Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 14

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 14
BARNEIGNIR tilraun hefur misheppnast. í Bandaríkjunum hafa verið í gangi sjálfshjálparhópar þar sem fólki, sem ekki getur eignast saman barn, er veitt hjálp við að takast á við vand- ann. Það er tilfinningalegt áfall að geta ekki eignast barn þegar fólk langar virkilega til þess. Ég held að það sé oft ekki skilningur meðal vina, kunningja, aðstandenda og annarra gagnvart ófrjósemi. Hér er um að ræða málaflokk sem þarf að gefa gaum.“ BARNEIGNIR EFTIR FERTUGT - Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum misserum Þá vaknar stundum með fólki eftirsjá og það langar til að gera betur ef þess er kostur. Sumir byrja seint í barneign- um og nota tímann á milli þrí- tugs og fertugs, jafnvel eitt- hvað lengur, til þess að koma börnum sínum í heiminn. Eins vitum við ekki að hve miklu leyti lenging á fæðingarorlofi, atvinnuleysi og fleira hefur áhrif á þá ákvörðun að eign- ast barn á þessum tíma frjó- semisskeiðsins sem öðrum. í lok frjósemisskeiðs kon- unnar getur til dæmis fjárhag- urinn verið orðinn góður, hús- næðið orðið fast og tryggt auk þess sem fólk veit hvar það stendur í lífi og starfi? Það er „Á síöustu árum hafa Ijósmæöur á sængur- kvenna- deildum rætt viö mæöurnar um getn- aðarvarnir áöur en þær fara heim. Þaö er spor í rétta átt.“ að færst hafi í vöxt að konur um fertugt taki upp á því að eignast börn. Hvað finnst þér um slíkt ráðslag? „Það er margt sem ber að hafa í huga ( þessu sam- bandi. Það sem skiptir máli í fjölskylduáætlun almennt er að fólk hafi frjálst val hvað varðar barneign. Við getum því ekki sagt að það sé óæskilegt á þessum tíma nema ákveðnir álags- eða áhættuþættir séu til staðar. Margir íslendingar eignast börn sín snemma og foreldrar sjá fram á að það fari að verða hálftómlegt í hreiðrinu þegar þeir eru enn á besta aldri. Oft er þá hugsunin sú að eignast barn á ný. Sumum finnst þeir jafnvel hafa misst af miklu í uppvexti barna sinna vegna þess að þeir voru svo uppteknir af vinnu, námi og því að eignast þak yfir höf- uðið á meðan börnin voru lítil. kannski búið að fá þá útrás sem það þurfti og finnst það hafa meiri möguleika en áður vegna aukins þroska og bættra aðstæðna að fást við barnauppeldi. Þarna á fólk sem sé möguleika á því að eignast barn undir ákjósan- legri kringumstæðum. Mér hefur heyrst á mörgum kon- um, sem ég hef haft samskipti við á Kvennadeild Landspital- ans og eru að eiga börn á þessum t(ma, að þetta sé al- veg ný upplifun, allt öðruvísi en þegar þær eignuðust hin börnin. Þá hafi þær tæplega verið nógu þroskaðar en nú geti þær virkilega notið þess að eiga lítið barn. Varðandi barneign á þessum tíma verð- ur að taka mið af fleiri þáttum, svo sem fyrra starfi konunnar. Hjá framakonum getur barn- eign á þessum tíma skapað togstreitu milli þess að annast barnið og þess að leggja sig fram í vinnunni.“ - Margar konur eru smeyk- ar við að eignast börn seint. „Slíkt er alltaf fyrir hendi, allar konur spyrja sig að því á meðan þær ganga með hvort þær muni eignast heilbrigt barn. Á það ber hins vegar að líta að eftirlit er gott. Það er fylgst mjög nákvæmlega með konum sem eru þrjátíu og fimm ára og eldri til þess að koma ( veg fyrir ýmis áföll á meðgöngutíma og eftir fæð- ingu, þar sem örlítið meiri hætta er á slíku en hjá yngri konum." MEIRI FRÆÐSLU „Það er mjög einstaklings- bundið hversu mikilli fræðslu og ráðgjöf um fjölskylduáætl- un hver og einn þarf á að halda. Sumir þurfa á mikilli