Vikan


Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 24

Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 24
SALRÆN SJONARMIÐ JONA RUNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ TÖFRA- MÁTTUR TÓNUSTAR MARGRÆN - w jrawrfí; ÁHRIFAORKA OG SÉRSTÖK Flest höfum við átt eitt- hvað saman við tónlist að sælda og sumir geta vart hugsað sér tilveruna án tón- listar. Skoðanir okkar á því hvaða gildi tónlist hefur yfir- leitt á mannlífið eru náttúrlega eins misjafnar og við erum mörg. Áhrifaorka tónlistar er nefnilega margræn og sérstök og ótrúlega margir eru að velta gildi tónlistar fyrir sér og eðlilega af ýmsum tilefnum sem betur fer. ORKULAUS OG ILLA UPPLAGÐUR Við grípum niður í bréf frá ungum pilti sem rétt er orðinn sextán ára og er greinilega að velta fyrir sér Iffinu og tilver- unni, meðal annars séð frá fleti tónlistarinnar. Hann kýs að kalla sig Þór. „Það hefur stundum hvarflað að mér að ég sé eitthvað afbrigði- Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt aö fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík legur vegna þess að ég hlusta stöðugt á tónlist og finnst ég orkulaus og illa upplagður ef ég geri það ekki að minnsta kosti að einhverju leyti yfir daginn," segir Þór. MOZART OG RIFRILDI „Ég hef verið í námi á strengjahljóðfæri í mörg ár og líkar það rosalega vel, “ segir hann og getur þess jafn- framt að ef hann lendi í rifrildi við foreldra sfna spili hann Mozart á eftir og þá sé engu líkara en smátt og smátt hverfi allur leiði og hryggð frá honum. Eiginlega hverfa ömurlegar tilfinningar tengdar rifildinu á burt. í staðinn finnur hann vellíðan og mikla lífs- orku hríslast um sig í kjölfar tónanna og líkar það vel. HEIMILISDÝRIN OG ENDURHOLDGUN „Ég á nokkur heimilisdýr og ég spila tónlist fyrir dýrin mín af og til. Mér þykir sem þau hafi mjög gaman af til dæmis popptónlist en þau eru síður hrifin af klassískri tónlist. Hefur þú eitthvað pælt í þessum málum með dýrin og gildi tónlistar fyrir þau?“ spyr hann. Hann getur þess jafnframt að ef hann ætti að ákveða ævistarfið núna finnist honum ekkert koma til greina nema hvers kyns tón- listarstarf. „Ég hef oft spáð í það hvort ég hafi kannski lifað áður og sé bara að rifja upp eitthvað í sambandi við tónlistina. Ég hugsað mikið um endurholdgun og sumt af því sem ég geri núna er örugglega upprifjun." DULSKYNJANIR OG ALMÆTTIÐ „Getur verið að við verðum fyrir dulrænum áhrifum af tónlist?" spyr Þór og bætir við ýmsum upplýsingum sem segja til um dulræna skynjun hans tengda tónlist. Hann pælir mikið í hvers kyns dul- rænum málum, trúmálum, tísku og mótorhjólum, jafn- hliða tónlistinni. „Veistu það, Jóna Rúna, að ég held að sumt að því sem samið hef- ur verið í tónlist sé af guð- legum toga og hugsaö mönnunum til blessunar. Hvað segir þú um það? Vonandi svarar þú mér sem allra fyrst." Ég nota áfram hyggjuvit mitt, innsæi og reynsluþekkingu til svaranna. MISMUNANDI TÓNLISTARKÆR Það er nokkuð öruggt að fáir núlifandi íslendingar hafa komist hjá því að tengjast tón- list með einhverjum hætti. Tónlist leikur stórt hlutverk uppbyggingar og gleði í sam- skiptum. Vissulega væri mannlífið og menningarlífið fátækara án einhvers konar tóna og hljómfalls. Vitanlega virkar tónlist misjafnlega á okkur og sum okkar erum það sem kalla mætti tónlistarkær en aðrir eiga einungis góðar stundir og minningar tengdar tónlist en vildu samt alls ekki missa af tilveru hennar. Eigin- lega má segja að við nýtum hana á mismunandi vegu, hvort sem er til gamans eða uppbyggingar, allt eftir þörf- um, manngerð og aðstæðum hverju sinni. GEÐHEILSAN OG GLAUMURINN Það hefur komið fram í seinni tíð að jafnvel er hægt að nota tónlist til lækninga og þá ekki síst þegar verið er að byggja upp góða geðheilsu. Tilefnin, sem við getum notað til að tengjast tónlist, eru óteljandi, allt frá jarðarförum til glaums og svo bara til afþreyingar eins og gengur. Segja má að hægt sé að njóta tónlistarinn- ar á óvenjulega fjölbreyttan máta, án þess að verða leiður á henni enda getur hún verið ótrúlega uppbyggleg og já- kvæð. 24 VIKAN 24. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.