Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 23

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 23
af hverju okkur þykir upp úr þurru eins og lífið liggi við og okkur finnist sem við verðum að hitta tiltekna manneskju eða leysa ákveðna hluti fyrir- vara- og undirbúningslaust. GEFUM GAUM AÐ HUGBOÐUM OKKAR! Hugboð skýrast fljótt og eru venjulega borðliggjandi eftir á. Okkur getur sviðið sárt ef við hunsum slíkar tilfinningar en sjáum svo eftir á að ef við hefðum fylgt þeim hefðum við getað sparað okkur eða öðr- um vandræði eða jafnvel auk- ið sigurlíkur okkar og annarra. Eðlilegast er því að hvetja fólk til að gefa gaum að hugboð- um sínum, sérílagi ef tilfinning með vissu um að þetta eða hitt geti gerst er áberandi þeg- ar fyrirbærið fer í gegnum SNÖGG ÁFÖLL OG LANGVINNT SVEFNLEYSI Hlíf talar um breytingar á næmi sínu í kjölfar slyss sem hún lenti í á menntaskólaár- um sínu. Það bendir til þess að orkusvið hennar hafi opn- ast eða orðið fyrir hnjaski við slysið. Ef þetta er tilfellið þarf að laga blikið með til þess gerðum aðgerðum, ef hægt er. Áran á það til að breytast við snögg áföll, mikið og lang- vinnt svefnleysi og eins ef við- komandi er undir mikilli and- legri pressu eins og algengt er nú á dögum og við erum mörg plöguð af. ANDLEGA VARNAR- KERFIÐ ÞARFNAST LAGFÆRINGAR Hún á að passa svefninn á- NUNNAR hugann, auk þess sem á- standið er áreitandi. ORKUHJÚPUR ÁRUNNAR HVERFULL Það er löngu kunn staðreynd að fólk hefur í kringum sig blik eða áru, andlegan orkuhjúp sem umlykur líkamann og er á stöðugri hreyfingu í alls kon- ar litum sem breytast eftir því hvaða hugsanir og geðhrif umlykja hug okkar og tilfinn- ingar. Vísindamenn hafa bæði náð að mynda þennan hjúp og mæla styrkinn sem kemur fram þegar blikið er á hreyf- ingu og vinnur með eða á móti þeim sem það á, allt eftir því í hvaða ásigkomulagi blik- ið er þá stundina. ÁRAN ER ANDLEGT KLÆÐI SÁLARINNAR Þessi andlegi hjúpur þarf að vera heill til að virka eðlilega og markvisst þannig að í hon- um myndist sú andlega vörn sem okkur er nauðsynleg og við fáum meðal annars vegna eiginleika árunnar. Hún virkar eins og klæði á sálina og and- lega þætti innra lífs okkar. Auk þess hefur hún áhrif á lík- amlega liöan okkar í kjölfar þeirrar andlegu, rétt eins og föt eru mikilvæg af öðrum og ögn jarðbundnari ástæðum. Ef áran bilar eða opnast finn- um við til andlegra sem líkam- legra breytinga sem ekki er hægt að finna skýringar á út frá hefðbundnum veruleika. kaflega vel næstu árin, forð- ast að lenda í snöggum geð- hrifum og reyna að lifa sem streituminnstu lífi, ef hún mögulega getur. Hún þarf líka að vera sem jákvæðust gagn- vart sjálfri sér og öðrum. Allt þetta eykur líkur á að blikið þéttist og verði stöðugt aftur og hún þá að einhverju leyti ónæmari fyrir alls kyns áreit- um sem ýmist stafa af því sem kalla má áhrifastrauma umhverfis eða þeim áhrifum sem tengja má útgeislun frá hugsunum þeirra sem lifa í kringum okkur og þá beggja megin grafar ef því er að skipta náttúrlega. EFASEMDA- MANNESKJA í VANDA STÖDD Vegna þess að allt sem telst andlegt er ekki áþreifanlegt og