Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 47

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 47
bak- og kviðvöðar og áhersl- an er einnig lögð á fótleggi. Allt er þetta gert til að mæta því aukna álagi á líkama kon- unnar sem fylgir meðgöngu og fæðingu,” segir Esther og bætir við að kona, sem ber barn undir belti, skynji líkama sinn og sjálfa sig með öðrum hætti en fram til þess að hún verður barnshafandi. Virðing fyrir líkamanum sem slíkum segir hún að aukist gjarnan og konur vilji allt til vinna til þess að halda sér í góðu ástandi og vera fljótar að ná sér eftir fæðinguna. ALLAR KONUR ,,Við viljum ennfremur ná til allra kvenna, í öllu ástandi, ekki bara þeirra sem eru fyrir í góðu líkamlegu formi. Það eru nefnilega oft þær sem mest þyrftu á þjálfun að halda sem stunda hana síst. Einkum get- ur þetta verið vegna þess að þær kunna illa við sig innan um hóp kvenna þar sem eru jafnvel konur í mjög góðu líkamlegu ástandi og þá get- ur minnimáttarkenndar orðið vart. Nú geta konur, sem þannig er ástatt um, stundað æfingarnar heima hjá sér og náð árangri upp á eigin spýtur undir faglegri tilsögn,” segir Esther. Fyrirkomulag myndbands- ins er þannig að á því er að finna tvo leikfimitíma og er álag nokkuð meira í síðari tímanum á bandinu. Þannig geta konur valið sér álags- styrkinn og aukið hann ef þær vilja. Einnig er lögð rík áhersla á teygjur og þá ekki síður slökun sem ku vera mjög mik- ilvæg fyrir barnshafandi kon- ur. Sérstakur þáttur er fyrir þær sem eiga við sértæk vandamál að stríða, svo sem bakverki og mjaðmagrindar- verki, auk þess sem í lokin er skotið inn góðum ráðum varð- andi stellingar við brjóstagjöf og vinnu. Konur geta síðan stundað leikfimina að fyrir- mynd myndbandsins allt frá fyrstu vikum meðgöngu og í nokkurn tíma eftir fæðinguna, allt eftir því hve fljótar þær eru að ná sér. □ Áhugasömum verðandi mæðrum (og feðrum) er bent á sima 91-689658 þar sem hægt er aö panta myndbandið en þvi veröur, í þaö minnsta til aö byrja meö, einungis dreift eftir innhringdum pöntunum. FINNDU 6 VILLUR giA pæq njioyy '9 'lMsjq sofmn 'S 'uaænu -snq j eu|E| iidjijsepug v eiojjeiieij uBueq £ 'jbiuea jn|Oinde>| z 'J!gBæ|j’e[| jejem ' 1 STJÖRNUSPA HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Þú átt þess tæpast kost að draga þig í hlé og láta eins og þú sért staddur á eyðieyju. Hvort sem þér líkar það betur er verr verður þú að taka þátt í ýmsu því sem á vegi þínum verður. Það veröur leit- að til þín og beinlínis ætlast til þess að þú látir til þín taka, í það minnsta sýnir lit. NAUTID 21. apríl-21. maí Einkalíf þitt á eftir að verða mjög svo viðburðaríkt á næstunni. Það verður það erilsamt hjá þér á því sviði að þér finnst hvíld í því að fara í vinnuna, þvo bílinn eða fara út í búð. Haltu þínu striki og gættu þín á því að láta engan vefja þér um fingur sér. TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júní Þér getur reynst erfitt að komast hjá því að gagnrýna aðra, einkum þegar þú ert beðinn um að segja álit þitt umbúðalaust. Reyndu samt að fara þér að engu óðslega og sigla á milli skers og báru. Sannleikurinn er að vísu sagna bestur - reyndu samt að benda á jákvæðu hliðarnar. KRABBINN 22. júní - 23. júlí Þér leiðist hálfpartinn þessa dagana og finnst hvunndag- urinn þreytandi og tilbreytingarlaus. Gerðu þér dagamun og notaðu þann frítíma sem gefst til að hlaða rafhlöðurnar. Hver veit nema þú sjáir þá hversdagslegustu hluti í nýju Ijósi. LJÓNIÐ 24. júlí - 23. ágúst Það er kominn tími tii að þú hreinsir svolítið til í kringum þig, hvort sem er heima eða á vinnu- stað. Haltu þig við það sem þér finnst gott og hagkvæmt en hentu hinu sem farið er að flækjast fyrir þér og er engum til gagns. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Sköpunargleði þinni er við brugðið um þessar mundir, þess vegna mun lausn þín á ákveönu vandamáli vekja óskipta athygli fé- laga þinna. Ef þú notar þessa hæfi- leika þína í jafnríkum mæli í ástar- málunum er sannarlega von á góðu. Prófaðu og vittu hvaö gerist. VOGIN 24. sept. - 23. október Þú lifðir ef til vill meira fyrir hugsjónir þínar þegar þú varst yngri. Þú hefur það nefnilega svo náðugt um þessar mundir að gömlu gildin eru næstum gleymd. Rifjaðu þau upp, ekki mun af veita tii að sjá hvert þú stefnir. SPORÐDREKINN 24. október - 22. nóv. Þú átt erfitt með að sitja á strák þínum þessa dagana. Reyndu samt að missa ekki stjórn á þér þó að freistingarnar séu mikl- ar allt í kringum þig. Farðu þér að engu óðslega innan um annað fólk - það mun engu að síður taka eftir þér þar sem útgeislun þín er með mesta móti. BOGMAÐURINN 23. nóv. - 22. desember Þú ert á einhvern hátt mjög næmur þessa dagana, horfir mikið til himins og sérð stjörnuhrap allt í kringum þig. Draumar þínir eru þér ofarlega í huga án þess að þeir þurfi að þýða eitthvað fyrir þig. Láttu samt ekki sem ekkert sé, það eru skrítnir hlutir að gerast. STEINGEITIN 23. des. - 20. janúar Þér líður einkar vel þessa dagana, betur en í lengri tíma. Brátt muntu heillast af ákveðinni persónu sem smám saman eignast hug þinn allan. Láttu tilfinningarnar ráða gjörðum þínum í því tilfelli, hvort sem það er á sviði ásta eða hversdagslegra hluta eins og vinnu eða skóla. VATNSBERINN 21. janúar -19. febrúar Þó svo að þú sért ákveð- inn í að ná þvi marki sem þú hefur sett þér máttu ekki gleyma öllu öðru, allra síst þeim sem þér þykir vænst um. Ýmis teikn á stjörnu- himninum benda til þess að þínar mjúku og rómantísku hliðar muni einnig fá að njóta sín á næstunni. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Framferði þitt þessa dag- ana gæti hneykslað ýmsa eða að minnsta kosti fengið þá til að reka upp stór augu. Sannfæringarkraftur þinn er mikill um þessar mundir og þú ert ófeiminn við að halda þínu til streitu gagnvart hverjum sem er. Ástin er þín megin í lífinu núna. 21.TBL. 1993 VIKAN 47 MEÐGANGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.