Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 20

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 20
VIÐTAL rar-—■ t » 11 | Fjöl- skyldan saman komin i stofunni. Sindri er eins árs, Andri fimm ára og Stefán fjörutíu og tveggja. Þaö er hressilegt yfirbragð yfir þessari fjörlegu fjölskyldu. ríkisskjáinn í velur. Síðan höf- um við á Stöð 2 menn eins og Ingva Hrafn og Ómar Ragn- arsson." Þessi umræða Eddu tengist því dálítið að nú fór hún fyrst að finna fiðring tím- ans fara um sig. ÁHYGGJUR AF ALDRI Útlit fólksins á skjánum berst f tal. „Ég er ekki viss um að væri ég sextug færi vel á því að við sætum saman og læs- um fréttir, ég og til dæmis Sig- mundur Ernir," segir Edda um aldursfiðringinn og hlær inni- lega. „Ætli fólk fengi þá ekki á tilfinninguna að þar sætu Sig- mundur og amma hans eða eitthvað í þá áttina,“ bætir hún hlæjandi við. „Ég skal samt al- veg viðurkenna að þegar til tals kom að ég færi aftur inn í fréttirnar hafði ég pínulitlar áhyggjur af að ég væri orðin ívið of gömul! Svo ég bar þetta undir félaga mína á Stöð 2 og þeir hlógu þessi býsn, sérstaklega Ingvi Hrafn! Kannski er það 41 árs aldur- inn sem er einhver vendi- punktur, nú er ég að nálgast hann. Nei, nei, þetta er vit- leysa, ég hef engar áhyggjur af þessu. En ég hef aldrei hugsað út f það að ég væri að eldast fyrr en núna allt í einu,“ segir Edda, spyrjandi á svip en hún brosir breitt. Það er á henni að sjá að hún hafi hrist þessar aldursspekúlasjónir fljótlega úr sér og gert sér grein fyrir að hún sé alls ekki tilbúin að segja bless. Sjón- varp er veigamikill þáttur í lífi hennar og hún kann vel við sig í fréttunum. „Núna er ég þó ekki í frétta- mennskunni allan daginn heldur mæti sfðla dags og les fréttirnar í 19:19. Eg kann mjög vel við mig í sjónvarps- vinnu og er löngu búin að gera mér grein fyrir hversu erfitt er að hætta. Stundum finnst mér ég þreytt á þessu og tel mér trú um að mig langi að gera eitthvað allt annað en raunin verður alltaf önnur. Og nú, þegar ég byrjaði aftur og settist inn f nýja fréttaum- hverfið á Stöð 2, þá fannst mér það svo víðs fjarri að hætta. Það er góður mórall innan hópsins, ég finn ekki annað og við erum ánægð með nýja vinnuumhverfið. Allt þetta skiptir máli. Ég er eitt hundrað prósent ánægð með þetta nýja fréttasett," segir Edda og aðspurð um það hvort hún léti það flakka ef hún væri óánægð svarar hún: „Að sjálfsögðu. Leikmyndin skiptir öllu máli. Stundum hefur maður orðið að láta sig hafa það að starfa í einhverri umgjörð sem maður hefur ekki verið fyllilega ánægður með en miklu oftar hef ég verið ánægð með aðstæður.“ KVIKMYNDIR OG HRAFN Edda hefur góða möguleika til samanburðar eftir að hafa starfað við alls konar fjölmiðla í tuttugu ár. Hún byrjaði 1972 á dagblaðinu Vísi, fór síðan yfir á tímaritið Hús og híbýli, þaðan yfir í útvarpið, því næst í sjónvarp og loks í kvik- myndagerð. Edda vann þá með Hrafni Gunnlaugssyni að gerð myndarinnar Okkar á milli þar sem hún var eigin- lega í öllu mögulegu. Viða- mesta verkið með Hrafni var myndin Hrafninn flýgur þar sem Edda vann við handrits- gerð og starfaði einnig sem framkvæmdastjóri myndarinn- ar. Edda segist hafa haft mjög gaman af að vinna með Hrafni en það hafi jafnframt verið erfitt. „Hann getur verið óvæginn og erfiður en hann getur líka verið andstæðan, hrókur alls fagnaðar, skemmtilegur og fyndinn. Hrafn er mikill fyrir sér og ekk- ert alltaf að hugleiða hvernig hann kemur fram við fólk. Það verður síðan sjálft að gera upp við sig hvernig það vill taka því. Að fara í gegnum kvikmynd með Hrafni er harð- ur en góður skóli,“ segir Edda. „Hafi menn á annað borð einhvern áhug á kvikmynda- gerð þá hvet ég hina sömu til að reyna að taka þátt í slíku. Það er ævintýraleg upplifun. Mér fannst sérstaklega skemmtilegt að fá að leggja hönd á plóg við handritsgerð- ina,“ segir Edda og hún er ánægð með Hrafninn flýgur. í framangreindu Samúelsviðtali kom fram að hana langaði til að vinna við kvikmyndagerð og sú ósk rættist. Edda Andrésar hefur komið víða við. Hún skrifaði einnig bókina um Auði Sveinsdóttur Laxness, metsölubók árið sem hún kom út. „Jú, mig langar að skrifa aðra bók og er meira að segja með ákveðna hugmynd í kollinum," . viðurkennir Edda og snápur- inn grípur fram í fyrir henni: Nú, hvaða hugmynd er það? „Leyndarmál,“ svarar Edda leyndardómsfull en viðurkenn- ir að um viðtalsbók sé að ræða. „Það er mikið verk að fara í gegnum svo viðburða- | í | í 20 VIKAN. 21.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.