Alþýðublaðið - 08.03.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.03.1923, Blaðsíða 1
Gefid út af Alþýðuflokknum e. 1923 Fátækramál. Fimtuðaginn 8. marz 54. tölublað. Dýraverndnnarfálan Islands heldur kTöldskemtnn með hlutaveltu á eftir sumiudaglim 11. þ. m. Bæjarbúar eru beðnir að styrkja þetta fjáröflunarfyrirtæki þess sem bezt. Þeir, sem vilja gera það, geta komið gjöfum til eftirfarandi; Frú Hansson Laugaveg 15, frk Söru Þorsteinsdóttur í Vöruhúsinu, Erlendár Péturssonar hjá Sameinaða, Guido Bernhöft hjá Johnsoi & Kaaber, Hjartar HanssoDar hjá Sigurjóni Péturssyni, Jóns Jónssonar beykis á Klapparstíg, Jóh. Ögm. Oddssonar Lauga- vegi, Kristjáns L. Gestssonar hjá Haraldi, Tómasar Tómassonar ölgerðarmanns, Vigfúsar Guðbrandsson- ar Aðalstræti 8, Þórðar Gunnlaugssonar hjá Á. G. Gunnlaugssyni. Enn fremur til margra annara, er safna til hlutaveltunnar, og eru bæjarbúar beðnir að taka þeim vel. Nefndin« Eitt af frumvörpum þeim, er ríkisstjórnin hefir lagt fyrir Al- þingi nú, heitir >frumvarp til laga um breyting á fátækralög- um frá 10. nóv. 1905«. Er það lagt fram til þess að verða við áskorun neðri deildai; Al- þingis í þingsályktunum frá 1917 og 1921 um að >undirbúa frum- varp ti! nýrra fátækralaga, er bæti úr göllum þeim, sem eru á núgildandi fátækralögumr. Um- bæturnar áttu eftir ályktuti þings- ins að fara í þá átt, >1. að styrkur sá, er sveitar- og bæjarsjóðir veita mönnum vegna ómegðar, slysa, sjúkdóma og elli, verði eigi talinn sveitar- styrkur, svo að þeir megi haida öllum sínum borgaralegu rétt- indum í það minsta um nokkurra ára skeið, 2. að þurfamaon'flutningi verði hagað svo, áð mannúðlegti verði en áður, 3. að frestur sá, sem 66. gr. laganna ræðir um, verði lengdur. 4. að athugað sé, hvort ekki muni gerlegt að stytta sveitfest- Í8tímann,< Ríkisstjórnin hafði á síðasta þingi gefið vilyrði fyrir því að verða við áskorun þessari. En í athugasemdum við frumvarpið segir hún, að það hafi komið í ljós >við grandgæfiléga athugun málsins í heild sinni<, áð >gegn- gerð breyting á fátækralögun- um< sé >enn alls ekki tímabær<. Þessi ummæli stjórnarinní.r 6ru, eins og allir sjá, fullkomin öfugmæli, enda er það, sem hún færir þeim til stuðniogs, tómt orðagjálfur vægast sagt. Hið rétta er, að nú þegar er bráð þört gagngerðrar breytingar á öllum fátækralögunum,því aðeins og nú stendur eru öll fátækra- mál landsins hreinasta kviksyndi og til háborinnar skammar og skaða fyrir fé og starf fátækra og ríkra. Nauðsynlegastá breyt- ingin er gagngerð bylting á öllu fyrirkomulaginu, sem verði til þess, að alt landiö sé gert að einu framfœrsluhéraði. Með því væri fyrst og fremst úr sögunni alt hið dýra, en gagnlausa þvarg um sveitfesti og greiðsluskifti milli héraða, og þurfamönnum myndi þegar þar af leiðandi líða mikiu betur en nú, og það er höfuðatriðið. Vel má vera, að ekki sé von- legt, að stjórnin réðist í þessa byltingu. Stjórnir eru ekki bylt- ingagjarnar. Frumvárp hennar fer líka að eins í þá átt að full- nægja 1. og 4. lið áskorunar þingsins. Um 2. og 3. lið segir hún, að fátækralögin þurfi ekki breytinga við að því leyti, er þeir lúta að. Þurfamannaflutuing- ar séu enn þá óhjákvæmilegir, en þar sé ekki lögunum ábóta- vant, heldur framkvæmd þeirra, en á ákvæðum 66. gr. megi alls ekki slaka. Muni sá liður þings- ályktunarinnar sprottinn af mis- skilningi, en brestur á fullnæg- ingu greinarinnar eingöngu af vanrækslu. Þær réttarbætur, sem í stjórn- arfrumvarpinu eru fólgnar, liggja þá í því, að ómagamaður getur fengið styrk án réttindamissis, et hann sannar með vottorði héraðsiæknis, að slys eða van- heilsa hafi gert hann ófæran til vinnu um minst tveggja mánaða skeið, og að aldurhniginn maður, sem er fullra 65 ára að aldri, getur fengið styrk án réttinda- missis. í annan stað er sveit- testistíminn styttur niður í 5 ár úr io árum. Það verður ekki anuað sagt en að stefnan í þess- um breytingum sé heldur til bóta frá almennu sjónarmiði, þótt þar með sé á engan hátt fullnægt því, sem beztu menn vilja í þessu máli. Frumvarp þetta hefir verið lagt fyrir efri deild, en hún vís- aði því til allsherjarnerndar. Nefndin hefir nú skilað áliti sínu, og er það yfirleitt næsta kátlegt, eins og búast mátti við, þar sem formaður nefndarinnar er Jón Framhald á 4. aíðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.