Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 37

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 37
 I I ingur frá félögum er sterkt afl sem foreldrar mega ekki van- meta. Það þarf sterkan ein- stakling til að standast áskor- anir félaganna og ákveða að fara aðra leið en þeir. Það er erfitt að vera sá eini eða sú eina í partíinu sem ekki fær sér smók eða sjúss. Til að öðlast sjálfstraust þarf að vinna sigra og foreldr- ar geta hjálpað börnum sínum að gera einmitt það. Setja þarf raunhæf markmið sem líklegt er að barnið nái, gleðj- ast með því og hrósa því ef markmiðin nást. Annars þarf að hughreysta það og hvetja til annarrar atlögu. SETJIÐ REGLUR Reglur eru börnum og ung- lingum nauðsynlegar. Þær veita þeim öryggistilfinningu og eru sönnun um væntum- þykju foreldranna. Reglurnar þurfa að vera skýrar og á- kveðnar en jafnframt sann- gjarnar og sveigjanlegar. For- eldrarnir verða líka að vera samtaka um að framfylgja þeim. Sjálfsöruggir krakkar geta í fullvissu um eigið ágæti og væntumþykju foreldranna feimnislaust staðið frammi fyr- ir félögunum og sagt „ég get það ekki af því ég má það ekki“ og félagarnir virða það. LÁTIÐ BÖRN TAKA AFLEIÐINGUM GERÐA SINNA Það er vafasöm góðmennska að ætla að hlífa börnum við afleiðingum óskynsamlegrar breytni. Líkt og fullorðnir þurfa börn að læra að taka ábyrgð á sjálfum sér og breytni sinni. Ef barnið nennir ekki að læra undir enskuprófið, sem er á morgun, skaltu ekki hringja í kennarann með ein- hverja falska skýringu á undir- búningsleysinu. Láttu barnið koma heim með lágu ein- kunnina sem það á skilið og leyfðu því að skammast sín svolítið. VIRÐIÐ TILFINNINGAR ÞEIRRA Líttu á það sem eðlilegan hlut ef barnið þitt hræðist eitthvað, hversu barnalegt sem þér kann að þykja það. Hlustaðu á barnið þitt þegar það trúir þér fyrir því að það sé hrætt, hvort heldur það er við hunda, vatn, jólasveina eða myrkur. Sýndu skilning og samúð, vertu uppörvandi og gerðu umfram allt aldrei grín að því. Ef barnið neitar að kyssa ömmu í kveðjuskyni eða borða soðinn fisk skaltu ekki neyða það til þess. Börn hafa sinn rétt og hann ber að virða. KYNNIST VINUM ÞEIRRA Veistu hverjir eru vinir barn- anna þinna? Veistu hvernig þeir eru eða hvað þeir hafast að? Það er vissulega fyrir- hafnarinnar virði að komast að því og ekki sakar að þekkja einnig foreldra þeirra. Þekkir þú foreldrana geturðu til að mynda auðveidlega kannað sannleiksgildi þessar- ar vinsælu röksemdafærslu: „Já, en Gunna má það. Má ég það þá ekki líka?“ GETUR BARNIÐ TREYST ÞÉR? Vertu vinur barnsins þíns. Gefðu þér tíma til að hlusta á það og ræða við það. Það er hvorki sjálfsagt né sjálfgefið að börn treysti foreldrum sín- um. Foreldrarnir verða að á- vinna sér traustið og þegar þeir hafa náð þvl verða þeir að standa undir því. Sýndu skilning og sanngirni, virtu skoðanir barnsins og reyndu að bregðast aldrei of hastar- lega við. Þér er mikil virðing sýnd ef barnið þitt, unglingurinn, trúir þér fyrir fyrstu kynlífsreynsl- unni, að hann hafi tekið fyrsta smókinn eða fengið sér I glas með félögunum. Andaðu djúpt, teldu í hljóði upp að tíu og minnstu þess að viðbrögð þín hafa afgerandi áhrif á framtíðarsamband þitt við barnið þitt, unglinginn sem nú er ekki barn lengur. □ Mikið úrval aftísku- efnum. Erum líka með efni í gardínur og bútasaum, jólaefni og jólafóndur. Dömu- & Herrabúðin LAUGAVEGI 55 REYKJAVÍK SÍMI: 91-18890 Nýjung! Nú getur þú skreytt þín eigin fót. Auðvelt og skemmtilegt. 21.TBL. 1993 VIKAN 37 UPPELDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.