samræmist ekki endilega venjulegu hversdagslífi - og er þar að auki mörgum eins og hulin ráðgáta - þá er viss freisting fyrir til dæmis raun- hyggjufólk að afneita því og láta eins og yfirskilvitleg reynsla sé ímyndun þeirra sem slíkt upplifa. Hlíf er því í vanda stödd. Annars vegar er hún raunhyggjumanneskja og hins vegar situr hún uppi með þá staðreynd að upplifa sjálf oftar en venjulegt er fyrir efa- semdamanneskju furðuleg fyrirbæri. Oftast kemur þetta fram i formi hvers kyns hug- boða sem auðvitað gera ekki boð á undan sér og koma yfir hana án hennar vilja, af gefnu tilefni þó. FJÖLRÆN DJÚPVITUND OG SÖGUSAMHENGI í Hlífar tilviki getur verið hyggilegt að kynna sér vel staðreyndir úr hefðbundinni sálfræði. Þar segir að þegar fólk telur sig vera að upplifa dulræna reynslu sé það oftar en ekki að kljást við eðlileg og auðskýranleg fyrirbæri eftir hefðbundnum leiðum en villist af leið vegna fjölrænnar djúp- vitundar sinnar sem hefur á- kaflega sérstæða og magn- aða eiginleika til að geta hratt í eyðurnar ef því er að skipta og reynslan er ókunnug við- komandi og með öllu fram- andi. STÍLFÆRT BLEKKINGARFERLI Hún getur hugsanlega magn- að upp hvers kyns reynslu, stílfært hana og sett í trúverð- ugt sögusamhengi ímyndaðs veruleika á tiltölulega litlum tíma og án fyrirhafnar þannig að viðkomandi sjái ekki við henni. í slíku tilviki getur verið um að ræða ofur eðlilegt fyrir- bæri sem kemur þessu innra blekkingarferli af stað og virð- ast í fljótu bragði bera ein- kenni dulrænu en er í raun þvert á móti og alls ekki dul- rænt fyrirbæri. RAUNVERULEIKI EÐA ÍMYNDUN Ég held að í venjulegri sál- fræði sé þetta fyrirbæri kallað „hypermnesi" eða eitthvað á- líka, það er þegar dulvitundin getur f eyðurnar og viðkom- andi greinir ekki á milli raun- verulegra dulrænna fyrirbæra og eðlilegrar reynslu og sér ekki við sinni eigin dulvitund sem hefur, þegar allt kemur til alls, möguleika á að geta ó- meðvitað í eyðurnar með áð- ursögðum hætti, sviðsetja og færa í sögubúning ímyndaðan veruleika, byggðan á rök- rænni reynslu en ekki dulræn- um fyrirbærum. Þannig getur djúpvitundin því miður, ómeð- vitað, sannfært viðkomandi um að hann sé að upplifa merkileg dulræn fyrirbæri en ekki öfugt. Þennan möguleika ættu reynslulausir að hafa í huga. DULARGÁFUR BÚA Í ÓTRÚLEGASTA FÓLKI Hlíf kallar þessa sérstöku dul- rænu reynslu sína ófögnuð og spyr hvort hægt sé að losna við svona skynjanir. Vit- anlega er það miklum erfið- leikum bundið vegna þess að dulsæisskynjanir eru ekki skynjanir sem hægt er að panta fyrirfram, þær hreinlega koma og fara, venjulega án þess að gera boð á undan sér. Málið er nefnilega að yfir- skilvitlegar gáfur geta jafnt búið í sálum þeirra sem eru jarðbundnir og fráhverfir eins og í öðrum og trúaðri. Eða eins og einþykka stúlkan sagði: „Elskurnar mínar, annaðhvort var fyrir mig að horfast í augu við hugboðin eða hreinlega ákvarða mig bilaða vegna þeirra. Pað er náttúrlega alls ekki hægt því að öll mín hugboð koma fram, þótt óáþreifan- leg séu.“ Með vinsemd, Jóna Rúna 21.TBL. 1993 VIKAN 23 SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.