tækið er lagt við þá staði á líkamanum þar sem sársauki er fyrir. Síð- an er handfanginu þrýst fram og til baka og hausnum nudd- að mjúklega eftir svæðinu þangað til sársaukinn hverfur. Tækinu skal þó ekki beitt leng- ur en tvær mínútur í senn á hvern sársaukablett en óhætt er að nota það nokkrum sinn- um á degi hverjum. Það skal aðeins notað á þurra húð og unnt er líka að koma því við í gegnum föt. Ekki má nota tæk- ið á opin sár og augu. PIEZO-CARE tækið er unnt að panta hjá Belís-heilsuvör- um (s. 91- 667580) og í Svensson-heilsubúðinni f Mjódd. □ NÝR ILMUR BERST NÚ AÐ VITUM OKKAR KALIFORN FRÁ JACLYN SMITH Þetta ilmvatn hefur farið sigurför um Bandaríkin að undanförnu og er eitt mest selda merkið þar um þess- ar mundir. Ilmurinn er í senn ferskur og mjúkur, rómantískur og ögrandi. Hann vekur upp hugrenn- ingar um fegurð Kaliforníu og blómskrúð, angan af sumri og frjósemi jarðar. Hér er á ferðinni nýstárleg og fersk angan í flóru ilm- vatnanna. □ Hún horfði á hann í rökkrinu. Dökkur koll- urinn hvíldi óþvingað- ur á koddanum. Hve hún naut þess að horfa á hann sofa eftir að þau höfðu elskast. Heitt og ákaft eins og þau voru vön. Villiblómin var hún vön að kalla þau þegar þau voru hætt að vera feimin við hvort annað. Það var einhver til- beiðsla í ástinni á milli þeirra, einhver tónn svo sterkur að allt annað hvarf og hún skynjaði ekkert nema þessi brúnu augu, þetta svarta hár og hvíta húð með brúnum freknum hér og þar. Svo fallegt, hugsaði hún og strauk nokkrar freknur á öxl hans með fingurgómun- um. Hún leit út um gluggann. Allt var svo fallegt, að henni fannst. Laufin féllu af trjánum, flögruðu hægt og tignarlega til jaröar. Það var komið haust. Haust úti, haust inni, því þau voru ekki ung lengur. Hún sá í rúðunni konu sem ekki var gott að sjá aldur á því lífið hafði farið vel með hana þótt hún hefði kynnst erfiðleikum eins og aðrir. En alltaf hafði birt. Hvað hafði verið erfiðast? hugsaði hún með sér og reyndi að muna löngu liöna atburði. Það hafði verið sárt að fæða börnin, svo ótrúlega sárt. Af hverju hafði ekki verið meira skrifað og talað um sársauk- ann svo það væri betur hægt að átta sig á honum. Það átti ekki við hana að vilja ekki viöurkenna óþægilega hluti. Og taugaáfalliö hafði verið hræðilegt en hvernig sem hún reyndi gat hún ekki almenni- lega munað það, enda langt um liðið. Hún mundi þó sárs- aukann og þjáninguna sem fyrir augu bar meðan hún dvaldist á spítalanum, eftir aö hjartað í henni gerði uppistand og engin hjartaróandi lyf gátu sefaö bálið sem bjó í brjóstinu á henni og hún missti stjórn á lífi sínu skamma stund. Hafði hún kannski aldrei stjórnað lífi sínu almennilega áður fyrr? Hafði hún ekki alltaf leyft öðrum að ráða ferðinni, spurt aðra hvað þeir vildu áður en hún lærði að leita svara hjá sjálfri sér? „Auka ánægjuþætt- ina í lífinu," sagöi læknirinn sem fann ekkert að henni. Hún tók hann á orðinu og fór að gera það sem hún vildi og helst ekkert annað. Hún valdi sér ánægjulegar athafnir og spurði sjálfa sig hvað hún þráði og hvers hún hafði alltaf saknað. Henni varð litið á manninn sem blundaði við hliðina á henni. Hann hafði hún þráð að snerta með orðum sínum og tilfinningum og það hafði hún fengið. Það hafði ekki gerst hratt frekar en aðrir góðir hlutir, heldur hægt, eins og svif laufanna af trjánum þarna úti og í líku litrófi sem hjá þeim. Þessi fallegu blæbrigði, allt þetta fagra, sem augað sér, varð þeirra. Hún brosti. Hvaða vanga- veltur voru þetta eiginlega mitt í síðdegiskyrrðinni. Hún kink- aði kolli til konunnar í rúðunni andspænis sér. Henni þótti undurvænt um þessa konu og dáðist meira aö segja svolítið að henni fyrir að hafa þorað að nálgast það sem hún þráöi og höndlað það. Ekki áreynslu- laust en ástúðlega þó. Hún renndi fingrunum inn í svart hárið, greip þéttingsföstu taki í þetta svarta hár sem neitaði að grána. Hvað myndi hann segja þegar hann vaknaði? Eitthvað fallegt, hugsaði hún eins og svo oft áður. „Villistelpan mín,“ sagði hann og greip hana í faðminn. Hægt hvarf hún til hans í hauströkkrinu. Tvö leikandi lauf í lífsins dansi, líkt og lauf- blööin í garðinum þeirra fyrir utan gluggann. □ 52 VIKAN 20. TBL. 1991 ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.