Alþýðublaðið - 08.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.03.1923, Blaðsíða 2
* Rauðir Þræðir. Eftír Ágúst Jóhannesson. XI. Yfirlit. Byjan yor er engura köld, er„ þú broaa lætur hennar morgna, hennar kyöld, hennar ljósu nætur. Hún á okkar heita blóð. Hún hefir okkur borið til að elska líf og ljóð, ljósið, frelsið, vorið. Þorsteinn Erlingsson. E>á hefi ég í nokkrum dráitum leitast við að draga fram í dags- Ijósið áður ríkjandi og nú ríkj- andl ástand. Fyrst sýndl ég fram á, hver væri hin eiginlega orsök til yfit- standandi óreiðu á atvinnumál- um þjóðarinnar og allrar þeirrar örbirgðar, sem almenningur ætti nú við að búa. E>ar næst sýndi ég, hverjar aíleiðingarnar hefðu orðið og hver áhrif þær hefðu og myndu hafa bæði á líkamlegt og andlegt sjálfstæði þjóðarinnar, ef ekkert yrði unnið í viðreisnar- áttina. Sömuleiðis tók ég fram það, að framkvæmdarvald þjóð- arinar hefði einnig sýkst og væri sjúkt af úrræðaleysi, og vítti ekki einungis gerðir þings og stjórnar síðastliðin ár, heldureinnig þeirra, sem með ráðum og athöfnum hafa stefnt atvinnumálum og þar af leiðandi fjárhag landsins til glötunar. Þar næst tók ég til yfirvegunar leiðir, sem bent hefir verið á til viðréisnar, það er nýbýlamálið, og sýndi hina ýmsu agnúa þar á, sem komið hafa fram í framkvæmdar-hugmynd- um ýmsra, sem um það mál hafa rætt; gat ég svo þess, að til þess, að það mál næði fram að ganga, svo að fullum notúm kæmi, væri ekki nema ein leið, sem sé ríkisrekstur, og fór ég um það fyrirkomulag nokkrum orðum til skýringar, og vil taka það enn fram, að með öðru móti nær nýbýlamálið ekki fram að gaDga, svo að lullum notum komi. í hinum síðari köfluuí sýndi ég fram á gildi jafnaðarstefn- unnar og þrautreyndan tilveru- rétt sameignar og samstarfs, og þykist ég hafa hrakið hin ýmsu ALÞYÐUBLAÐIÐ mótmæli andstæðinga gegn jafn- aðarstefnunni með fullum rökum. Mun ég ótrauður, meðan ég get hreyít hug og valdið penna, vera tilbúinn til þess, hvenær sem er. Að endingu vil ég spyrja: Hvað gerir nú þingið, sem á r'okstólum situr, til eflingar at- vinnu i landinu, sem liggur nú í kalda Jcoli ? Ætlar það að láta fljóta sofandi að feigðarósi? Qeri þingið elclcert, sem að gagni má verða, er þjóðin að vísu í voða stödd, — en þingmennirnir sjátfir eru það engu siður. En raun bér vítni. Hafnarfirði í febr. J923. Oflng ábrif. Verkakvennafélagið >Fram- sókn< stofnaði til kvöldskemt- unar á sunnudaginn var til á- góða fyrir sjúkrasjóð sinn, sem nú er orðinn all-myndarlegur. Þrátt fyrir vont veður var skemt- uuin mjög vel sótt, — líklega bezt sótta kveldskemtunin, sem haldin hefir verið á þessum vetri, og — takið nú ejtir! — skemtunin var hvergi auglýst nema í »Alþýðublaðinu< mfeð einni auglýsingu. Þetta ættu þeir að athuga, sem ekki vilja aug- lýsa í blaðinu, heldur í »Mogga<, sem hefir 500 kaupendum færra en »Alþýðublaðið<. 1 Viðstaddur. Ríkisútgáfa námsbóka. Ég hefi áður hér 1 blaðinu ritað um ríkisprentsmiðju. Hélt ég því fram í sambandi við hana, að ríkið ætti að geta út allar námsbækur (að minsta kosti, ef ekki stæði alveg sérstaklega á). Vil ég nú minnast nánar á það atriði. Ég hefi eigi alls fyrir löngu átt tal um þetta efni við bóka- útgefanda, sem lengi hefir haft þá atvinnu á hendi, og taldi hann, að ríkið myndi geta selt námsbækurnar fyrir jafnvel hálfu lægra verð en nú tíðkast, ef Hjálparstöð Hjúkrunarfélags- ins »Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11 —12 f. h. Þriðjud>ga ... — 5—6 e. - Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e- -- Laugardaga . . — 3—4 e. — það hefði einkaútgáfu og sölu á þeim. Liggur það meðal ann- ars f því, að það myndi ekki geta út aðrar námsbækur en þær, sem ríkisstjórnin treysti sér til að roæla með sem beztu ís- lenzkum bókum sinnar tegundar; og við það að gefa út 2 — 3 tegundir slíkra bóka í hverri námsgrein myndi bráðlega fást reynsla fýrir því, hver þeirra væri bezt, og væru þær þá ein- ar endurprentaðar, er beztár reyndust. Einstakir bókaútgef- endur geta átt á hættu, að keppi- nautur þeirra hafi útgáfu jafn- góðrar cða betri bókar á prjón- unum, er ónýti að mestu upp- lagið fyrir þeim, og þess vegna Ieggja þeir jafnaðarlega meira á námsbókina en ella myndi, vegna óvissunnar, Óvissan er miklu minni við ríkisútgáfu, því að stjórn hennar yrði ja'nan Iátin vita af þégar í stað, ef einhver hefði sæmilegt handrit á boð- slólum, einkum ef sómasaqnleg vérðlaun væru veitt fyrir beztu hándritin, eins og sjálfsagt væri að gera, og auglýst væri eftir þeim með nokkrum fyritvaiá, (t. d. misseris eða árs) áður en námsbækur hverrar tegundar urri sig væru prentaðar í hvért sinn. Virningurinn ætti að verðá tvö- faldur, að minsta kosti áður en langt um liði, betri námsbækur (að minsta kosti að jafnaði) en ellá fýrir lœgra verð. Þetta er í samræmi við álit bókaútgefandans, er ég gat um, og tekið að mestu upp eftir bendingum háns.1) í sambatidi við þetta þykir mér og hlýða að minna á um- mæli próf. Sigurðar Nordals í »Andvara< 1922. Þar segir svo lj Nafns hans læt ég eigi getið, því að ég gat þess eigi við hann, að ég myndi skrifa um þotta efpi og vitna í upplýsingar hans, enda hugkvæmdist mér það fyrst siðar. Hins vegar tel óg þær vel þess verðar, að þær séu dregn- ar fram í dagsljósið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.