fræðslu og ráðgjöf að halda, aðrir þurfa litla fræðslu og enn aðrir allt þar á milli. Sumir lesa sér til og þurfa aðeins að fá staðfestingu á ýmsum þátt- um. Aðrir hafa ekkert kynnt sér hlutina og þá þarf að byrja fræðsluna frá grunni ef vel á að vera. Að þessu leyti er fólk ákaflega misvel statt og heil- brigðisstarfsfólk almennt er alltaf hrætt um að þeir sem mest þurfa á fræðslu að halda komi ekki. Mikilvægt er þvi að fræðslan sé aðgengileg og kosti lítið eða ekkert þannig að allir eigi möguleika á því að notfæra sér hana.“ - Hverjir eru það sem mest þurfa á fræðslu að halda? „Fólk sem er í erfiðri félags- eða fjárhagsstöðu þar sem mörg börn eru fyrir og stutt á milli barneigna. Það geta einnig verið alls kyns vanda- mál í fjölskyldum, svo sem vegna óreglu eða geðrænna vandamál, sem gera það að verkum að fólk á erfiðara með að taka skynsamlegar ákvarð- anir. Mikilvægt er að geta fyrirbyggt barneign til dæmis hjá konu sem er eiturlyfjaneyt- andi. Það eru því ýmsir áhættuhópar sem æskilegt væri að geta náð til. Við þurfum líka að ná til ungs fólks sem er að byrja að mynda náin kynni og þarf auðvitað á mikilli fræðslu og ráðgjöf að halda. Fólk sem hefur eignast barn þarf oft á fræðslu og ráðgjöf að halda eftir barneign. Undir lok frjó- semisskeiðsins þarf einnig að taka ákvörðun um hvað gera beri á sviði getnaðarvarna síðustu árin, hvort fólk vilji setja einhvern endapunkt þarna eða hafa þetta opið þangað til yfir lýkur. Það er einnig mikilvægt að til dæmis á kvennadeild Land- spítalans, þar sem kemur stór hópur kvenna árlega vegna fæðinga og kvensjúkdóma, sé fræðsla og ráðgjöf í boði fyrir þær konur sem hefðu áhuga á slíku. Á síðustu árum hafa Ijósmæður á sængurkvenna- deildum rætt við mæðurnar um getnaðarvarnir áður en þær fara heim. Það er spor í rétta átt.“ EFLUM ÞAÐ SEM FYRIR ER - Ætla samtökin að opna göngudeild sem sérhæfir sig í fjölskylduáætlun? „Ef til vill mun félagið ein- hvern tíma standa að slíku en ég sé það ekki fyrir mér á næstunni. Ég held að mark- mið okkar ætti miklu fremur að vera í því fólgið að stuðla að því að bæta fræðslu og ráðgjöf um fjölskylduáætlun þar sem það á við og að hald- ið verði lífi í þeirri hugmynd að við þurfum á sérhæfðri göngudeild að halda á þessu sviði. Þess vegna er mikil- vægt að blása lífi í kyn- fræðsludeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur. Henni hefur nú hljóðlátlega verið lok- að án þess að nokkur hafi tekið eftir því. Þetta var eina deildin sem unnt er að segja að hafi sérhæft sig í fjöl- skylduáætlun á undanförnum árum. Með lokun deildarinnar hef- ur fólk fengið þau skilaboð að ekki sé þörf á starfsemi af þessu tagi. Aðsóknin var aldrei mikil. Tölur yfir það hversu margir sóttu deildina gefa okkur samt ekki rétta mynd af því hve þörfin er mikil í þjóðfélaginu. Það hefur nán- ast ekkert verið gert fyrir þessa deild til að sníða hana að þörfum þess markhóps sem hún þjónaði frá því hún var stofnuð ef hún er borin saman við sambærilega deild á erlendum vettvangi. Deildin reyndi af veikum mætti að sinna hlutverki sínu en hefur ekki fengið nægan stuðning stjórnvalda. Fræðslusamtökin vilja gjarnan leggja sitt af mörkum við uppbyggingu þessarar deildar eða samsvarandi deildar. Einnig viljum við gjarnan sjá göngudeild á þessu sviði sem væri í tengsl- um við kvennadeild Landspít- alans. Það má því segja að stefna okkar sé að styrkja þá starfsemi sem fyrir er fremur en að samtökin sjálf ætli sór einhvern rekstur." □ 14VIKAN 21.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.