Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 43

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 43
j gott. Þaö er ekki aö ástæöu- lausu aö Lansing er ævinlega nefnd sem undantekningin þegar sagt er aö konum sé ekki hleypt í valdastöður í Hollywood. Þetta er reyndar ekki I fyrsta sinn sem Lansing vinn- ur með Adrian Lyne, leikstjóra Indecent Proposal, því að hún var einnig meöframleiðandi að umtalaðri mynd hans, Fatal Attraction. Sú mynd hef- ur, ekki síður en Indecent Proposal, vakið deilur meðal femínista því að þar var einmitt stuðst við afar gamal- dags kvenmyndir. Önnur var ástkonan (hóran): einhleyp, djörf, sterk, hugrökk og síðast en ekki síst alveg gjörsam- lega ga-ga. Hin var eiginkon- an (móðirin): ástrík, fórnfús, móðurleg og veikbyggð - og það var hún sem stóð uppi sem sigurvegarinn í lok mynd- arinnar. Handritshöfundur Indecent Proposal er líka kona, Amy Holden Jones. Hún hefur var- ið myndina ákaft og haldið því fram að gagnrýni á myndina lýsi einmitt forneskjulegum viðhorfum, þar sem kvenhetj- an sé sterk og sjálfstæð og geti af frjálsum vilja valið á milli tveggja manna, geti meira að segja farið frá einum til annars að eigin vild. Þetta, segir Amy, er einmitt sú kona sem allir karlmenn óttast. Það er að hennar mati einmitt þess vegna sem gagnrýnend- ur í Bandaríkjunum hökkuðu myndina í sig. Röksemdafærsla Jones hefur hins vegar verið tætt niður af fjölmörgum konum, jafnt fræðimönnum sem kon- um innan kvikmyndaiðnaðar- ins. Þær halda því fram að hlutverk Díönu (Demi Moore) í myndinni sé hneyksli vegna þess hve heimskuleg og óvirk persónan sé. Og þeir sem hafa séð myndina vita að at- hafnir kvenhetjunnar einkenn- ast síður en svo af „frelsi" heldur er henni kastað eins og tennisbolta á milli tveggja sterkra, karllegra póla. Hún velur ekki heldur er valið fyrir hana. Eiginmaðurinn hendir henni út þegar hún er orðin „spjölluð", milljónarinn rekur hana frá sér af „góðmennsk- unni“ einni saman. Það er reyndar athyglisvert að Lyne kýs að halda því leyndu fyrir áhorfendum hvaða leið ungu hjónin fara að endanlegri ákvörðun sinni. Við sjáum þau ræða tilboðið en við sjáum ekki hvort þeirra það er sem í raun tekur á- ► l’ myndinni Pretty Woman gaf milljaróamæringurinn (leikinn af Richard Gere) 3000 dollara fyrir viku meö vændiskonunni (Juliu Roberts). kvörðunina eða hvernig það er gert. DREYMIR KONUR UM RIDDARA? Sumar konur hafa þó tekið annan pól í hæðina í umræð- unni um Indecent Proposal og eitt eftirtektarverðasta inn- leggið kemur frá Callie Kho- uri. Hún er handritshöfundur einnar athyglisverðustu mynd- ar síðari ára, Thelma & Lou- ise, en þar segir frá tveimur konum sem fá nóg af tilbreyt- ingarlaus lífi sínu og halda ( ferðalag, skjóta mann sem nauðgar annarri þeirra, taka svo stefnuna suður til Mexíkó og fara með ránshendi um þjóðvegina, í anda Bonnie og Clyde. Khouri hlaut ósk- arsverðlaun fyrir handritið sem er frumraun hennar á þessum vettvangi. Khouri tjáði á áður- nefndum fundi skoðun sína á Indecent Propopal og sagði meðal annars: „Það er einfaldlega of mikil þröngsýni að segja, eins og margir feministar hafa gert, að myndir á borð við þessa og Pretty Woman tjái einungis ungæðis- lega draumóra karl- manna. Ein af ástæð- unum fyrir því að Pretty Woman hlaut svona gífurlega að- sókn var að tánings- stúlkur, fjórtán eða fimmtán ára, komu í stríðum straumum til að sjá hana og margar oft- ar en einu sinni. Vanda- málið er að í Bandaríkj- unum er stúlkum kennt að fyrirlíta allt í eigin fari nema það sem gerir þær kynferðislega aðlaðandi ( augum karlmanna. Það er þess vegna sem tilhugs- unin um að vera keypt, helst dýru verði, af ríkum, vandlátum karlmanni er svona heillandi." Ein af ástæðunum fyrir því aö Khouri skrifaði kvik- myndasöguna um þær Thelmu og Louise var einmitt sú að hún vildi brjóta upp þá hefðbundnu og stöðnuðu kvenmynd sem Hollywood hefur svo lengi kosið að sýna í framleiðsk sinni. Sjálf hafði hún um nokk urt skeið unnið við að fram leiða tónlistarmyndbönd og var búin að fá sig fullsadda af því hvernig karlkyns KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.