Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 9

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 9
TEXTI: VALGERÐUR KATRIN JONSDOTTÍR ^ UÓSM.: BRAGIMÓSEFSSON EGLEITADI STUÐNINGS SEGIR MARGRET ÁKADÓTTIR í VIKUVIOTALI Þetta er óskaplega vel skrifað leikrit og þykir með bestu verkum Ib- sens, dramatískt og skemmti- legt. Það er skrifað af svo miklu innsæi og mannlegum skilningi, segir Margrét Aka- dóttir sem leikur frú Alving í leikritinu Afturgöngur eftir Ib- sen sem sýnt er í leikhúsinu Frú Emilíu í nýju húsnæði sem leikhúsið hefur fengið í Héðinshúsinu. Margrét er komin á fulla ferð aftur í leik- húsinu eftir að hafa dregið sig í hlé um tíma vegna barns- burðar. Hún leikur í bamaleik- ritinu Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu, leikur hlut- verk Ingibjargar, konu Jóns Hann átti ekki aö geta Iifa6 þetta af en fékk lungnalyf sem gofið er fyrirburum og þaö gengur vel meö hann núna þótt maöur viti aldrei hwort hann komi til með að ná sér algjörlega. Sigurðssonar, í kvikmynd um þann fræga stjórnmálamann og tekur þátt í leikgerð Eddu Björgvinsdótttur um Gúmmí- endurnar sem synda ekki eftir Súsönnu Svavarsdóttur. „Menn hafa verið að fást við sömu vandamálin á tímum Ibsens og nú," segir hún, „svo sem kynsjúkdóma, sifjaspell, líknarmorð og fleira." Margrét hefur lengi verið í röð bestu leikkvenna landsins og túlkað margar ógleyman- legar persónur. Undanfarin ár hefur hún fengið að glfma við eitt erfiðasta hlutverk lífs síns. „Ég eignaðist dreng fyrir tæp- um þremur árum. Hann fædd- ist á 23.-24. meðgönguviku, var 669 grömm og rúmlega 33 sentímetra langur. Hann átti ekki að geta lifað þetta af en fékk lungnalyf sem gefið er fyrirburum og það gengur vel með hann núna þó maður viti aldrei hvort hann komi til með að ná sér algjörlega. Það eru ákveðnar líkur á að fyrirburar, sem fæðast undir 1000 grömmum, geti orðið fyrir al- varlegri fötlun. Hann var á spítala fyrstu níu mánuðina en þá fékk ég hann í hendur. Ég hef unnið mikið hjá Leik- félagi Reykjavíkur en aldrei verið fastráðin. Ég var því ekki með neinar tekjur á þessu tímabili en maður ýtti öllum slíkum veraldlegum áhyggjum frá sér og hugsaði bara um einn dag í einu." Hún segir að barnsfaðir sinn og fjölskylda hans hafi tekið virkan þátt í því að hugsa um drenginn en fyrir átti Margrét ellefu ára gamla stúlku. Þessi reynsla hennar hefur vakið upp ýmsar spurn- ingar um stöðu kvenna og barna í íslensku samfélagi. „í flestum löndum er einhver eðlisskilningur á því hvernig fólk býr í borg. Menn hafa einnig allt annan skilning á þörfum fjölskyldunnar og mik- ilvægi fjölskyldulífs. Hér virð- umst við vera með dreifbýlis- þankagang í þéttbýli, gerum ráð fyrir að börnin okkar bjargi sér sjálf. Það er enginn staður fyrir þau. Börnin eru á hrak- hólum og þar af leiðandi erum við til dæmis með hæstu slysatfðni á sveinbörnum. Það hefur eitthvað neikvætt gerst varðandi stöðu kvenna og fjölskyldunnar undanfama áratugi. Málið með börnin er enn óleyst, það gerir enginn ráð fyrir þeim lengur - hvar eiga þau að vera? Og aðskiln- aðarstefna kynslóðanna er svo skelfilega mannfjandsam- leg. Það er tiltölulega stutt síðan við bjuggum í stórfjöl- skyldu en nú er búið að draga alla í dilka, gamla fólkið, börn- in og þá sem eru á vinnu- markaðinum. Vinnustaðir þyrftu að gera ráð fyrir að starfsfólkið ætti börn. Þannig ætttum við að geta tekið börn- in okkar með okkur í vinnuna. Ég sé fyrir mér framtíðina þar sem það yrði lögbundið að hafa aðstöðu fyrir börn á vinnustað. Leikhúsið er um margt óvenjulegur vinnustað- ur, óreglulegur vinnutimi og skilningsríkt fólk þar. Þegar stelpan mín var lítil fór ég stundum með hana með mór í leikhúsið. Hún var á barna- heimili en stundum langaði hana meira til að koma með mér. Hún fékk þá að ráða því með þeim skilyrðum að ef hún kæmi með mér þyrfti hún að vera mjög stillt og góð. Hún var ótrúlega fljót að tileinka' sér þær reglur sem voru í gildi í leikhúsinu en fann að það var miklu skemmtilegra á barnaheimilinu. Ég hef mjög góða reynslu af barnaheimil- um en það á ekki við öll börn að vera þar. Ég held líka að aðskilnaðurinn við börnin sé ekki af hinu góða. Það er erfitt fyrir konur að sameina það að vera mæður og taka þátt í atvinnulífi. Kon- ur á framabraut þurfa þannig til dæmis að taka þátt í fund- um og sitja í stjómum og það er Iftill skilningur á því að börnin þurfi að vera einhvers staðar á meðan og það helst með foreldrunum. Konur geta ekki leyst jafnrétttismál án þess að leysa „hvað á að gera við börnin" málið. Við búum við eitt fullkomn- asta heilbrigðiskerti í heimin- um en því miður situr að- hlynning aðstandenda sjúk- linga á hakanum því við sjá- um eftir fjárfestingu í fjölskyld- unni. Veikt barn hefur því miklar afleiðingar fyrir alla fjöl- skylduna en ekki er gert ráð fyrir því í kerfinu því það kem- ur enginn félagsráðgjafi og talar við mann, það er of kostnaðarsamt. Ef fólk lendir í svona krísu í Danmörku, eins og við lentum í þegar við eignuðumst strákinn, þá kem- ur félagsráðgjafi og talar við aðstandendur en það gerist ekki hér. Þeir sem eiga barn sem er milli heims og helju fá ekki hefðbundnar gjafir því fólk veit ekki hvernig það á að bregð- ast við, barnið lifir ef til vill ekki. Og það er mikil sálar- angist fyrir aðstandendur að lifa í óvissunni um hvort barn- ið lifir eða deyr. Jafnvel sím- hringingar verða ógnvænleg- ar. Það er svo hræðilegt að sjá barnið sitt hjálparvana og geta ekkert gert fyrir það. For- eldrar vilja ganga í gegnum eld og reyk til að losa barnið við þjáningar en í svona tilfell- um getur maður ekkert nema vonað hið besta. Fólk er eitt með þessa lífs- reynslu því foreldrafélag fyrir- bura er til en starfar ekki vegna þess að vökudeild hef- ur hvorki vilja, fjármagn né aðstöðu til að sinna slíku. Ég leitaði stuðnings í trúnni og það hjálpaði mér mjög mikið." 21.TBL.1993 VIKAN9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.