Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 71

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 71
I I Ungfrú Afríka, ungfrú Evrópa og ungfrú Eyjaálfa höföu vissulega ástæöu til aö gleöjast. UNNUR GUNNARSDÓTTIR ER UNGFRÚ EVROPA ' '*V«r *ri ' ^ gfc, Frh. af bls. 30 Ég er að reyna að gera upp við mig núna hvort ég á að taka þátt í þessari keppni eða ekki. Keppnin er haldin núna ( október og þar sem ég er ný- komin frá Kóreu gæti verið erfitt fyrir mig að fá frí úr vinn- unni. Það er samt leiðinlegt að láta þetta tækifæri framhjá sér fara svo að þetta er mikil togstreita." Unnur var áður í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti en hefur nú tekið sér frí frá námi og starfar hjá bókaútgáfufyrirtæki sem heitir Framtíðarsýn. Ég furða mig á því að ekki skuli vera skilyrði að þátttakendur í keppninni um titilinn Miss World University séu í námi eins og nafnið á keppninni gefur til kynna. Unnur segir að reyndar hafi keppendur flestir verið í háskólanámi en það sé ekkert skilyrði fyrir þátttöku, þó svo að það teljist æskilegt. Unnur hefur, eins og áður sagði, starfað með Módel- samtökunum í fjögur ár og kynnst þar ýmsum fyrirsætu- störfum. „Eftir að ég lauk grunnskólaprófi fór ég í mála- skóla til Englands í fjóra mán- uði. Ég var með myndamöpp- I una mína með mér og fór með hana inn á fyrirsætuskrif- stofu og sótti um starf. Stuttu ' eftir það fékk ég tilboð um að auglýsa kampavínið Sam- brusco sem þá var nýtt á markaði. Ég þáði það og þessar auglýsingar birtust síð- an í mörgum blöðum ( Englandi. Þegar ég kom heim tók ég þátt í Elite fyrirsætu- keppninni en komst ekkert áfram. Aftur á móti bauðst mér að fara til New York og reyna fyrir mér þar sem fyrir- sæta en þar sem mikil óvissa var í kringum það allt saman ákvað ég að fara ekki. Mér fannst það vera of mikið stökk út í óvissuna." Unni var boðið að taka þátt í keppninni um titilinn ungfrú ís- land í fyrra en hún afþakkaði. „Ég var bara sautján ára þá og mér fannst ég vera of ung. Það þarf einfaldlega ákveðinn þroska til að taka þátt í keppn- um sem þessum. Það getur hins vegar vel verið að ég taki þátt í einhverjum fegurðar- samkeppnum hér heima ef mér býðst það núna.“ Unnur er ákveðin í að halda áfram hjá Módelsamtökunum svo að ekki er ólíklegt að við eigum eftir að sjá meira til hennar í auglýsingum, á tískusýningum og hugsanlega f fegurðarsamkeppni. „Ég hef fengið mörg spenn- andi verkefni á undanförnum árum. Fyrir utan kampavíns- auglýsinguna í Bretlandi og keppnina í Kóreu hef ég með- al annars tekið þátt í sýningu fyrir íslenskar ullarvörur sem haldin var í Amsterdam. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessi tækifæri." d Einmitt mjólkin sem vantaöi Fjörmjólk er nýjung sem er í fullu samræmi við nýjan lífsstíl. Fjörmjólkin* er næringarrík, létt og frískandi og því kjördrykkur þeirra sem r hugsa vel um heilsu sína og útlit. ^JJ/ Fjörmjólk líkist léttmjólk *lva® varðar ♦ lit og bragð og hún er fitulítil eins og undanrenna. Fjörmjólk er ríkari af próteini og kalki en önnur ^^^mjólk og í hana er sett*^-vítamín sem hjálpar'^g)- líkamanum að vinna kalkið úr fæðunni. Fjörmjólk verður án efa drykkur dagsins hjá fjölmörgum - bæði vegna bragösins og innihaldsins. Fjörmjólk - drykkur dagsins nmr 21.TBL. 1993 VIKAN 71 FEGURÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.