Alþýðublaðið - 07.03.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1923, Blaðsíða 3
sem náttúran hefir ekki gefið nægilegt slsegðarvit, enda þótt sá flokkur væri ot't mannfleiri. Eftir því, sem framþróuoin óx, sáu andans mikilmenni, að þessi barátta um auð og völd var til- gangslaus vitleysa Sameiginlega gat alt mannkynið lifað og starf- að sem einstakir flokkar, og sameiginlega getur það neytt brauðsins í sveita síns andlitis. Þess vegna er öreigalýður allra landa að bindast samtökum, og hann vinnur að því að slétta yfir öll lándamæri, þvt að hin margumrædda ættjarðárást er orðin svipa á þegna landanna, landamerkin fótakefli lægri stétt- anna, og því er ættjarðarástin valdhöiunum eigingjörnu hand- hægt bitbein til þess að hefja sjálfa sig, en láta sakleysingja berast á banaspjótum. Öreiga- lýður allra landa hefir sagt þess- um ófögnuði stríð á hendur. Það er leitt, að það skuii þurfa áð kosta stríð, en það er hið eina stríð, sem er afsakanlegt, þar sem barist er tyrir heill allra, — jafnt þeirra, sem við er barist. Þegar baráttunni er lokið og sigurinn fenginn, byrjar mann- kynið nýtt og betra llf í ríki sameignár, samvinnu og sámúðár, þar sem öll framleiðsla þjóðanna verður hnitmiðuð við þörfina í hverjum lið út af fyrir sig, en ekki alt í botnleysu framleitt, sém nú á sér stað og nú líðst. Við erum að mynda keðju, bræður og systur! sem berst eingöngu fyrir auknu réttlæti og mannbótastarfsemi. Séu nú ein- hverjir, sem hafa unnið á móti oss eða ekki verið okkar fylgi- nautar, en vilji snúa við og verða okkur samferða, þá réttum við hverjum þeim; sem einlægur er, fúslega hendur til sátta, og fyr- irgefum fúslega mótgerðir, hafi þær einhverjar verið, og bjóðutn velkominn hvern bróður og hverja systur, sem í hóp vorn kemur. Sigur réttlœtisins er eins og aðrir sigrar einungis undir sam- tökum Jcominn. Söfnamst því undir merki jafnaðarstefnunnar í dag, á morgun, því fyrr, því betra, og látum ekki neinum líðast að troða á rétti neins. ‘ þ’á er sigurinn vísl ALÞYÐUBLAÐIÐ Spánskar nætur. Tuttugu sinnum er nú búið að skemta Reykvíkingum með leik þessum. Enginn innlendur leikur mun hafa vakið eins mikinn hlát- ur og þessi. Leikendurnir hafa ieikið mjög vel yflrleitt, en ágæt- ast þeir, er mest stóð á. Söng- kraftar voru góðir og jók það ánægju leikhúsgesta. Tjöld voru prýðileg og samspil ágætt. Nokkurra öfga gætti í leiknum, en í svona leik sóma þær sér ekki illa. Það er heilsubót að hlæja; en betra þyrfti loftið að vera í hinu svo kallaða ieikhúsi. fað er hollara að skjálfa af hlátri, sem réttmœtt skop orsakar, en titra af óita og skelfingu undan áhiifum sorga, moiða og mann- vonzku, sem stimpluðu leikritin eru full af. Þaiflegt er að sýna samtíðar- mönnum í spegil. Spánskar nætnr bregða upp fyrir samtíðinni, hvern- ig hún er. Getur þar að líta lif- andi myndir. Fyndni er mikil í leiknum, en ekki nógu grœskulaus. Æskilegt, hefði verið að nefna engin nöfn nútíðarmanna, §n sýna' afglöpin. Skopleikir hafa því að eins rétt á sér, að í þeim sé leitast við að bæta mennina, Það er illgresið, sem á að upp- , ræta. Þab eru meinsemdirnar, sem skera á. Og þar duga ekki nema bitur tæki. Skulu þá oddav í háði ( hertir og eggjar í skopi skerptar. En þeir, sem illgresið slá, verða varlega að fara, svo að þeir grandi ekki þeim gróðri, sem rétt heflr til þess að spretta. Og þeir, sem á kýlum stinga og í meinsemdir skera, veiða varlega að fara, til þess að særa ekki það sem heil- bvigt er. Hvefsnin er réttlaus. Hún er vopn, sem snýst í höndum þess, er beitir og vinnur honum tjón. Kurteisi er sjálfsögð. Mál er skylt að vanda. „Að ganga i vatn ið“ er vóhæft meðal íslendinga, enda nadt það sín aldrei. Hafi höfundarnir margfaldar þakkir fyrir þá ádeilu, sem rétt- mœt er og leiðbeinir þjóðinni. Auðnitt þeim að verða listfengari. Taki þeir fyrir kverkar hræsninnar, dragi belg á höfuð hiokans og 3 Hjálparstöð Hjúkrunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. n—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e- -- Laugardaga . . — 3—4 e. -- Húsmæður! Reynslan mnn sanna, að „Smárasmjörlíkið ‘ er bragð- bezt og notadrýgst tll vlðbíjjs og böknnar. — Hæmlð sjálfar nm gæðin. Skakan lítur þannlg út: rn JmÍkiI- 1 í H'íSmjörlikisqerðin iEeykjavík V P Hvergl er betra að auglýsa með smáauglýsiugum eftir ýmsu, er fúlk vantar, en í Álþýðublaðinn, sem er útbreiddasta blaðið í borginui. brenni hégómaskápinn í logum hæðninnar. Þakkir sé höfundum og leikend- um fyrir listina, fyrir alt, sem gladdi, miðaði til góðs og ■ var engum að meini. Eallgr. Jónsson. Dýraverndunarfélagið. þau munu vera nokkuð mörg, félögin, sem til eru hérna í bæn- um; ég er ekki svo fróður, að ég viti tölu á þeim. Eitt þeirra er félagið, sem hér er nefnt, Dýra- verndunarfélagið. Að öllum öðrum fólögum ólöst- uðum tel ég það eitt af hjnum állra beztu. Það vill taka að sór málstað málleysingjanna, bæta meðferð á öllum skepnum, glæða elsku manna til dýranna og vekja meðaumkun manna með öllum skepnum; það vill b»t.a fyrir brot og syndir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.