Vikan


Vikan - 30.04.1992, Page 12

Vikan - 30.04.1992, Page 12
CN» Krýningar- og lokahóf Feguröarsamkeppni íslands fór fram á Hót- el íslandi með miklum glæsi- brag aö kvöldi síðasta vetrar- dags. Salurinn var þéttsetinn gestum þegar viöamikil dag- skráin hófst klukkan sjö. Tekiö var á móti fólki þegar í anddyr- inu og því boðið upp á glas af kampavíni. Þegar inn var kom- ið blöstu hvarvetna við til- komumiklar skreytingar í tilefni dagsins, - húsið var í viðhafn- arbúningi, sem og allir við- staddir sem ætluðu að njóta kvöldsins, - bæði þess sem boðiö var upp á í mat og drykk, - en þó fyrst og fremst þess yndisþokka sem vænta mátti frá hinum 18 keppend- um. ( vændum var margrétta matseðill og á milli þess sem gestir snæddu kræsingarnar átti enginn aö þurfa að láta sér leiðast. Spenna og hátíðleiki voru í loftinu. Það var heldur ekki til að skemma fyrir stemn- ingunni að aðstandendur og húsráðendur höfðu greinilega undirbúið viðburöinn út í æsar. 1 2 VIKAN 9. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.