Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 30

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 30
FEGURÐ lelgíu, Bandaríkjanna, Suöur-Afríku og íslands á þjóóbúningakvöldi. staklega eftir þessu hjá stelp- unum frá Sviss og Þýska- landi. Þær voru alltaf mjög vel klæddar og alltaf að troða sér fram og láta á sér bera. Þegar úrslitin í keppninni voru kynnt fóru þær að hágráta á sviðinu. Eftir að ég var krýnd ungfrú Evrópa breyttist víðmót þeirra og margra annarra gagnvart mér. Athygli fjölmiðla beindist eðlilega að vinningshöfunum og sumar stelpurnar gátu bara ekki sætt sig við það. Ég var reyndar mjög heppin að því leyti að ég lenti með ungfrú að krýna sigurvegarann. Flestar stelpurnar voru með fylgdarlið með sér og frá mörgum löndum var fleiri en einn þátttakandi. í sumum löndum er haldin undan- keppni og þá eru yfirleitt ein- hver samtök sem standa á bak við stelpuna og sjá til þess að hana skorti ekkert. Sumar voru til að mynda með fatafyrirtæki á bak við sig. Þessar stelpur eru sendar út með því hugarfari að þær eigi að vinna og er þess vegna mikið álag á þeim. Ég tók sér- Ástralíu í herbergi og mömmu hennar. Hún var svona nokkurn veginn á sömu bylgju- lengd og ég, var aðallega í þessu ánægjunnar vegna." Lokakvöldið var aðeins lítill hluti af keppninni sjálfri. Vikan fyrir lokakvöldið var ekki síður mikilvæg og Unnur segir að dómararnir hafi fylgst með hverju fótmáli keppenda. „Um leið og við komum inn á hótelið, sem er eitt það allra glæsilegasta í Taejon, feng- um við borða og númer og þá má í raun segja að keppnin hafi hafist. Á hótelinu voru á- kveðnir starfsmenn, svo sem þjónar og ræstingakonur, sem tóku þátt í dómstörfum og gáfu okkur stig fyrir hegðun og framkomu. Við fengum aldrei að vita hverjir þessir starfsmenn voru og því var ég alltaf eins og fest upp á þráð. Sjálfir dómararnir umgeng- ust okkur einnig mikið og voru sífellt að tala við okkur um eitt og annað. Áður höfðu þeir fengið send plögg með öllum upplýsingum um okkur. Á umsóknareyðublöðunum var okkur til dæmis gert að svara ýmsum spurningum sem áttu að varpa Ijósi á persónuleika okkar. Allir sem fylgdust með æf- ingunum gáfu einnig stig, svo sem dansþjálfarinn sem kenndi okkur kóreskan dans sem við dönsuðum á loka- kvöldinu." Á lokakvöldinu komu kepp- endur tvisvar sinnum fram á sundbol, einu sinni í kóreskum þjóðbúningi, einu sinni í þjóð- búningi síns eigin lands og í lokin í samkvæmiskjól. Þá komu keppndur einnig fram í tískusýningu á lokakvöldinu. „Ég vann mig mikið upp í tískusýningunni enda er ég vön að sýna á tískusýningum. „Ég er þakklát fyrir aö hafa fengió tækifæri til aó fara til Kóreu og sjá landiö. Þaó kom mér einna mest á óvart hvaö vestræn áhrif eru lítil þarna og menningin allt önnur en vió eigum aö venjast." 30VIKAN 2 Það skiptir svo miklu máli hvernig keppendur ganga og bera sig.“ Unnur segir að það hafi komið sér á óvart hve fáir Kóreubúar töluðu ensku. Reyndar urðu tungumálaerfið- leikarnir það miklir að hún ákvað að mála sig og greiða sér sjálf þar sem förðunar- og hárgreiðslumeistararnir skildu ekki orð af því sem hún sagði. „Förðunar- og hárgreiðslu- meistararnir voru mjög færir og með þeim bestu í Kóreu en þeir töluðu enga ensku svo ég gat ekki útskýrt fyrir þeim hvernig ég vildi láta greiða mér og rnála." Eitt sinn lét ég mála mig og þar sem þeir eru vanir mjög dökku fólki settu þeir á mig snjóhvítt meik, svartar auga- brúnir og appelsínugula augnskugga. Þá fékk ég nóg og ákvað að mála mig og greiða mér sjálf. Þá kom sér vel að mamma mín, Rannveig Viggósdóttir, sem er hár- greiðslumeistari, hefur kennt mér hvernig ég á að greiða mér og þess háttar.“ Sigurvegari í keppninni var stúlka frá Póllandi og í öðru sæti var stúlka frá Eistlandi. Auk þess var krýndur sigur- vegari frá hverrí heimsálfu fyrir sig. í keppninni um titilinn ung- frú Evrópa stóð Unnur uppi sem sigurvegari eftir baráttu við þrjátíu aðrar fegurðardísir. „Það kom mér rosalega á óvart að ég skyldi komast svona langt. Ég fór ekki út með því hugarfari að vinna einhvern titil heldur bara til að vera með. Ég leit aðallega á þetta sem tækifæri til að kynnast svona fegurðarsam- keppni og sjá Kóreu enda ólíklegt að ég ætti annars nokkurn tímann eftir að koma þangað." Sem ungfrú Evrópa hlaut Unnur ýmis verðlaun, svo sem fatnað og skartgripi, þar á meðal kjól hannaðan af Gloriu Kim sem hannar öll föt fyirr Michael Jackson. Unnur er ekki skuldbundin keppninni á neinn hátt en fékk mörg tilboð um að taka þátt í fegurðar- samkeppnum víða um heim. „Vegna heimssýningarinnar vakti keppnin enn meiri at- hygli en áður og við Heiðrún fengum báðar mun fleiri tilboð núna en hún fékkk í fyrra. Meðal annars var mér boðið að taka þátt í keppni sem haldin er á Sri Lanka og heitir Miss International Turist. Heiðrúnu var boðið að vera dómari í þeirri sömu keppni. Frh. á bls. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.