Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 64

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 64
KVIKMYNDASMIÐJAN segja ekki meira í bili. Há- skólabíó mun taka myndina tii sýninga í vetur. Þaö er alltaf mikill fengur í því ef Al Pacino leikur í nýrri mynd. Nýjasta kvikmyndin meö honum heitir Frankie and Johnny. Augnayndið Michelle Pfeiffer (The Russia House) leikur auk þess í myndinni. Al Pacino leikur fyrrverandi fanga sem vill breyta rétt og ætlar aö gerast heiðarlegur það sem eftir er lífsins. Mic- helle Pfeiffer leikur gengil- beinu sem orðin er vondauf um að verða ástfangin. En viti menn, undur og stórmerki gerast. Ástin blossar upp þeg- ar fundum þeirra ber saman. j kvikmyndinni Dogfight leikur hinn stórefnilegi leikari River Phoenix (Stand by Me, Running on Empty, Love You to Death). Leikur hann sjóliða sem er á förum til Víetnam. Hann hefur þó einn dag til þess að sleppa fram af sér beislinu og það gerir hann svo sannarlega. Skötuhjúin Don Johnson og Melanie Griffith leika nú loksins saman í myndinni Par- adise. Þetta er hvorki spennu- mynd né gamanmynd. Þetta er mynd sem fjallar um harm- sögulegt efni. Þau leika hjón sem nýbúin eru að missa barn sitt og hafa nú aðeins hvort annað og... vin. Þessi vinur á síðan eftir að reynast þeim afar vel. Handritahöfundur myndar- innar Kiss of the Spider Woman hefur nú sest í leik- stjórasætið og leikstýrt mynd- inni Naked Tango. Myndin fjallar um ástir og örlög fólks í Argentínu á þriðja áratug þessarar aldar. Roman Polanski (Pirates, Frantic, Tess) hefur nú leikið (en ekki leikstýrt) í myndinni Back in the USSR. Mynd þessi er öll tekin í Moskvu og fjallar um ungan amerískan námsmann sem veröur ást- fanginn af rússneskri snót. Þau tengsl eiga eftir að reyn- ast stórhættuleg. Þetta er ískaldur tryllir. Sú hæfileikaríka leikkona Barbara Hershey (Shy People, Hannah and Her Sisters) leikur nú I myndinni Defenseless. Leikur hún lög- fræðing sem kallaður er á vett- vang til að verja konu sem Nú er hauströkkrið kom- ið yfir okkur. Á þessum tíma stundar fólk kvik- myndahúsin meira en á sumr- in. Við skulum athuga kvik- myndaúrvalið sem í boði var vestanhafs í síðasta mánuði. Nú loksins deyr hinn hræði- legi Freddy Kruger [ fram- haldsmyndinni Freddys Dead: The Final Nightmare. Þetta er sjötta myndin. Skyldi þetta nú vera lokakaflinn! Myndin verður sýnd í Laugar- ásbíói áður en langt um líður. Gene Hackman alvarlegur ásýndum í Company Business. Mikhail Baryshnikov er með honum á myndinni. í hasar- og njósnamyndinni Company Business leika þeir Gene Hackman og ball- ettmeistarinn Mikhail Barys- hnikov. Gene Hackman leikur útsendara frá CIA, leyniþjón- ustu Bandaríkjanna. Mikhail leikur hins vegar KGB-mann (sem í dag heyrir sögunni til). Söguþráðurinn er á þá leið að Gene Hackman leikur njósnar- ann Sam Boyd sem sendur er til Berlínar. Meðferðis hefur hann rússneskan njósnara og tvær milljónir Bandaríkjadala. í Berlín eiga að fara fram njósnaraskipti. En áður en skiptin fara fram er skotið á persónur Hackmans og Barys- hnikovs. Allt virðist fara úr- skeiðis. Það eina sem persón- ur Hackmans og Baryshnikovs geta gert er að taka höndum saman og vinna sameiginlega að lausn mála. Þetta þykir kraftmikill njósnatryllir þrátt fyr- ir endalok kalda stríðsins. Laura Dern að táldraga ungan saklausan dreng sem lelklnn er af Lukas Haas í Rambling Rose. Laura Dern, sem við þekkj- um öll úrtryllimyndinni Wild at Heart, leikur nú í nýrri mynd sem hlotið hefur nafnið Rambling Rose. í myndinni leika auk þess Lukas Haas (Witness, Lady in White, Mus- ic Box), Robert Duvall (Apoc- alypse Now, Tender Mercies) og Diane Ladd sem auk þess er móðir Laura Dern. Myndin gerist á kreppuárunum í Bandaríkjunum og fjallar um unga og kynþokkafulla blóma- rós sem ræður sig til heimilis- starfa hjá fjölskyldu í Suður- ríkjunum. Sjónvarpsleikarinn Scott Bakula (úr sjónvarpsþáttun- um Quantum Leap) leikur nú í kvikmynd sem heitir Neces- sary Roughness (Nauðsyn- leg harka). Ásamt honum leika Hector Elizondo (Pretty Woman) og Robert Loggia (Triumph of the Spirit). Þar segir frá bakverði ( ameríska fótboltanum. Hann spilar með spilltu háskólaliði. Myndin fjall- ar síðan um það hvernig þjálf- arar tveir, sem leiknir eru af Robert og Hector, beita sér fyrir að kveða niður spillinguna sem ríkir í háskólaliðinu. Undradrengurinn Kenneth Branagh, sem árið 1989 leik- stýrði hinu sígilda verki Shak- espeares, Hinrik V, þá aðeins 28 ára gamall, er nú búinn að leikstýra bandarískri bíómynd. Myndin heitir Dead Again eða Dauður aftur. Skínandi gott leikaralið leikur í myndinni. Má nefna Andy Garcia (The Un- touchables, Internal Affairs, Black Rain, Godfather III), Robin Williams (Awaken- ings), Derek Jacobi (Henry V), Hanna Schygulla (The Marriage of Maria Braun, Lili Marleen) og Emma Thomp- son (Henry V) sem auk þess er eiginkona Kenneth Bran- agh en hann fer með hlutverk í myndinni. Dead Again er í sígildum sakamálastil, hefst Robert er ranglega dæmdur til dauða f Dead Again. árið 1948 og fjallar um hjónin Robert og Margaret sem höfðu flúið England árið 1940 til að losna við hörmungar stríðsins. Þau búa í Kaliforníu en hamingja þeirra verður að engu þegar eiginkonan finnst myrt. Hún hefur verið stungin til bana. Eiginmanninum, Robert, er kennt um ódæðiö. Hann hlýtur dauðadóm og er settur í rafmagnsstólinn. Síðan víkur sögunni til árs- ins 1991 og fjallað er um einkaspæjarann Mike sem að- stoðar dömuna Grace. Grace þessi á við minnisleysi að stríða. Mike lætur dáleiða hana og hefst þá aðalplottið. Það kem- ur nefnilega á daginn að Mike hafði verið Robert í fyrra lífi og Grace eiginkonan Margaret. Auk þess kemst Mike að því að Robert var ranglega dæmdur, var alls ekki ódæðis- maðurinn. Það er best að 64 VIKAN 20. TBL. 1991 TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.