Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 32

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 32
STOÐ2 HALLA SVERRISDOTTIR TOK SAAAAN AUKAHUITVERKUM MMt mMMi ire§: ÍÉ M$Má Ifrumskógi frægðarinnar innan kvikmyndaheimsins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Og það eru OFTAST þeir útvöldu sem við lesum um í slúðurdálkum blaðanna, þeir útvöldu sem fá milljónir á milljónir ofan fyrir hlutverk, þeir útvöldu sem geta hagað sér eins og þeim sýnist og snúið öllum í kringum sig. Það vill hins vegar oft gleymast að þessir fáu útvöldu eru aðeins hluti kvikmyndaiðnaðar- ins. Á bak við tjöldin, eða út við sviðsbrúnina, standa kvik- myndatökumenn, Ijósamenn, hljóðmenn - og aukaleikarar. Sumir eru aukaleikarar allt sitt líf og una vel við sitt án þess að missa svefn um nætur vegna ófullnægðra frægðar- vona. Þetta er fólk sem sinnir sínu starfi eins og hverri annarri vinnu, oft vel, stund- um illa, stundum frábærlega. Þekktur kvikmyndafræðingur hefur líkt verulega góðum aukaleikara við „rúsínurnar í hrísgrjónagrautnum" - og vissulega verður grauturinn heldur bragðlaus án rúsín- anna. Ein þeirra „rúsína" sem hvað helst hefur bragðbætt hrísgrjónagraut bandarískrar kvikmyndaframleiðslu heitir Dean Stockwell. íslendingar ættu að kannast vel við kauða því að upp á síðkastið hefur Stockwell skemmt sjónvarpsá- horfendum sem Al, hinn hólógrafíski aðstoðarmaður Sam í þættinum Quantum Leap eða Tímaferðalag. „Ég kvarta sko ekki,“ segir Stockwell, elskulegur, mjúk- máll maður á fimmtugsaldri. „Ég hef fasta vinnu, ég þarf ekki að vera langdvölum frá konu minni og börnum og ég er að vinna við góðan þátt.“ Eftir áratuga starf í kvikmynd- um og sjónvarpi gerir Stockwell sér engar grillur um frægðarljóma og stjörnusess. „Eg er stoltur af starfsferli mín- um,“ segir hann, „og ég er hæstánægður með að fá vinnu með góðu fólki við góða hluti. Hver þarf svo sem að sjá nafn- ið sitt í blöðunum daglega?" UNDRABARNí TILVISTAR- KREPPU Ferill Stockwell er sannarlega athyglisverður. Hann fæddist inn í fjölskyldu skemmtikrafta og hefur aldrei alveg yfirgefið þann heim. Faglegt uppeldi sitt fékk hann þó fremur hjá MGM-kvik- myndaver- inu en sem heimilið leystist upp þeg- ar Stockwell var aðeins sex ára gamall. Stockwell þótti snemma efnilegur leikari og varð vinsæl táningastjarna hjá MGM á fimmta áratugn- um. Þegar hann var 15 ára hafði hann þegar leikið í 22 bíó- myndum. En hon- um féll ekki þjakandi and- rúmsloftið í uppeldisstöð MGM og þegar hann hafði lokið gagnfræða- skólanámi undir hand- leiðslu versins stakk hann af og lagð- Dean Stockwell feröast um tímann f hverri viku f sjónvarps- þáttunum Quantum Leap. heima við, þar Stockwell segist njóta þess aó vinna meó Scott Bakula sem leikur Sam. „Hann verður ekki látinn birtast í líki hunds, alla vega ekki strax!“ segir hann. 32 VIKAN 21.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.